Kjarninn - 20.02.2014, Blaðsíða 75

Kjarninn - 20.02.2014, Blaðsíða 75
02/06 Knattspyrna Stuðningsmenn virtust skeptískir. Þeir höfðu, eðlilega, vonast eftir stærra nafni með einhverja reynslu í því að vinna titla. En Sir Alex hafði talað, og það urðu menn að virða. allt í steik Spólum níu mánuði fram í tímann. Manchester United situr í sjöunda sæti ensku úrvaldsdeildarinnar þegar tæpur þriðjungur er eftir af tímabilinu. Liðið er 15 stigum á eftir toppliði Chelsea, dottið út úr FA-bikarnum (tapaði heima fyrir Swansea) og dottið út úr deildarbikarnum (tapaði fyrir Sunderland) en er þó komið í 16 liða úrslit í Meistaradeild Evrópu. Eina sýnilega leið liðsins til að komast í þá deild að ári virðist vera að vinna hana. Fáir ódrukknir trúa því að það muni gerast. Fyrir vikið hata stuðningsmenn United Moyes meira en þeir hata Carlos Tevez. Og þeir hata Carlos Tevez. Það sem Moyes hefur afrekað í starfi sínu hjá United er, nánast allt, neikvætt. Liðið þykir leika fyrirsjáanlegan gamaldags bolta þar sem allt snýst um að dæla tugum fyrirgjafa inn í vítateig andstæðinganna og vonast til að höfuð komist í boltann til að stýra honum í netið. Í desember tapaði Manchester United tveimur heima leikjum í röð í deildinni í fyrsta sinn í tólf ár. Liðið hefur alls tapað átta leikjum, þar af fjórum á Old Trafford sem áður þótti óvinnandi virki. Svo er ekki lengur. Líklega var einn sárasti ósigurinn sá þegar liðið tapaði fyrir gamla liði Moyes, Everton, með marki frá Bryan Ovidedo, leikmanni sem Moyes kaus að nota sama sem ekki neitt á meðan hann stýrði honum. „dithering dave“ kýlir ávallt upp fyrir sig Af hverju var þessi fúllyndi Skoti þá ráðinn í þetta drauma- starf? Þrátt fyrir að hafa aldrei unnið neitt og vera frekar þekktur fyrir neikvæðan og varnarsinnaðar leikstíl var Moyes mjög virtur í knattspyrnuheiminum. Honum tókst næstum því að koma lélegu Preston-liði í úrvalsdeildina áður „Sú mýta að Everton sé eitthvert fjárhags- legt smælki í Evrópu- knattspyrnu, sem Moyes hélt ítrekað á lofti, er líka kolröng.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.