Heimilispósturinn - 12.12.1960, Qupperneq 12

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Qupperneq 12
ekki tókst, flaug hann á hann. Þeir tókust rösklega á í eina eða tvær mínútur, duttu síðan á gólfið og héldu fangbrögðum sinum áfram þar. — Ég skal sýna þér hver er jólasveinn hér ? stundi pabbi. — Ætlaðirðu að ræna mig vinnunni, ha? — Hættið þessu! hvæsti yfirkennarinn. — Ég er Gregor kennari. Ég ætlaði aðeins að hjálpa yður út úr vandræðunum! — Jæja, svo þú ert herra Gregor, ha? Þá er ég erkiengillinn Gabríel. Ósvifni náungi, hvernig dirfist þú að misnota nafn yfirkennarans, þitt. .. Ég færði mig nær þeim til að athuga hvað ég gæti gert. Allt í einu ultu þeir yfir mig svo ég féll og lenti með andlitið alveg upp við eyra pabba. — Hættu, pabbi, sagði ég. — Þetta er Gregor yfir- kennari. Ég fékk hann til að vera staðgengill fyrir þig af þvi að þú sofnaðir. Nú eyðileggurðu alltsam- an . . . Þetta hreif og hann sleppti tökunum og færði sig frá. — Drottinn minn dýri! hvíslaði hann. — Herra Gregor — og hann hef ég lagt hendur á! Jólasveinarnir tveir settust á gólfið. Pabbi hall- aði sér upp að rauða pokanum meðan Gregor reyndi að blása mæðinni við hliðina á þeim bláa. Allir höfðu staðið upp og störðu á aðferðirnar grafkyrrir. Deild- arstjórarnir stóðu uppi á pallinum lamaðir af skelf- ingu og biðu bara eftir að allt færi í bál og brand. Frú Calip smellti gleraugunum saman og bjó sig und- ir að stíga niður af pallinum. Ég hafði ekki hugmynd um hvað til bragðs skyldi taka. Þarna stóð ég uppi með tvo reiða jólasveina, sem áreiðanlega myndu kenna mér um hvernig komið var og gefa mér duglega ráðningu í jólagjöf. En þegar ljóst var að enginn var fær um að bjarga ástandinu við, kom forsjónin óvænt til hjálpar. Lítill drengur rétti Gregor blöðru, sem fest var í mjóa stöng. — Mér lízt bezt á þig, sagði hann. — Þú ert minn jólasveinn . . . Yfirkennarinn hallaði sér fram og sló pabba I höf- uðið með blöðrunni. Svo lyfti hann ljósbláa sekknum upp i loftið. — Hérna er gjöf handa drengjunum, hrópaði hann. — Hún er frá mér! Ég er jólasveinn drengjanna. Þessi þarna er jólasveinn stúlkr.anna. Og svo sló hann pabba aftur með blöðrunni. Litli drengurinn brosti hrifinn. — Þessar heimsku stelpur! hrópaði hann. Lítil stúlka hljóp til pabba og gaf honum blöðru og sleikipinna. Pabbi var strax með á nótunum, þreif rauða sekkinn og hófst handa. — Hverjir halda með mér? kallaði hann. — Ég held með stúlkunum! Stúlknaraddirnar sameinuðust í gleðiópi og Gregor ygldi sig framan í þær. Salurinn glumdi af hlátri, klappi og hrópum, stúlkurnar hvöttu pabba og dreng- irnir herra Gregor. Jólasveinarnir brunuðu hvor á annan eins og hnefaleikarar, en snarsnerust svo eins og hirðfífl með sekkina á lofti og gerðu alls konar listir eftir því sem þeim datt í hug. Loks voru þeir alveg uppgefnir og féllust í faðma. — Og nú, sagði Gregor og lyfti upp hendinni, —- nú vil ég gjaman að allir drengimir sýni stúlkunum og gamla jólasveininum sínum hvemig þeir geta sungið. Og nú tökum við „Gekk ég yfir sjó og land“, og frú Calip dæmir. Húrrahrópin dundu, gluggarnir nötruðu við söng- inn og í millitíðinni var lokið við að útbýta gjöf- unum. Hlátur og lófaklapp glumdu mót' frú Calip, sem stanzað hafði í tröppunum upp á pallinn, og breitt bros færðist yfir andlit hennar. Hún settist aftur á stólinn og