Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 17

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 17
 Slun hann unna henni mikið? Til þess að ganga úr skugga um þetta, þarf ekki annað en faka spil unnustans (gosann sem táknar hann) og stinga því inn í stokkinn. Þar nasst á að stokka spilin. Að því búnu er spilunum flett upp hverju á eftir öðru og þulin þessi góðkunna spáþula, hvað eftir annað: Elskar hann mig af öllu hjarta, yfir máta, ofur heitt, harla lítið og ekki neitt“. — Það svar, er fellur á gos- ann, sýnir tilfinningar manns- ins. Hvar mun hann biðja hennar ? Hvar mun hann biðja henn- ar? Gerir hann það á dansleik, eða á skemmtigöngu, eða inn- an fjögra veggja heimilisins eða ef til vill skrifar hann henni reglulegt bónorðsbréf ? Fyrir þetta má komast með því, að hafa sömu aðferð og í síðasta þætti, nema hvað maður hefur aðra þulu, og er hún 'á þessa leið: Dansleik, bréfi, úti, inni. Og er hann þá látinn sjálfur gefa hið rétta svar. Því komi gosinn þegar sagt er til dæmis „bréfi“, er auðsætt að hann muni skrifa henni bónorðsbréf. Hvernig fer brúðkaupið fram? Þá má geta nærri, að ung- frúin vill fegin fá að vita, hvernig hún ferðast til kirkj- unnar, þegar hún gengur í heilagt hjónaband. Þetta get- ur véfréttin auðveldlega sagt henni, þótt það sé á engra manna færi að segja það fyr- ir hjálparlaust. Aðferðin er hin sama og fyrr, nema hvað nú eru eftirfarandi orð notuð: Vagn, fákur, bifreið, börur. Og i þetta sinn er það auðvitað hjartadrottningin, er gefur hið ákveðna svar. Hvar munu nýgiftu hjónin eiga heima? Þá er nú ekki annað eftir að vita, en hvar nýgþftu hjón- in muni eiga heima. Munu þau eiga við auð og allsnægtir að búa og hafa reisuleg húsa- kynni, eða munu þau hafa flest af skomum skammti og eiga heima í einhverju hreysi? Véfréttin getur skýrt frá þessu eins og öllu öðru. Er og sama aðferðin og höfð hefur verið hér á undan, nema nú eru eftirfarandi orð notuð, er segja meira en nokkur önnur um ævikjör hinna imgu hjóna, er leggja nú út á hjónabands- brautina: Höll, hús, hreysi. En hér er það h a n n, er verður fyrir svörum, það er að segja gosinn, er táknar nú hinn tilvonandi eiginmann. Meira en þetta getur véfrétt- in ekki skýrt frá. En hefur hún ekki skýrt í raun og veru frá meira en ung stúlka æskir að vita? Er nú ekki allt sagt er segja þarf? Höldum gleði hátt á loft Það hleypir aldeilis fjöri í jólaskemmtanirnar, þegar full- orðna fólkið verður aftur eins og krakkar og fer að leika sér. Hérna koma nokkrar skemmti- legar hugmyndir til að skemmta gestum sínum með. Mundu eftir þvi, að hafa allt, sem við þarf tilbúið fyrir- fram, og skemmtið ykkur nú reglulega vel. Hopp-bolti. Þessi skemmtilegi leikur eða keppni gengur þannig fyr- ir sig, að par (maður og kona) leiðast og hoppa með bolta milli hnjánna, til dæmis frá dyrum út að glugga. Þau verða að komast alla Ieið án þess að missa boltann og hoppa jafnfætis. Ekki mega þau neld- ur missa jafnvægið. Gott er að hafa klukku við hendina cg taka tímann, og veita ve’ -'- ■ launin fljótasta parinu. Þessi Ieikur lítur út f að vera auðveldur, en þaö er hætt við þvi að mar*mr fari flatt á honum, ekki sízt, þeg- ar farið er að flýta sér, svo og þegar taugarnar fara að bila undir hvatningarhrópum áhorfenda. Konurnar verða auðvitað að lyfta kjólnum ör- lítið, til að hægt sé að ganga úr skugga um, að boltinn sé á sínum stað. „Áhorfendur" eru hvattir til að sýna áhuga með hvatning- arhrópum, en hláturinn, sem ósjálfrátt lilýtur að skapast, virkar naumast bætandi á „hoppið"! Ef tveim pörum eða fleiri tekst að komast alla ieið, verða þau að þreyta kapp að nýju, þangað til aðeins eitt par, sigurvegaramir, era eftir. Blindni-át. Þessi leikur er líka para- keppni. Karli og konu er kom- ið fyrir á tveim stólum and- spænis hvort