Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 7
LJR INNLÉNDU MÚSÍKLÍFI
Esther Garðars, hin nýja
dœgnrlagasöngkona KK sex-
tettsins, hætti skyndilega
meS hljómsveitinni fyrir
nokkrum dögum, ástæða ó-
kunn ... Guðmundur Steins-
son trommuleikari er hættur
í hljómsveit Karls Lilliendahl
í Lídó. Hann fór til Noregs
þar sem hann ætlar að spila
eftir því sem tækifæri gefst,
og síðan að skoða sig betur
um í heiminum... Gunnar
Mogensen tók sæti Guðmund-
ar í Ládó. Gunnar lék áður i
hljómsveitum Gunnars Orm-
slev og Magnúsar Ingimars-
sonar... Liklega mun Jón
Möller píanóleikari hætta í
Lídó um áramót. „Of miklð
að gera“, segir Jón, enda
vinnur hann fulla dagvinnu
með hljóðfæraleikarastarfinu
... Tvær plötur eru komnar
á markaðinn með hljómsvelt
Magnúsar Péturssonar, sú
fyrri með nokkrum barna-
dönsum og hin síðari með
allmörgum samkvæmisdöns-
um. Plötumar eru gefnar út
af Islenzkum tónum i sam-
ráði við Hermann Ragnar
danskennara. Liklegt má
þykja, að þær komi að góð-
um notum við danskennslu,
svo ekki sé nú minnst á þá
sem vilja dansa eftir gram-
mófóninum heima hjá sér á
laugardagskvöldi... Loksins
er hin umtalaða plata Ragn-
as Bjarnasonar komin á
markaðinn. Á henni eru lög-
in „Dimmbláu augu“ og
„Farðu frá“. Ragnar söng
þessi lög inn á plötu í Sví-
þjóð í september ásamt fjór-
um öðmm lögum, sem vænt-
anleg eru á markaðinn bráð-
lega. Enn eru það lslenzkir
tónar sem eru útgefendur...
Tónabandið er hinsvegar út-
gefandl að nýrri plötu með
þeim Huldu Emilsdóttur og
Sigurði ölafssyni, þar sem
þau syngja lögin „Bergmál
hins liðna“ og „Halló“ eftir
Tlfta september. Hljómsveit
Carls Billich aðstoðar. Sann-
arlega eiguleg plata fyrlr þá,
sem hafa gaman af fallegum
íslenzkum dægurlögum ...
Slnfóníuhljómsveitin færðí
upp „Rhapsody in blue“ og
„An American in Paris“ eftir
George Gershwin f síðustu
viku. Var ekki seinna vænna,
því verk þessi þykja ekki
lengur nýstárleg, en betra
seint en aldrei. Með hljóm-
sveitinnl léku jazzleikararnir
Gunnar Ormslev, Kristján
Kristjánsson og Andrés Ing-
ólfsson .. KK-sextettinn leik-
ur á skemmtistað á Keflavík-
urflugvelli á laugardögum.
Þar er Einar Logi Einarsson
einnig með hljómsveit. ls-
lenzkar hljómsveitir hafa
mikið Ieikið i hinum ýmsu
samkomustöðum á Keflavík-
urflugvelli undanfarin ár, en
eru þar með allra fæsta móti
nú... Hljómsveit Svavars
Gests kynnti nýtt íslenzkt
dægurlag í útvarpinu fyrir
nokkrum dögum. Lagið er
eftir Friðrik Jónsson bónda
í Reykjadal í Suður-Þingeyj-
arsýslu, en’ hann samdi fyrir
nokkrum árum lag, sem varð
Iandsþekkt, það var „Við
gengum tvö“, sem Ingibjörg
Smith söng inn á plötu. Þetta
nýja lag Friðriks heitir
„Gömul spor“ og vár samið
við ljóð eftir Valdimar Hólm
Hallstað skáld á Húsavík.
Friðrik á fleiri lög sem þyrftu
að fá að heyrast... Nú stend-
ur fyrir dyrum danslaga-
keppni SKT. Freymóður Jó-
hannesson forstöðumaður
keppninnar segir okkur að
nærri hundrað lög hafi bor-
izt. tJr þeim mun dómnefnd
velja 18 Iög í hvorn flokk,
gömlu og nýju dansana. Síð-
an fer keppnin fram í janúar.
Vegna hinna mörgu úti á
landi, sem ekki eiga þess
kost að fylgjast með keppn-
inni er nauðsynlegt að for-
ráðamenn hennar tryggi
henni einhvern tima í útvarp-
inu, því hér er þó áreiðanlega
nýtt og nýstárlegt útvarps-
efni að ræða. essg.
Are you lonesome tonight
Hér kemur textinn við nýjasta Elvis Presley lagið, sem er
efst á vinsældalistanum í Bandarikjunum.
Are you lonesome to-night,
Do you miss me to-night,
Are you sorry we drifted apart ?
Does your memory stray
to a bright summer day,
When I kissed you and called you „sweetheart ?“
Do the chairs in your parlour seem empty and bara,
Do you gaze at your doorstep and picture me there?
Is your heart filled with pais?
Shall I come back again?
Tell me dear,
j| Are you lonesome to-night?
Ellefu nýjar
íslenzkar
hljómplötur
á
jólamarkaðinn
Haukur Morthens
Að undanfömu hefur hver
hljómplatan á fætur annarri
komið á markaðinn og eru
þær alls orðnar ellefu Is-
lenzku hljómplötumar, sem
fólk hefur úr að velja. Hér
er þó aðeins átt við dansplöt-
ur, en nokkuð hefur komið
út af klassískum plötum frá
Fálkanum og verður minnst
á þær sérstaklega síðar.
