Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Blaðsíða 27

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Blaðsíða 27
ÞJÓÐIN 127 látinn ganga í beztu skóla Eng- lands, eins og margir aðrir ungir menn af aðalsættum. Hann naul ekki mjög mikils álits í skóla. Það hefir vafalaust stafað af því, að vinstri hönd hans er visin, og' að þess vegna gat hann ekki tekið þátt í leikum og íþróttum. Árið 1910 var hann kosinn á þing. Það har ekki mikið á lionum þar í fyrstu. Þá áttu sæti á þingi Arthur Balfour, Walter Long, Austen Cliamberlain, Bonar Law, Lloyd George, Winston Churchill og As- quith. Það gat ekki farið mikið fyr- Baldwin, fyrruin forsætisráðherra Breta. ir ungum og óreyndum manni inn- an um alla þessa stjórnmálajötna. Edward Wood kynntist hrátt ung- um manni, sem var kominn á þing tveimur árum á undan honum. Það var skrítinn náungi. Hann var að sumu leyti stórbóndi og að sumu leyti skáld. Hann hét Stanley Bald- win. „Eg liata pólitík,“ sagði Baldwin. „Hún er allmjög þreytandi," svar- aði Wood. Striðið hrauzl út. Wood gekk í herinn. Iiann vann sig upp í for- ingjastöðu. Hann var talinn g'óður hermaður, nýtur foringi og hugaG- ur maður. En hann skaraði ekkí fram úr. — Skólaveran, þingseían eða stvrjöldin gáfu ekki til kynna, livað i honum hjó. Þegar striðinu var lokið, seltisl Wood aftur á þinghekkinn. Bald- win var þá orðinn allmikill áhrifa- maður. Þeir endiírnýjuðu vináttu sína. Það er ekki ólíklegt, að Bald- win hafi fengið því framgengt, að Wood var gerður að undir-nýlendu- málaráðherra. Það starf krefst mik- illar vinnu, en veitir handhafa þess litla möguleika til þess að láta á sér hera. Samsteypuráðuneyli Lloyd Geor- ge’s fór með völd á þessum árunv og það virlist vera fast í sessi. En þá gerðist það, að íhaldsflokkurinn hélt fund. Baldwin ællaði að fara á fundinn og tala gegn samsteypu- stjórninni. Síðan ætlaði hann að draga sig úl úr stjórnmálum. Wood ætlaði að gjöra hið sama. Ef fund- urinn hefði snúizt með stjórninni. hefðu báðir þessir menn vfirgefið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.