Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 11
verzlunarinnar eftir því hvernig þeim tókst að fram-
kvæma hátíð hennar fyrir munaðarlaus börn. Það var
aldrei hægt að vita hvernig hún tæki við sér — hvort
það mundi enda með stöðuhækkun og aukagreiðslu
eða uppsögn.
Hátíðin var haldin á efstu hæð verzlunarhússins og
um tvö hundruð börnum úr sex nærliggjandi barna-
heimilum var boðið. Þeim var séð fyrir veitingum og
skemmtan, og loks kom jólasveinn verzlunarinnar i
heimsókn og útbýtti gjöfum. Veitingarnar og gjafirn-
ar voru ágætar, en skemmtiatriðin voru yfirleitt ekki
beisin.
Prú Calip var mjög trúuð kona og var mikið fyrir
sálmasöng. Þess vegna voru skemmtiatriðin fólgin í
því að barítón og sópran voru fengin til að syngja
sálma fyrir börnin. Þar á eftir sungu börnin frá hverju
heimili sinn jólasálm, sem þau höfðu æft sig á — í
þakklætisskyni fyrir gjafmildi þessarar gömlu konu.
Þegar barnaheimilin öll sex höfðu lokið við sálminn,
var kominn tími til að jólasveinninn sýndi sig.
Enginn vogaði að breyta út af þessari venju af ótta
við að ergja gömlu konuna, og afleiðingin varð sú, að
börnunum fannst þau vera að færa fórn frekar en
taka þátt í jólaskemmtun. En þau gerðu veitingunum
góð skil og sátu þögul og alvarleg með pappírshúfur
á höfðinu.
Eg gerði mér þess ljósa grein þegar ég kom i Kátu
Kanínuna þennan dag um hádegisbilið, að allt starfs-
lið Stórverzlunarinnar mundi verða sett á götuna, ef
pabbi kæmi fyrir augu frú Calip á þessari hátíð.
1 fullum skrúða — jólasveinahúfu, í rauðum frakka
og skinnbryddum stígvélum — dansaði hann eftir göt-
unni ásamt Fiddler Murphy. Báiðir voru þeir undir
geysilegum áhrifum af veitingum bjórstofunnar, og
ég þóttist vita, að annaðhvort strákarnir eða Gudgeon
höfðu hrakið pabba út fyrir öll sæmileg takmörk.
Klukkan hálf tvö — hálfum klukkutíma fyrir há-
degisverðarhléið — hafði hann komið inn í Kátu Kan-
inuna, í regnkápu yifr skrúðanum, náfölur í framan
og fullur örvæntingar, til að fá sér eitthvað styrkjandi.
Fiddler og nokkrir fleiri höfðu verið þar fyrir. Fiddler
hafði unnið þrjúhundruð krónur á veðreiðum daginn
áður og vildi nú drekka skál hestsins.
Hvaða hörmun er að sjá þig, maður! sagði Fiddl-
er.
— Bjór, sagði pabbi. Gefið mér einn bjór!
Með tilliti til útlits hans gáfu þeir honum extra-
sterkan bjór og tvo óblandaða snapsa til viðbótar.
Hann svelgdi þetta skjálfandi í sig.
— Nú verður þessu að vera lokið, Fiddler. Nú hafa
þeir gengið of langt. Ég vil heldur vera settur í raf-
magnsstólinn en sitja í jólasveinasætinu og láta þessa
illskufullu orma hafa mig að háði og spotti. Ég er
búinn að halda þetta út í tíu daga, Fiddler, en nú er
mælirinn fullur!
Hann fékk sér aðra umferð af bjór og snaps til að
brotna ekki undan endurminningunni um meðferðina.
— Ég sat ósköp rólegur þarna í sætinu, og fyrir
framan mig stóð röð af smástúlkum ásamt einum
dreng sjö til átta ára, með stór blá augu og engla-
bros, en með óvinarins svarta hjarta í brjósti. Hann
sleppti hönd móður sinnar og klifraði upp á pallinn
til min.
