Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Side 42
142
Þ J Ó Ð I N
sér, — en allt kom fyrir ekki. Frú-
in fór til Parísar með eiginmanni
sínum, og Anna varð að fara aft-
ur til Sviss. Frh.
Hitt og þetta.
AÐ REISA UPP FRÁ DAUÐUM.
Visindamenn allra alda hafa látið sér
detta í hug, að hægt væri að reisa menn
og dýr upp frá dauðum. Frægur sálfræð-
ingur skýrði frá því nýlega, að sér hefði
tekizt að lífga hjörtu ö3 manna, sem voru
dánir. Sum þessi hjörtu héldu áfram að
slá í fjórar stuudir.
Aðal-erfiðleikinn við þessar tilraun-
ir er ekki yfirstíginn. Hann er sá, að
lífga heilann. En það hefir ekki tekizt
ennþá. Það er hægt að endurlifga hjart-
að og líkamann, og heilann að nokkru
leyti. Heilafrunmrnar deyja fyrst. Og það
virðist svo, sem ekki sé hægt að lífga
þær heilafrumur, sem eru að fullu dánar.
Ungur efnafræðingur í Ivaliforniu, dr.
Robert Carnech að nafni, hefir að undan-
förnu fengizt allmikið við þessar tilraunir.
Ein tilraun hans var á þá leið, að hann
drap hund, seifi hét Lassarus, með klóró-
formi. Þegar hann hafði fullvissað sig um,
að hundurinn væri dauður, tók hann úrið
i höndina og heið í 4 minútur. Síðan
dældi hann ndrenalin inn i hjarta hunds-
ins og lét hann upp á borð, sem var
til þess gjört, að hjálpa hundinum til
þess að anda aftur. Hann tók að anda.
Nokkrum stundum síðar, gat hundur-
inn tekið inn fljótandi fæðu, en þó með
erfiðismunum. Eftir 10 daga gat hann
étið allan mat. En heilinn náði sér aldrei.
Hann heyrði, þegar hvíslað va r. Hann
fann lykt af mat, en hann gat ekki stað-
ið óstuddur. Hann gat ekki gelt, aðeins
urrað. Hann deplaði augunum í sífellu.
Þremur mánuðum siðar drapst hann úr
lungnaveiki.
ÞJÓNUSTUFÓLK I RÚSSLANDI.
í Rússlandi höfðu kommúnistaruir i
upphafi spartanska siði um hald þjón-
usfufólks til heimilsstarfa. En nú hafa
þessir siðir breyzt nokkuð, þótt enn séu
vissir anninarkar á því að halda þar
þjónustufólk, sem nauðsynlegt er að var-
ast, og fara i kringum á ýmsan hátt.
Ef kona embættismanns í Sovétríkjun-
um tekur vinnukonu á hún það á hættu,
að hún og maður hennar falli i ónáð
hjá yfirboðurunum. En til þes's að kom-
ast í kringum það, tekur hún þvi upp á
að beita sér fyrir, eða taka að sér ein-
hver störf í þágu sovét-stjórnanna í hér-
uðunum. En ef hún hefir opinber störf
með höndum, getur lnin ráðið til sín svo
margt þjónustufólk, sem hana lystir, án
liess að borgaranafn festist við hana, —
en slíkt heiti er eitthvert mesta fyrir-
litningarheiti í Sovét-rikjunum.
Eins er þessu farið um konur herfor-
ingjanna og stjórnenda hinna einstöku
byggðarlaga og verksmiðja eða rikisfyrir-
tækja. Byggist þetta á þeirri skoðun, að
húsmæðurnar vinni þarfara starf, með
því að þvælast í opinberu lífi, en með
hinu, að þvo gólf eða sinna öðrmn hús-
verkum.
XÝR SKATTUR.
Bæjarstjórnin i Ruma, sem er lítill bær
i Jugoslavíu, hefir fundið upp nýjan
skatt. Hann er lagður á þá, sem eru seint
á kvöldum inni á kaffihúsum.
Hver sá, sem hér eftir finnst inni í
kaffihúsum í Ruma eftir miðnætti, verð-
ur sektaður. Og hann verður að greiða
sektina jafnskjótt og hann er tekinn.
Tímaritið ÞJÓÐIN kemur út (i sinnum á ári. Árgangurinn kostar kr. 3.00.
ef greitt er fyrir 1. júlí, en ella kr. 4.00.
Útgefendur: Guðmundur Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Kristján Guð-
laugsson, Skúli Jóhannsson. — Prentsmiðja: Félagsprentsmiðjan h/f.
Afgreiðslum.: Þórður Þorsteinsson, afgreiðslu „Vísis“, Hverfisg. 12. Sími 3400.