Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 23

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 23
Gleðileg jóli r Gleðileg jól! 3Karpa h.f TYlálmng h.f Gleðileg jóli r TTlarhaáunnn (Kíbýladeild díafnarsiræti 5 \JefnaÁarvörudcttd cKafnarstrœti dizl uhús aCaugaveg 8g í eldinum og fínlegt hljóðið í saumnálinni er hún nam við dúkinn. — Höfðuð þér þá séð ofsjónir? spurði ég eftir nokkra stund. Hershöfðinginn sneri sér við og leit á mig, en sagði ekki neitt. — Það hélt ég lengi vel, svaraði lávarður- inn. — Ég leitaði árangurslaust upplýsinga hjá lögreglunni og nágrönnunum. Það hafði eng- inn glæpur verið framinn á stígnum þessa nótt, og það hafði ekki heldur orðið slys. Ég varð að játa fyrir sjálfum mér að ég hafi orðið fyrir einhvers konar augnabliks geggjun þetta kvöld, en svo einn góðan veðurdag fékk ég bréf frá einum vina minna, sem er fomleifafræðingur. Kæri Tullock lávarður, skrifaði hann. Þar sem ég var við rannsóknir mínar á British Museum í morgun, rakst ég á merkilegar upp- lýsingar, sem auðsjáanlega standa í sambandi við hina merkilegu sögu, sem þér sögðuð mér síðast þegar ég átti þeirri ánægju að fagna að vera gestur yðar. Þegar ég var að lesa í göml- um blöðum úr greifadæmi yðar vegna athugana minna, las ég, að kaþólskur aðalsmaður, Sir John Lacy, sem hinn 20. desember 1820 var á leið til miðnæturmessu, hafi verið myrtur af stigamönnum. Morðingjarnir lágu í leyni bak við hornið, sem limgirðingin þá myndaði. Þar földu þeir einnig líkið eftir að hafa rænt það. Eftir þennan atburð voru homin tekin af, og síðan hefur girðingin verið alveg bein. — Ég vildi óska að þér hefðuð séð hve glað- ur Edward varð þegar hann las þetta, sagði lafði Tullock. — Já, það er hægt að gera sér í hugarlund, sagði hershöfðingjafrúin. — En.. . trúið þér því virkilega að hinn dauði hafi komið þama aftur á staðinn hundr- að árum eftir að hann var myrtur? spurði ég. — Trúið þér því ekki? spurði lávarðurinn áhyggjufullur á svipinn. Hershöfðinginn og kona hans horfðu á mig með svo miklum vanþóknunarsvip, að ég kaus þann kostinn að þegja. Ég hugsaði með mér, að hjá þessum auðtrúa sálum nytu sögumar um talandi dýr og afturgöngumáltíðir senni- lega líka tiltrúar. Ég stóð upp og bað um leyfi til að mega ganga til hvílu. 1 herbergi mínu logaði glaður eldur á ami. Loftið var mettað furuangan af brenninu, og ég hafði á tilfinningunni hvemig snjórinn lá úti fyrir, hvítur og mjúkur. Þegar ég hafði slökkt Ijósið, dansaði flöktandi birtan frá am- inum um herbergið. Það var svo heitt, að ég gat ekki sofið. Ég hugsaði um þessar merkilegu sögur, sem ég hafði heyrt. Brátt heyrðist gauksklukka slá í herberginu við hliðina. Klukkan var tólf. — Það var miðnætti — en ég fann ekki til neinnar ónotakenndar. Ég var þreyttur og dálítið tauga- slappur, en um leið fannst mér svefnleysistil- finningin verka þægilega á mig. Það var sem ég skynjaði nærveru einhverrar dularfullrar, ólíkamlegrar veru, sem bar með sér andrúms- loft viðkvæmni og blíðu. Ég heyrði reglulega í gauksklukkunni unz byrjaði að morgna og ég loksins sofnaði. Ég kom dálítið of seint í morgunmatinn. Frú Bramble, sem þegar var setzt við morgunverð- arborðið spurði mig hvemig ég hefði sofið um nóttina. — Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég ekki sofið mikið. En mér þótti það síður en svo óþægilegt, að gauksklukkan hélt mér fé- lagsskap. HEIMILISPDBTURINN — Gauksklukkan, hrópaði hershöfðinginn, sem líka var nú kominn inn. — Heyrðuð þér í gauksklukku? Heyrðirðu hvað hann sagði, Edith? hélt hann áfram á- kafur og sneri sér að konu sinni hratt og ó- sjálfrátt. Ég furðaði mig á raddblæ hans. Þetta var lengsta setning, sem ég hafði nokkm sinni heyrt hann segja. Svo tók ég eftir, að frú Bramble horfði á mig með spenntum geðshrær- ingarsvip. Augu hennar voru full af tárum. — Ég verð að útskýra þetta fyrir yður, sagði hún. — ... í herberginu við hliðina á yðar her- bergi er í rauninni gauksklukka. Dóttir mín fékk þessa klukku að gjöf þegar hún var lítij. Henni þótti afar vænt um hana og dró hana upp á hverju kvöldi. Síðan hún dó hefur enginn snert við klukkunni, og enginn mun fá að snerta við henni. Þess vegna héldum við að hún væri þögnuð að eilífu, en í gærkvöldi, kæri vin, í gærkvöldi var jólakvöld . . 23

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.