Kjarninn - 13.02.2014, Side 77

Kjarninn - 13.02.2014, Side 77
03/05 tÓnlist james holden James Holden heitir einn merkasti raftónlistar- maður sem komið hefur frá Englandi að mati Kjarn- ans. Nýjasta breiðskífa hans heitir Inheritors og hefur að geyma fullkomið jafnvægi milli kaótískrar framúrstefnu og upplífg- andi spilagleði. daphni Einn besti tónlistarmaður sem komið hefur fram á sjónarsviðið í Kanada á síðustu áratugum er án efa Ontario-búinn Daniel Victor Snaith, tónlistarmaður sem flestir Íslendingar þekkja sem forsprakka Caribou sem spilaði hér á Nasa um árið. Á Sónar kemur Daniel fram einn síns liðs og undir nafninu Daphni. Fyrsta breiðskífa Daphni heitir Jiaolong kom út árið 2012 og er hún á köflum alveg mergjuð. Futuregrapher Árni Grétar Jóhannsson hefur í dágóðan tíma farið fyrir einyrkjasveitnni Futuregrapher og hefur ýmist sent frá sér ágengt jungle og drum and bass eða áferðarmjúka sveim- tónlist (e. Ambient). Árni Grétar hefur í nokkur ár verið einnig verið einn helsti framámaðurinn í raftónlistarsenunni á Íslandi og hefur meðal annars starfrækt Möller Records hljómplötu- útgáfuna samhliða því að halda úti Heiladans- klúbbakvöldunum. Árlega sendir hann frá sér útgáfur og í fyrra sendi hann frá sér þröngskífurnar Fjall og Crystal Lagoon. Crystal Lagoon EP er samstarfs- verkefni hans, japanska raf- tónlistarmannsins Gallery Six og kanadíska selló- leikarans Veronique. Saman framreiða þau dramatíska, hægfljótandi og krefjandi sveimskífu sem er að mestu ósungin. Frábært samspil hljóðgervla, hljóðsarpa og strengja er algjört gúmmelaði fyrir eyru og kyndir vel undir öðrum skynvitum. Fjall er tölu- vert ómstríðara verk og er sungið af fyrrverandi kær- ustu Árna Grétars, hinni króatísku Jelenu Schally. James Holden Renata Daphni Yes, I Know Futuregrapher Fjall feat. Jelena Schally

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.