— Jasja, litli vinur, sagði ég milt og vingjarnlega,
- hvað langar þig til að fá í jólagjöf? Hann bærði
varirnar, en ég gat ekki heyrt hvað hann sagði, svo
ég beygði mig niður til hans. — Komdu hingað, Ijúfur-
inn, sagði ég, — hvíslaðu því I eyrað á mér. Ég hall-
aði höfðinu niður að honum, og hvað heldurðu að þessi
litli engill hafi gert? Hann sprautaði ríflegri gusu úr
vatnsbyssu beint inn í eyrað á mér!
Pabbi fékk sér langan teyg í huggunarskyni og
þurrkaði sér einu sinni enn um eyrað, sem orðið hafði
fyrir árásinni.
— Já, Fiddler, hvorki m°ira né minna — vatnsgusu
beint inn í eyrað á mér. Svo brosti hann undurblítt til
mín og fór aftur til mömmu sinnar. — Og hvað baðstu
nú jólasveininn um? spurði hún. — Ekkert! svaraði
hann og sýndi litlu úlfatennurnar. — Ég skaut bara í
eyrað á honum!
— Ég sat sem lamaður andartak, Fiddler, og strák-
ormurinn og móðir hans voru komin hálfa leið upp
tröppurnar áður en ég áttnði mig. Ég varð að ryðja
mér leið í gúmmístígvélum'm gegnum þvögu af kon-
um og börnum, svo það g kk ekki sem skjótast. Fólk
byrjaði að lirópa og æpa, og Gudgeon þreif í mig, en
um leið hurfu hrekkjapúkinn litli og móðir hans inn í
lyftuna. Ef ég hefði náð í hann hefði ég lúskrað hann
til í plokkfisk. Nú varð ég að láta mér nægja að ýta
Gudgeon ofan í lukkupottinn og koma mér út.
— Taktu þessu rólega, félagi, sagði Fiddler. — Nú
HEIMILISPDSTURINN
er það liðið hjá.
— Nei, það er það ekki, Fiddler. Þú veist hvernig
fiskisagan flýgur. Á eftir verður gert allsherjar áhlaup
á mig. Ég veit það alveg með vissu, Fiddler, og ég fer
ekki framar upp í þetta jólasveinssæti!
Það var greinilegt að hann var búinn að missa
kjarkinn, og þessvegna keyptu þeir eina umferð enn
handa honum til að hreinskola heila hans af endur-
minningunum, og hann keypti sjálfur eina umferð
— og svo kom Duffy og bauð — og þannig héldu
þeir áfram þangað til þeir urðu allir máttlausir í
hnjánum, og ég kom og sá þá dansa eftir vísustúf,
sem Duffy kvað laglausri söngrödd.
Klukkan var orðin hálf tvö og jólasveinninn átti að
koma fram klukkan þrjú á munaðarleysingjaskemmt-
uninni. Ég varð að flýta mér ef ég átti að bjarga
því sem bjargað varð eftir þessa hræðilegu óheppni.
Pabbi og Fidler dönsuðu nú innilega saman og ég
greip í frakkalafið á pabba til að fá hann heim.
— Komdu nú heim, pabbi og fáðu þér eitthvað að
borða, sagði ég.
Með geislandi bros á andlitunum sneru þeir sé snögg-
lega við svo ég hentist hinumegin á götuna. öll börn-
in úr nágrenninu höfðu safnazt saman til að horfa
á jólasveininn dansa á götunni, og þau hlógu að mér.
— Sæktu heldur hreindýrið hans, stráksi, þá get-
urðu dregið hann í burtu!
Fylliraftarnir tveir tóku hláturinn sem viðurkenn-
ingu fyrir dansinn, svo þeir hömuðust enn meir eins
og tveir sirkusbirnir. Ég reyndi aftur að stöðva þá, en
þeir lyftu mér bara upp og snarsnerust með mig. Þá
kom til allrar hamingju lögregluþjónn á vettvang.
Hópurinn hvarf og mér tókst að snúa pabba heim-
leiðis.
Ég hef vafalaust oft gert mig að meira athlægi
opinberlega síðan, en ég hef aldrei fundið jafnsárt
fyrir því eins og þennan vetrareftirmiðdag, þegar ég
dró pabba svona yfir sig kátan eftir þröngum götun-
um, sem voru fullar af hrópandi börnum og konum
með skýluklúta.
