Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Side 11
Þ J O Ð I N
111
i-
Kröfuganga í Moskva i sambandi við stríðið á Spáni.
ins og fleiri broddborgarar, voru
saman komnir lil þess að taka á
móti hinum „rauðu hetjum“ og sýna
þeim virðingu. Bílar fluttu þá inn
i aðalborgina, hjartu heimsbylting-
arinnar. „Hetjurnar“ fengu föt og
fé. Hátiðahöldin stóðu i lieila viku.
„Hetjurnar frá Vin“ urðu að borga
fvrir sig, með því að flytja ræður
í klúbbum og verksmiðjum. En svo
var hátiðin á enda. Þeir voru skild-
ir að, sendir til ýmissa héraða og
til ýmissa starfa. Þeir fóru að vinna
í sínu „nýja föðurlandi“. Hulan
féll frá augum þeirra. Staðreynd-
irnar fóru að gjöra vart við sig.
Draumsýnin var á enda. Eftir stutt-
an tíma vfirgaf meiri hluti þessara
pólitísku flóttamanna ráðstjórnar-
paradísina og hélt aftur heim til
ættlands síns.
Þó að margir kunnir stjórnmála-
menn frá Frakklandi, Tékkó-Sló-
vakiu og fleiri löndum, hafi heim-
sótt Rússland, Iiefir enginn þeirra
komið auga á ástandið eins og það
er. Ef þeir hefðu einhverja hugmynd
baft um það, þá hefðu þeir ekki
mælt jafn mörg ósönn orð i veizl-
unum í Moskva, sem þeim voru
baldnar áður en þeir fóru heim á
leið. Þegar dr. Benes var i Moskva,
í júní 1935, sagði hann: „Að lok-
um vil eg mæla nokkur orð um þau
áhrif, sem eg hefi orðið fyrir i So-
vét-Rússlandi. Þau eru mjög mikil.
Og það, sem hefir hrifið mig mest
af öllu, er binn mikli áhugi og hin
mikla vinnugleði.“
Franski stjór)>imálamaðurinn
Herriot hélt þar svipaða skálar-
ræðu. Hvernig gat nú á þvi staðið,
að Herriot sá enga sveltandi bænd-
ur eða verkamenn, er hann var i
heimsókn til Rússlands 1933?
Herriot kom í héraðið Dnjepro-