Fjórtán ára.
Fyrir nokkru komu út lög-
in „Fjórtán ára" og „Eg er
kominn heim“ með Óðni
Valdimarssyni. Hið fyrra er
fjörlegt lag og hefur Jón Sig-
urðsson gert skemmtilegar
gamanvisur við það. Síðara
lagið er gamalt og hér hef-
ur Jón gert texta, einn þeirra
beztu, sem frá honum hafa
farið í langan tíma. Þessi
plata hefur þegar heyrzt oft
í útvarpinu enda ein bezta
platan, sem Óðinn hefur gert.
Platan er frá Islenzkum tón-
um.
Tondeleyó.
Islenzkir tónar hafa gefið
út „Extended“-plötu, fjögur
lög í fullkominni lengd. Það
em „Tondeleyó" með Sigfúsi
Halldórssyni, , .Blikandi haf"
með Sigurveigu Hjaltested og
Sigurði Ólafssyni, „tJtlaginn"
með Óðni og síðan „Kvölds í
ljúfum blæ" með Ingibjörgu
Þorbergs og Marz-bræðrum.
Allt eru þetta endurútgáfur,
nema hvað ég kannast ekki
við að hafa heyrt síðasta
lagið áður. Líklega hefur það
verið tekið upp fyrir 4—5 ár-
um, en ekki verið gefið út
fyrr en nú. Þetta er eiguleg
plata fyrir þá sem vilja fjöl-
breytni á einni og sömu plötu,
en áberandi er, hvað upptök-
um á nýrri plötum hefur far-
ið fram þegar maður hlustar
á þessa plötu.
Intermezzo.
Enn eru íslenzkir tónar að
verki og nú með tvær plötur
með samkvæmisdönsum.
Fyrri platan er með ellefu
barnadönsum leiknum af
hljómsveit Magnúsar Péturs-
sonar. Börn úr Melaskólanum
syngja nokkur vinsæl barna-
lög á plötunni. Siðari plat-
an er með nokkrum sam-
kvæmisdönsum og enn sýnir
Magnús Pétursson hversu
snjall píanóleikari hann er.
Þama koma fram þrjú ís-
lenzk lög, sem ekki hafa
heyrzt á plötu áður, „Freyju-
Magnús Pétursson
valsinn" eftir Þórunni Franz,
„Intermezzo" úr reviunni
Rjúkandi ráð, en það lag
samdi Jón Múli Ámason og
síðan nafnlaus tango eftir
Magnús Pétursson. Magnús
leikur í syrpu á þessari plötu
fjögur lög í svipuðum stil og
enski píanóleikarinn Russ
Conway gerir og hefur orðið
frægur fyrir. Magnús gerir
þetta mjög vel, heldur sér
kannske ekki alveg nóg við
melódíuna, til að þetta verði
verzlunarmúsik, en hvers-
vegna ekki að fá Magnús til
að leika inn á eina „Exten-
ded“-plötu syrpu af nokkrum
íslenzkum lögum, það yrði á-
reiðanlega vel seljanleg plata
innanlands sem utan.
Guðbergur.
HSH hefur gefið út á plötu
tvö ný lög eftir Svavar
Benediktsson „1 síldinni á
Siglufirði" og „Júlínótt á
Þingvöllum", bæði eru lög
þessi skemmtileg en trúað
gæti ég þó að Júlínótt lifi
lengur. Guðbergur Auðuns-
son syngur lögin með að-
stoð hljómsveitar Kjell Karl-
sen í Noregi. Hljómsveitar-
undirleikurinn er mjög góð-
ur, en söngur Guðbergs nýt-
ur sin ekki vel I rólega lag-
inu „Júlinótt". Hitt lagið
gengur honum betur með.
Textamir á plötunni eru báð-
ir eftir Jakob Jónasson.
Mér er skemmt.
HSH hefur enn geíið út
plötu. Em það lögin „Mér er
skemmt" og „Botnía" sungin
af Ómari Ragnarssyni með
aðstoð hljómsveitar Jan
Morávek. Hér eru gamanvís-
ur á ferðinni svo maður fyr-
irgefur það þó söngurinn sé
ekki eins góður og skyldi,
enda gildir hið sama um Óm-
ar og okkar fyrri gaman-
vísnasöngvara að þeir hafa
að öðm að státa af en góðri
söngrödd. Gamanvísumar á
plötunni eru eftir Ómar, en
þar standast honum fáir
snúning. Plata þessi á áreið-
anlega eftir að seljast mjög
vel og eðlilegt, því hún er
reglulega skemmtileg.
Haukur afbragð.
Loksins eru hinar lang-
þráðu plötur Hauks Morthens
komnar á markaðinn. Þar er
nýtt plötufyrirtæki á ferð-
inni sem nefnist „Faxafón".
Fyrri platan er með lögim-
um „Gústi í Hruna" og „Fyr-
ir átta árum". Fyrra lagið
er gamalt revíulag og texti
frá 1942, var þá vals en er nú
útsett í „jive" eins og dans-
kennararnir mundu kalla það.
Siðara lagið er eftir Einar
Markan við texta Tómasar
Guðmundssonar. Þessi plata
og næsta eru langbeztu plöt-
ur sem Haukur hefur gert, en
síðari platan er með lögun-
um „Með blik í auga", sem
áður hét „Góða nótt" eftir
Oliver Guðmundsson. Hitt
lagið er einnig revíulag frá
sama tíma og Gústi, heitir
það „Síldarstúlkan". Hauki
tekst einstaklega vel upp á
þessum plötum, söngurinn
hreinn, röddin mjúk og texia-
HEIMILISPDSTURINN
7