Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Side 24

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Side 24
lega æstur eftir að Flying Enterprise varð fyrir áfallinu. Carlsen skipstjóri fórnaði dýrmætri orku raf- geymis síns í 45 sekúndur fyrir þetta símtal: „Kæri faðir og kæra móðir,“ sagði röddin frá Flying Enterprise. „Þetta lítur nú vel út. Eg hlakka mjög til að sjá ykkur bráðum! Hjart- anlegar kveðjur, Kurt!“ Carlsen snéri sér að konu sinni, sem stóð hjá honum í klefanum. „Þetta er rödd Kurts, kona! Sannarlega er þetta rödd Kurts!“ hrópaði hann. „Nú veit ég, að honum líður vel,“ hvíslaði móðirin hrærðum huga. * Þennan dag, þriðjudag, flaug yngri systir Carlsens skipstjóra, Grethe, til London, ásamt manni sínum. Þau vilja gjarnan vera viðstödd, er hann kemur til borgarinnar. Til allrar ham- ingju renna þau ekki grun í, hvað á eftir að ske aðfararnótt miðvikudagsins, úti á Atlants- hafi. DREGUR AÐ ENDALOKUM. Klukkan 3,10 síðdegis barst eftirfarandi orð- sending frá Turmoil: „Veður fer verznandi. Verðum að draga úr ferðinni. Búizt við að veður lægi um miðnótt." Nú varð ömurleg vist hinna tveggja manna í Flying Enterprise. Klukkan hálf sex brotnaði bakborðsbjörgun- arbáturinn. Tundurspillirinn Willard Keith skaut upp rauðu ljósmerki og Carlsen svaraði: „Enga æsingu! Allt í bezta lagi!“ Dan Parker skipherra var ekki bjartsýnn á útlitið. Hann gaf skipun um að snúa undan veðrinu, því hann óttaðist, að dráttartrossan mundi slitna. Klukkan var 5,45 þegar þetta gerðist. Klukkustundu síðar kallaði tundurspillirinn til Turmoils: „Carlsen skipstjóri segir, að meiri sjór sé kom- inn í Flying Enterprise. Skipið liggi nú mun dýpra í sjónum. Carlsen segir ennfremur, að skipið velti mjög, eða jafnvel óskiljanlega mik- 24 --------- NÝTT SOS ið. Hann virðist nú í fyrsta sinn vera alvarlega áhyggjufullur." Það var raunar ekki undarlegt. Hann hafði nú verið sex sólarhringa aleinn á skipinu og fjóra ásamt Dancy. Klukkan 9,30 sendi Willard Keith svohljóð- andi skeyti: „Veður hefur heldur batnað.“ Þá var snúið upp í vindinn að nýju og ferð- inni haldið áfram. Það er erfitt, að snúa upp í vindinn með hálfsökkvandi skip í eftirdragi, en allt gekk þetta að óskum og var lokið að snúa skipalestinni klukkan 11,20. Skömmu síðar kom enn tilkynning frá Park- er skipherra: „Erum lagðir af stað aftur. Veður batnandi.“ Skipin höfðu legið um kyrrt hálfa sjöttu klukkustund. Sá tími var því tapaður vegna stormsins. Turmoil eykur ferðina smátt og smátt og allt virðist í bezta gengi. Klukkan 1,20 tilkynnir Parker enn: „Höldum áfram ferðinni með 3V2 sjómílna hraða. Allt í lagi! “ Meðan þessu fór fram hafði brezkur dráttar- bátur bæzt í hópinn og átti að aðstoða, ef með þyrfti. Það var „Dexterous". Carlsen og Dancy lögðust til svefns hinir ró- legustu. Nú átti það verzta að vera afstaðið, ef að líkum færi. * Klukkan 3 aðfararnótt 9. janúar var skipa- lestin aðeins um 10 sjómílur frá Cape Lizard, en 54 mílur frá Falmouth. En einmitt nú, er allt virtist í bezta gengi, skeður óhappið: DRÁTTARTAUGIN SLITNAR. MILLIÞÁTTUR. Óhappið mikla skeði þegar Carlsen og Dancy hvíldu í fasta svefni. Garlsen hrökk upp við öskur í eimpípu og hann flýtti sér inn í loftskeytaklefann. „Dráttartaugin er í sundur!" tilkynnti Park- er. Þessi frétt var þungt áfall fyrir Carlsen skip- stjóra.

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.