deildarstjórarnir gengu gæsagang á eftir henni, og hún skemmti sér nú reglulega vel. Hún sló taktinn með regnhlífinni, hló hátt og skemmti sér innilega. Og nú gekk allt eins og í sögu. Drengirnir og stúlk- urnar toguðust á hver á bak við sinn jólasvein. Þau gengu slöngugang og héldu blöðrubardaga þangað til tími var kominn til að hætta. Jólasveinarnir tveir hlömmuðu sér aðframkomnir niður í stól, másandi og blásandi og eldrauðir í fram- an af áreynslunni. — Drottinn minn, stundi pabbi, — það hefur full- komlega runnið af mér við að svitna svona! Frú Calip gekk nú I áttina til þeirra ásamt yfir- verzlunarstjóranum. — Þið voruð aldeilis ágætir, herrar mínir, sagði hún. — Alveg fyrirtaks hátíð! miklu skemmtilegra en í fyrra. Þið leystuð þetta ágæta vel af hendi og hljótið að vera dáuðþreyttir. Þetta var annai-s alveg ný hugmynd að hafa tvo jólasveina, herra Blenkinsop. Hver fann upp á þvi? Forstjórinn vissi ekki almennilega hvað hann átti að segja. — Ég veit eiginlega ekki hver átti upptökin . . • Það var þá sem pabbi fann út að hann var nógu vel innrættur. Hann benti á Gudgeon, sem stóð vesæld- arlega upp við vegginn og skrapaði þeyttan rjóma af buxunum sínum. — Það var samkvæmt hugmynd deild- arstjórans, sagði hann. — Herra Gudgeon á heiðurinn af þessu! — Framúrskarandi, herra Gudgeon, sagði frú Calip. — Það var virkilega hugulsamt að leggja þetta á yður fyrir veslings börnin þegar svona mikið er að gera. Við verðum að muna eftir þessari ágætu frammistöðu herra Gudgeons, herra Blenkinsop, þegar við athug- um stöðuhækkanimar eftir nýárið. Gregor yfirkennari hnippti í mig. — Fljótur, dreng- ur minn, hvíslaði hann. — Sýndu mér leiðina út bak- dyramegin. Meðan allra athygli beindist að Gudgeon, fylgdi ég Gregor yfirkennara niður í klefa Duffys. Þar af- klæddist hann skartinu og fór i sín eigin föt. — Þakka yður fyrir, herra Gregor, sagði ég. — Við höfum engan tima til þess núna. Ég verð að koma mér héðan út áður en einhver finnur út hvað ég hef gert af mér. Þú verður að segja pabba þínum og Duffy, að ef þeir segi svo mikið sem eitt einasta orð um þetta við nokkurn mann, þá skuli ég sjá um að þeir verði sendir í skóla! Þegar ég kom upp í salinn á ný, stóðu pabbi og Gudgeon og héldust í hendur. — Herra Blenkinsop krefst þess að þér fáið fimm hundruð krónur í auka- þóknun, sagði Gudgeon. — Það er fallega gert af honum, svaraði pabbi. Og svo ákvað hann að reyna lukku sína ennþá betur: — Aðstoðarmaður minn þyrfti eiginlega líka að fá eitt- hvað fyrir ómakið. En hann þarf ekki fimm hundruð krónur. — Aðstoðarmaður yðar? Já, auðvitað. Eigum við að segja tvö hundruð og fimmtíu? Pabbi taldi sig með þessu hafa bætt tvö hundruð og fimmtíu krónum i sinn sjóð, en ég fékk hann til að fara til Gregors yfirkennara og afhenda honum pen- ingana. Yfirkennarinn lét hann hafa hundrað tuttugu og fimm til baka og sagðist mundu leggja afganginn í kirkjubaukinn. Við höfum sannarlega slegið í gegn í Stórverzlun- inni. Ef þið skylduð einhvern tíma eiga leið um Old Kentgötu um jólaleytið, þá munuð þið komast að raun um að í verzluninni hafa þeir alltaf tvo jóla- sveina á hverju ári — einn handa stúlkunum og einn handa drengjunum. Og það er enginn, sem eiginlega veit hvers vegna — mér dettur ekki í hug að segja orð! HEIMILISPÓSTURINN 12

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.