öðru, bundið fyr- ir augun á þeim og þeim feng- in kókosbolla livoru fyrir sig, og eiga þau síðan að gefa hinu kókosbolluna að borða. Stjórn- andinn gefur merki um að byrja, og þá á herrann að byrja að „gefa“ dömu sinni Etið í blindni. kókosbolluna að borða, jafn- framt því, sem hún „gefur“ lionum sína bollu. Það er óhætt að ábyrgjast, að þetta gengur ekki erfið- leikalaust, þar sem það er enginn hægðarleikur að finna munninn á mótaðiljanum, troða bollunni upp í hann og háma samtimis aðra bollu í sig. Af þessu skapast allskonar hlát- ursefni, sem gerir þátttakend- imum enn erfiðara fyrir að ein- beita sér að keppninni. Það er þegar bezt að ráð- þátttakendum keppn- innar að athuga fatnað sinn fyrirfram, karlmennirnir fari úr jökkunum og fái stóra servíettu eða jafnvel hand- klæði um hálsinn, og stúlk- urnar verji kjólinn sinn með svuntu eða einhverju slíku. Þessi leikur er reglulega skeinmtilegur. Það er ekki gott að lýsa honum, hann verður að sjá. Það parið, sem lýkur við kókosbollurnar á skemmst- um tíma, fær vcrðlaunin. Og verðlaunin ? Hvernig væri að Iiafa þau tvo stóra, innpakk- aða pappakassa, — með kókos- bollu í hvorum? Að finna orðið. Einn af þátttakendunum er látinn fara út úr herberginu, og á meðan koma þeir sem eft- ir eru sér saman um eitthvert orð, sem hann síðan á að finna. Fólkið skipar sér í jafn marga flokka og atkvæðin í orðinu eru rnörg, t. d. orðið „Blíð- viðrisdagur"; þá segir einn flokkuriiin „blíð“, annar „viðr“ þriðji „is“, fjórði „dag“ og fimmti fiokkurinn „ur“. Þegar menn hafa komið sér saman um þetta orð, er sá kall- aður inn, sem út fór. Segja siðan allir sem fyrir eru; „1 — 2 — 3“ og hrópar síðan hver sitt atkvæði; og á liann síðan að geta fundið hvaða orð er átt við. En hann getur krafizt þess að það sé endurtekið allt að tíu sinnum. — Ef hann getur ekki getið rétt, verður hann að af- lienda pant. Haiidverksleikur. Þátttakendur velja hver sitt hanilverk og skipa sér í hring. Einn er inni í hringnum og gengur milli handverksmann- anna og falast eftir smíðis- gripum. Handverksmennirnir mega ahlrei nota orðin „já, nei, svart, hvítt“. Vanili spyrjand- ans liggur í því, að fá þá til að segja eitthvert af þessum orðum. Verður sá að afhenda pant, sem út af bregður. En verði spyrjandanum það á, að falast eftir gripum, sem ekki lieyra til handverki þess, sem spurður er, verður hann að af- henda pant. Svipbrigða-leikur. Sérhverjum er fenginn papp- írsmiði til að skrifa á heiti eða iiafn á einhverri geðs- hræringu eða ástríðu, t.d. gleði, sorg, ást, hræðslu, frekju, liatri, fyrirlitningu, undrun, ánægju, forvitni, Iöngim, rósemi, reiði o. s. frv.; gefa all.r upp hvað þeir skrifi, svo að sama orðið komi eliki oftar en einu sinni. Þegar þessu er iokið, er mið- iinum safnað saman og ruglað vel. Síðan er útnefnc’ur c’Cnt- ari. Lætur hann menn draga einn miða í einu. Sá sem drog- ur, les miðaiin án þess aðrir sjái livað á honum stendur, og á hann svo með látbragði sínu og lelkarahæfileikum að sýna livað á miðanum stendur. Ef enginn af viðstöddum getur af því séð, hvaða orð er átt við, verður sá er miðann ilró að gefa pant. Síðan er sá næsti látinn draga, dómarinn verð- ur að ákveða, hve langan tíma fólkið má hafa til að geta. Allir í hring. Fólkið situr í kringum borð. A mitt borðið er dreginn upp stór hringur með krít, og annar minni íyrir framan hvern mann. Formann verð- ur að kjósa, og fyrirskipar hann öllum að setja hægri- handarfingur í hringina á víxl. Þannig t. d.: „Allir í stóra hringinn“. „Allir í eig- in hring“. „1 hring hægri sessunauts“ o. s. frv. Allt verður að gerast mjög fljótt, og sá sem setur fing- urinn í annan liring en fyrir- skipað er eða verður of seinn, verður að afhenda pant. S! o •O 1 a & o E

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.