Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Page 21

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Page 21
Þ J Ó Ð I N 121 Er sjálfsteeðisflokkur- inn íhaldsflokkur? Framsóknarspekin f Nýja Dagblaðinu. Nýja dagblaðið birti fyrir skömniu greinarstúf um „íhald og kommún- isma“. Þar var svo að orði kveðið, að kommúnisminn væri alls stað- ar fylgilinöttur íhaldsins. „Rök- semdir“ blaðsins fyrir þessari „frumlegu“ kenningu voru á þessa lcið: 1. I Finnlandi, Sviþjóð, Noregi og Danmörku fara „vinstri“ menn með stjórn. Þar eru ihaldsmenn áhrifa- lausir og þar gætir kommúnista mjög litið. 2. í Hafnarfirði og á Isafirði ráða „vinstri“ flokkarnir. „íhaldsmenn“ eru þar i minni liluta. Kommúnistar eru þar mjög fáir. 3. í Reykjavik, á Akureyri og í Vestmannaeyjum ráða ilialdsmenn. Þar hafa kommúnistar sitt aðal fyigí- Eins og við mátti búast var niður- staðan af þessum bollaleggingum blaðsins sú, að nauðsyn bæri til þess að koma „íhaldinu“ í Reykjavík, á Akureyri og í yestmannaeyjum í minnihluta, því að þá mundi kom- múnisminn í þessum bæjum hverfa af sjálfu sér. Þessi framsóknarspeki á vissulega skilið, að henni sé á lofti haldið, þvi að hún er svo gott sýnishorn af sannsöglinni og þekkingunni, sem einkennir hiálflutning Nýja dag- blaðsins. Hér á eftir verður þessi furðu- legi samsetningur rakinn nokkuð i sundur, svo að menn sjái hvers vegna og úr hverju hann er ofinn. 1. ER SJÁLF STÆÐISFLÓKKUR- INN ÍHALDSFLOKKUR? Nei. Hann er ekki íhaldsflokkur og sjálfstæðisstefnan er ekki íhalds- stefna. a. Það hefir verið og er aðal- einkenni á frjálslyndum flokkum allra landa, að þeir berjast fyrst og fremst fyrir frelsi einstaklinganna, ekki aðeins hinu persónulega og pólitíska frelsi þeirra, heldur einn- ig — og jafnvel öllu fremur nú á tímum — fyrir frelsi þeirra í við- skiptamálum (verzlunarmálum) og öðrum efnahagsmálum. íhaldsflokkar hafa staðið á önd- verðum meið við frjálslynda flokka í þessum málum. Stjórnmálasaga Breta ber um þetta óræk vitni. En þar sem Bretland er vagga lýðræðis og flokkaskiptingar og þar sem þessir þættir stjórnskipulagsins hafa náð fyllstum þroska þar í landi, þarf ekki framar vitna við. — En þar að auki hafa önnur lönd svip- aða sögu að segja.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.