Loksins komumst við heim og mér tókst að hjálpa
honum upp tröppurnar og inn I svefnherbergið. Jafn-
skjótt og við vorum komnir innfyrir náði vökvinn,
sem hann hafði innbyrt, algjörum tökum á honum, svo
hann snerist í hálfhring og datt endilangur þversum
yfir rúmið mitt. Hann steinsofnaði um leið og ég varð
að toga skeggið út úr munninum á honum svo hann
kafnaði ekki í því. Ég hellti vatni yfir höfuðið á hon-
um, danglaði í kinnarnar á honum og lyfti handleggj-
um hans upp og niður, en eklcert stoðaði. Hann hafði
hreinlega lognazt út af eins og kertaljós, og var viss
með að verða meðvitundarlaus næstu tvo til þrjá
tímana.
Ég settist við hlið hans og hugsaði málið. Klukkan
var nú yfir tvö, og það var útilokað að pabbi jafnaði
sig fyrir barnaskemmtunina. Deildarstjórinn mundi
verða ofsareiður og ég var sannfærður um að hann
mundi ekki láta okkur fá einn einasta eyri. Talsverður
hluti af fyrstu vikulaununum hafði farið í styrkingu
á Kátu Kanínunni, og okkur hafði ekkert miðað í átt-
ina. Ódýru pylsurnar biðu okkar þolinmóðar á jóla-
kvöldið . . .
En svo fann ég út hvernig við ef til vill gætum
bjargað deginum þrátt fyrir allt. Ég gat sent stað-
gengil! Ef bara jólasveinninn sýndi sig við hátíðina og
gerði sitt verk, þá höfðum við staðið við það nauðsyn-
lega — og ef hann var af svipaðri stærð og ummáli
eins og pabbi, voru góðir mögTileikar á að enginn tæki
eftir neinu. En hvern átti ég að fá til þess? Bæði
Duffy og Fiddler voru í sama ásigkomulagi og pabbi,
og hvern annan gat ég fengið?
Ég varð að finna einhvern, sem væri fús að taka
að sér verkið, en til að byrja með varð ég að ná pabba
úr búningnum. Ég togaði og hamaðist á stóru stíg-
vélunum, en þau hrærðust ekki. Frakkinn var gyrtur í
mittið með breiðu leðurbelti, og það sat fast eins og
tunnugjörð. Jólasveinninn svaf fast þrátt fyrir allan
hamaganginn í mér, og mér varð brátt ljóst að úti-
lokað var að ná af honum skrúðanum án hans að-
stoðar, — í vakandi ástandi. Það táknaði, að auk
þess að ná í staðgengil varð ég líka að finna jóla-
sveinsbúning — og þá datt mér skólinn í hug.
1 frítímum höfðum við leyfi til að leika okkur á leik-
sviði skólans, og ég vissi hvernig ég gat komizt inn
í skólann gegnum lítinn glugga. Búningarnir voru
geymdir í tveimur stórum skápum í ganginum, sem
tengdi skólann og skólastjórabústaðinn. Ég var fljótur
að finna jólasveinsbúninginn. Ég var einmitt að brjóta
hann saman þegar Gregor yfirkennari kom inn.
Hann brunaði til mín af ótrúlegum hraða, því
maðurinn var ekki beint grannur vexti, og greip í
öxlina á mér, en hann lék líka miðframherja hér áð-
ur fyrr.
— Ekki nema það þó, jólasveinsbúninginn! Heyrðu,
strákur, viltu útskýra hvað þú hefur í huga? sagði
hann.
— Ég —- ég ætlaði ekki að stela honum, kennari.
Ég ætlaði bara að fá hann lánaðan.
— Jahá, einmitt það. Og til hvers á að nota hann?
Ég braut heilann eins og ég ætti lífið að leysa, en
hann var alveg galtómur, og úr því ég gat ekki fundið
upp á neinu, neyddist ég til að segja sannleikann.
Þegar ég hafði sagt honum allt af létta, hristi hann
höfuðið.
