Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Blaðsíða 41

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Blaðsíða 41
Þ J Ó Ð I N 141 um frá ýmsu fleiru, með því að hún fylgdist með meginhernum og sá allar æfingar lians, og þær voru með þeim liætti, að Þjóðverjar höfðu aldrei húist. við slíku, enda höfðu þeir talið víst, að Frakkai myndu ekki verða reiðubúnir til að verja land sitt allt frá Nancy til svissnesku landamæranna. Schlief- fen-áætlunin hafði ekki tekið þetta með í reikninginn, og þar hafði ver- ið gert ráð fyrir, að Þjóðverjum nægði að hafa lítinn herstyrk á Lot- hringen-landamærunum, en 'megin- herinn yrði sendur vfir Belgiu. Þegar þessar fre^gnjir bárust lil Berlinar, varð uppi fótur og fit i hermálaráðneytinu, og afleiðing- arnar má meðal annars sjá á því, að samkvæmt sögn Liddels Harts liðsforingja um heimsstyrjöldina, dó Schlieffen með þessi orð á vör- um: „Stríðið skellur á, en munið að gera hægri arminn sterkan." Moltke hinn vngri, sem tók við af honum, var of viðstöðulítill. Hann bvggði á áætlunum Schlieffens, en hann vék frá hugmyndinni, sem allt byggðist á, eins og sjá má af því, að af niu herfylkjum, sem boðin voru úl á árunum 1905 til ársins 1914, sendi Moltke 8 Iierfvlki til vinstri armsins, en aðeins eitt hægri arminum til styrktar. Frásagnir og bækur um njósnara segja vfirleitt svo frá, að afrek njósnarans, sem um er fjallað, hafi bjargað stríðinu, en lrér var það i rauninni þveröfugt. Afrek Önnu orsakaði það, að stríðið tajraðist. Ef Mollke hefði ekki mist kjark- inn, er liann frétti um herlið Frakka á þessum slóðum, hefði liann vafa- laust sent alla þessa níu árganga til hægri arms hersins, og það er ó- hætt að viðurkenna það nú, að svo lillu munaði, að Þjóðverjar bi’yt- ust í gegnum allar víglínur og tækju París, að 8 árgangar hersins hefðu vafalaust getað riðið baggamuninn. Ótti Moltkes var ástæðulitill, því að þótt Frakkar hefðu gerl innrás þarna á landamærum Lothringen, — eins og þeir raunar gerðu, — hefði það enga þýðingu getað hafl um úrslit striðsins. í skýrslu þeirri, sem Anna sendi hermálaráðuneytinu þýzka, lýsti hún einnig hinum frönsku vígjum, með því að elskhugi hennar hafði boðið henni þangað til sín, þrátt fyr- ir öll bönn í því efni, og það var líka hið eina, sem hann í rauninni gerði sig sekan um og óleyfilegt var. Þá sá hún strax, að byssurnar voru þannig útbúnar, að hlifin hafði ver- ið færð framar á byssulrlaupið, en Þjóðverjar höfðu verið að þreifa sig áfram í þvi efni með fallbyss- ur sínar, en þeim var með öllu ó- kunnugt um, að Frakkar höfðu þeg- ar fundið þetta upp. Þegar Anna hafði aflað allra þess- ara upplýsinga, var verkefni henn- ar lokið, og þá þurfti hún að losna við elskhuga sinn, enda tókst henni það mjög auðveldlega. Hún skrif- aði konunni hans undir dulnefni og skýrði hepni frá því, að maðurinn hennar byggi á gistihúsi í Bussang með ungri stúlku, og frúin brá óð- ara við og fór þangað, og þar setti hún allt í háa loft. Frú Dunois skammaðist, Anna grét og barmaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.