Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Blaðsíða 21

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Blaðsíða 21
Þ J Ó Ð I N 121 Er sjálfsteeðisflokkur- inn íhaldsflokkur? Framsóknarspekin f Nýja Dagblaðinu. Nýja dagblaðið birti fyrir skömniu greinarstúf um „íhald og kommún- isma“. Þar var svo að orði kveðið, að kommúnisminn væri alls stað- ar fylgilinöttur íhaldsins. „Rök- semdir“ blaðsins fyrir þessari „frumlegu“ kenningu voru á þessa lcið: 1. I Finnlandi, Sviþjóð, Noregi og Danmörku fara „vinstri“ menn með stjórn. Þar eru ihaldsmenn áhrifa- lausir og þar gætir kommúnista mjög litið. 2. í Hafnarfirði og á Isafirði ráða „vinstri“ flokkarnir. „íhaldsmenn“ eru þar i minni liluta. Kommúnistar eru þar mjög fáir. 3. í Reykjavik, á Akureyri og í Vestmannaeyjum ráða ilialdsmenn. Þar hafa kommúnistar sitt aðal fyigí- Eins og við mátti búast var niður- staðan af þessum bollaleggingum blaðsins sú, að nauðsyn bæri til þess að koma „íhaldinu“ í Reykjavík, á Akureyri og í yestmannaeyjum í minnihluta, því að þá mundi kom- múnisminn í þessum bæjum hverfa af sjálfu sér. Þessi framsóknarspeki á vissulega skilið, að henni sé á lofti haldið, þvi að hún er svo gott sýnishorn af sannsöglinni og þekkingunni, sem einkennir hiálflutning Nýja dag- blaðsins. Hér á eftir verður þessi furðu- legi samsetningur rakinn nokkuð i sundur, svo að menn sjái hvers vegna og úr hverju hann er ofinn. 1. ER SJÁLF STÆÐISFLÓKKUR- INN ÍHALDSFLOKKUR? Nei. Hann er ekki íhaldsflokkur og sjálfstæðisstefnan er ekki íhalds- stefna. a. Það hefir verið og er aðal- einkenni á frjálslyndum flokkum allra landa, að þeir berjast fyrst og fremst fyrir frelsi einstaklinganna, ekki aðeins hinu persónulega og pólitíska frelsi þeirra, heldur einn- ig — og jafnvel öllu fremur nú á tímum — fyrir frelsi þeirra í við- skiptamálum (verzlunarmálum) og öðrum efnahagsmálum. íhaldsflokkar hafa staðið á önd- verðum meið við frjálslynda flokka í þessum málum. Stjórnmálasaga Breta ber um þetta óræk vitni. En þar sem Bretland er vagga lýðræðis og flokkaskiptingar og þar sem þessir þættir stjórnskipulagsins hafa náð fyllstum þroska þar í landi, þarf ekki framar vitna við. — En þar að auki hafa önnur lönd svip- aða sögu að segja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.