Heimilispósturinn - 12.12.1960, Page 2

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Page 2
Electrolux kæliskápamir S-71, sem svo mikil eft- irspum hefur verið eftir, era nú komnir aftur og fást afgreiddir næstu daga. Electrolux Þetta em langódýrustu kæliskápamir af þessari stærð, 7,4 rúmfet, sem hér fást. Þeir bera öll ein- kenni hinna frábæm Electrolux heimilistækja. 5 ára ábyrgð á kælikerfi og mótor hiitun!? LAUGAVEGI 176 SÍMI 26200. IIEIMILIS-rÓSXlJBINN, vikublað, kemur út á hverjum mánudegi. Verð i lausasöiu 12 krúnur. Askriftar- gjald krj 125.00 ársfjórðungurinn og greiðist fyrirfram. — Ótgcfandi: Heimilispósturinn, Keykjavík. — Bit- stjðri og ábm.: Baldur Hólmgcirsson, sími 10206. — Frumkv.stj.: Gunnar Steingrímsson, sími 23930.. — Kit- fftjórn og afgreiðsla: Tjarnarg. 4, Kvík. Sfmi 11117. — Póstliólf 495, Rvík. — Steindórsprent li.f. prcntaði. dxÁ 'r..xsrr;.rt Ql* f*z r--í* - 'IVT *i f>fj Cr Colin Porter er ágœtur teiknari, eins og myndin ber með sér. — Daginn eftir að ég kom til íslands fór ég með kunningja mínum í bíó, en hann er líka enskur. Við keyptum miða og völdum okkur siðan sceti fyrir miðjum bekk framarlega í húsinu. Um það bil, sem mynd- in er að byrja kemur eldri maður til okkar og segir eitt- hvað, sem við skiljum ekki, þvi við kunnum ekki stakt orð í íslenzku. Ég hélt helzt að hann vildi komast inn fyrir niig í bekkinn, svo við stóðum upp. En þá œtlaði hann að hlamma sér í scetið mitt en ég lét ékki snúa ci mig og flýtti mér að setjast aftur. Svo stóð ég upp og œtlaðist til að hann fœri inn fyrir mig en það var saina sagan, hann reyndi að setjast í sœtið mitt. Svona gekk þetta í nokkra stund, gamli maðurinn var farinn að hrópa og kalla. það var loks kveikt Ijós l bíóinu, myndin stöðvuð, og ung stúlka kom til okkar leit á miðana, leiddi okkur síðan til sœtis annars staðar. Ég skildi ekki neitt i neinu og varð að sjá af soet- inu mínu undir gamla mann- inn, sem glotti sigri hrósandi. Svo var mér sagt það löngu seinna, að hver miði vceri merktur, enda þekkist slík regla ekki heima í Englandi. Þetta eru einu vandrceðin, sem ég hefi lent á Islandi. Það var hinn tuttugu og sex ára gamli Colin Porter sem talaði. Dœgurlagasöngvarinn Colin Porter, tizkuteiknarinn Colin Porter. Colin Porter, sem segist ekki enn hafa séð ófrða stúlku á íslandi. Colin Porter hefur sungið í Stork-klúbbnum undanfamar vikur og rœddi ég við hann þar fyrir fáeinum dögum, i góðu tómi, ég drekkandi mitt molakaffi en hann sitt enska te. — Hvencer komstu fyrst til Islands ? — Það eru j ár síðan. Ég hafði nýlokið námi, sem tízku- teiknari og með ráðunautstigu í karlmannafatnaði bættist vist oná titilinn. Ég var ráðinn í enska karlmannafataverzlun, sem starfað hefur á Keflavík- urflugvelli í nokkur ár. — Hafðirðu heyrt eitthvað um Island áður en þú komst hingað ? — Nei, ekki neitt. Satt að segja vissi ég ekki hverju ég átti von á. Hélt helzt að hér ðyggju menn í snjóhúsum og þar fram eftir götunum. Það er annars merkilegt hvað fólk í Englandi er illa að sér um ísland. Það veit nákvœmlega ekki neitt um það. Það fyrsta sem öllum dettur í liug eru ís- birnir, snjókofar og eskimóar, enda er ekki hœgt að segja annað en að nafnið sé æði kuldalegt. — Hvemig hefur þú svo sœtt þig við dvölina liér? — Vel eins og þú sérð. Ég liefi verið hér í fjögur ár og nú er ég fluttur til Reykjavik- ur og farin að vinna hjá is- lenzku fyrirtœki. — Þú gerir sem sé eitthvað meira en að syngja 1 Stork- klúbbnum? — Já, ég starfa sem ráðu- nautur hjá klœðaverzluninni Última. Kann prýðilega við mig og voimst til að fá að vera sem lengst þó núverandi at- vinnuleyfi mitt gildi ekki netna í nokkrar vikur í viðbót. — Við hvað starfarðu hjá Últíma ? — Ráðunautur eins og ég sagði. Teikna ný snið og geri txllögur um útlit og gerð fata og annað þar að lútandi. — Hvað er nú efst á baugi í kdrlmannafatnaði? —- Italska sniðið er alls ráð- 2 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.