— Tja, það var nú verra, drengur minn, sagði hann.
— Hann pabbi þinn hagar sér ekki eins og heiðvirð-
um manni sæmir, en ég skal fara með þér og sjá
hvað hægt er að gera.
Gregor yfirkennari var jafnhár og þrekinn og pabbi,
en hvernig sem hann reyndi tókst honum ekki að
vekja pabba til lífsins.
—- Já, það er sterkt saman, bjór og snaps, sagði
hann. — Við heyrum víst áreiðanlega ekki neitt i
þessum herramanni fyrstu tímana. Hann leit á úrið
sitt. Vantar kortér í þrjú. Nei, það verður að koma
staðgengill. En hvern hafðirðu hugsað þér? í
— Ekki neinn ennþá, kennari. Það þarf að vera
maður svipaður á vöxt og hann . . . Og um leið fékk
ég stórkostlega og vitfirringslega hugmynd. — Ein-
hvern, sem lítur út eins og þér!
Gregor yfirkennari gaf frá sér uppgjafarandvarp.
— Það er vist ekki til sú eldraun, sem himinninn ekki
sendir yfir mig — að eiga að vera staðgengill drukk-
ins jólasveins!
Duffy stóð við aðalinnganginn að verzluninni og
reyndi að sofa uppistandandi. Við útskýrðum málið
fyrir honum og hann fylgdi yfirkennaranum inn í klefa
sinn, svo hann gæti skipt um föt.
Við komumst á skemmtunina klukkan tuttugu min-
útur yfir þrjú, og sálmasöngurinn var í fullum gangi.
Frú Calip sat á pallinum og sló taktinn með stangar-
gleraugum. Við ónákvæma athugun var ekki hægt að
sjá að Gregor væri ekki pabbi, og Gudgeon kom þjót-
andi til hans.
— Þér komið of seint, sagði hann. —. Bíðið bara,
þér skulið fá að heyra meira um það tjón, sem þér
hafið valdið! En það er ekki tími til þess núna.
Gjafapokarnir standa þarna. Þegar ég gef merki,
byrjið þér að útbýta gjöfunum við yzta borðið.
Tuttugu mínútum síðar voru börnin búin að syngja,
og Gregor yfirkennari hófst handa. Hann gekk borð
frá borði og útbýtti gjöfum, Ijósbláum pökkum til
drengjanna og ljósrauðum til stúlknanna, klappaði þeim
á kollinn og masaði og kom alveg stórkostlega vel og
virðulega fram. Glöð, en full virðingar, tóku börnin
við gjöfunum og höguðu sér svo vel sem þeim hafði
verið uppálagt í nærveru frú Calip. Hún sat í stól
sínum með heljarmikinn hatt á höfði og hneigði höf-
uðið eftir vissu hljómfalli eins og til viðurkenningar
því, sem hún sá. Stjórn verzlunarinnar gat nú gert sér
svolítið hægar, því brátt var séð fyrir endann á há-
tíðinni.
En það var of snemmt. Ég hafði vanm'etið ástand
pabba. Þegar Gregor yfirkennari var hálfnaður með
borðin, birtist pabbi í dyrunum klæddur jólasveins-
búningi og með brúna bjórbletti í skegginu.
Bíðið! hrópaði hann. -— Stanzið! Lokið öllum dyr-
um! Þessi náungi er ekki jólasveinninn! Hann er svik-
ari! Það er ég sem er sá rétti. Ég er jólasveinninn og
hef pappír upp á það! Hann stikaði fram milli raða
starandi munaðarleysingja og hélt vinnunúmeri sínu
frá verzluninni á loft til sannindamerkis. Gudgeon
gekk i veg fyrir hann til að hindra hann í að komast
lengra, en fékk högg fyrir bringspalirnar svo hann valt
um koll yfir borð hlaðið tertum. Frú Calip hallaði sér
fram og rýndi gegnum gleraugun.
Svikari! Ósvífni þorpari! öskraði pabbi. — Það
er ég, sem á að útbýta gjöfum hér! Hann reyndi að
þrífa gjafapokann af staðgengli sínum. Þegar það
11