Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 28

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 28
2B HEIMIUSPOSTURINN JÚLADAGSMORÐIN FRAMHALD AF BLS. 26 hafa notað sjónaukann þegar hann var að svipast um eftir «tððum líklegum til gullleitar. Otsýnisturn (yBriens. Fimm dögum síðar brá til þiðviðris í stuttan tima, en nógu lengi til að þíða ísinn af sleða O’Briens, og þá uppgötv- aði árvakur lögregluþjónn dá- lítið, sem líktis’t fitubletti, en við nánari athugun reyndist vera mannsblóð. Nú voru sex lögreglumenn sendir út af örkinni til að rekja sióð O’Briens frá þvi augnabliki sem hann yfirgaf fangelsið í Daiwson. Hann var þá með 10 dollara í vasanum og ferðaðist hægt suður á bóginn ásamt Tommy Graves. Á gististöðum bjuggu mennimir sér mat sinn sjálfir og gáfu upp nýjan á- kvörðunarstað á hverri krá, sem þeir komu. Þeir höfðu síðast ■sézt saman í nánd við gistihús Fussells hinn 19. desember. Tveim dögum eftir jól kom O'Brien til baka — í þetta sinn einsamall, og var nú mikið að flýta sér, og hafði einnig pen- inga' til að greiða mat og gist- ingu. Þann 5. janúar gisti hann um borð í fljótabátnum ,,Nora“, sem var frosinn inni, og bauðst til að selja vaktmanninum nokkra gullklumpa. Einn af þeim var tvöfaldur, sem var mjög sjaldgæft. Hinn horfni Banda- ríkjamaður, Relfe, hafði einnig átt svona klump. O’Brien hafði þó ekkert gull meðferðis þegar Graham tók hann fastan og Scarth lögreglu- foririgi, sem var fyrir sex manna hópnum, gat því aðeins ákært hann fyrir þjófnað úr birgða- geymslunni, en það var hlutur, sem erfitt var að sanna, ef Graves félagi hans hefði verið með í ráðum, en hann var horf- inn. O’Brien krafðist þess að vera látinn laus eða að öðrum kosti að mál hans yrði strax tekið til dómsmeðferðar, og al- menningur var á hans bandi. Bróðir Fred Claysons hafði ráðið einkaleynilögreglumann, Philip McGuire, og nú setti Scarth þennan snjalla uppgötv- ara á launalista hjá sér og sendi hann til Hutchiku, þar sem Ryan hafði mikið meira að gera en hann komst yfir. Ryan sendi McGuire út á hið grunsamlega svæði ásamt Pennycuick, sem sífellt vann að rannsókn á land- svæði í óbyggðum, 250 km löngu og 40 km breiðu, þar sem öll spor afbrotamannanna lágu falin undir snjó, oft mittis- djúpum. Síðast i febrúar var Penny- cuick á göngu eftir löngum hæðarkambi í nánd við Pork Trail. Hann var sífellt að hugsa um sjónaukann, sem fundizt hafði í farangri O’Briens. Hann hlaut að hafa verið notaður í einhverjum ákveðnum tilgangi. McGuire, sem kom rétt á hæla honum sá hann standa og stara fast á ruddan blett í skóginum fyrir neðan þá. — Það getur ekki hafa verið símafélagið, sem hefur höggvið tré hér, sagði Penycuick og hnyklaði brýrnar. — Við skul- um athuga það nánar. Á leiðinni niður að ánni töldu þeir 27 nýfelld tré, og þeir gátu séð, að þau höfðu öll verið höggvin með sömu öxi, fremur bitlítilli og með þremur skörð- um í egginni. Þeir klifruðu aftur upp í hlíð- ina og sá nú, að hægt var að horfa gegnum skarðið, sem myndazt hafði, alveg niður að stignum. Um leið skildi Penny- cuick líka til hvers sjónaukinn hafði verið notaður. O’Brien hafði haft útsýnisstað sinn hér uppi og hafði.getað séð til ferða vegfarenda löngu áður en þeir fóru framhjá þar sem stígurinn skiptist. Eftir nokkra leit fundu þeir spor, sem lágu frá hæðinni nið- ur að ánni og út í bratta hamra- hlíð. Þarna stóðu mennirnir tveir um stund og horfðu ofan í vatnið, sem streymdi hjá af ógnarkrafti. — Það hlýtur að hafa verið hér, sem þeir lágu í leyni! hróp- aði Pennycuick. — Hérna hafa GÚSTI GRALLARI þeir getað séð í báðar áttir án þess að verða uppgötvaðir sjálf- ir. — Áin kemur með sönnunina. Lausnin á gátunni kom við eina af þessum heppnistilviljun- um, sem svo fylgja þeim sem ekki vilja gefast upp. Hún kom þegar mennirnir tveir höfðu krafsað og leitað í snjónum í þrjár vikur. Það var 18. marz og daginn því tekið að lengja. Pennycuick var í Selkirk og McGuire fór með hundaeyki sitt eftir slóð- inni niður að ánni þegar einn hundurinn stanzaði allt í einu og spangólaði æstur. Leynilög- reglumaðurinn merkti staðinn — það var um fimmtíu metra frá árbakkanum. Á meðan hundarnir geltu í á- kafa og snuðruðu, skrapaði hann snjóinn í burtu, og gamla snjó- skorpan kom í ljós — rauð af blóði. Sex metrum lengra fann hann annan blóðblett. Næsta dag fóru þeir Penny- cuick, Bacon og Scarth með stóra St. Bernharðshundinn á staðinn. Mennirnir fóru með hundinn þangað sem blóðblett- irnir voru og Pennycuick kall- aði: — Farðu heim, Brútus! Hundurinn hlýddi ekki strax, en þegar Pennycuick skipaði honum aftur hljóp hundurinn eftir næstum ósýnilegri slóðinni og beint að tjaldinu i rjóðrinu. Pennycuick rótaði í snjónum fyrir utan tjaldið og fann þar heilmikið af lausum, gulum hundshárum. — Þetta er mikið afrek, sagði lögregluforinginn viðurkenn- andi. — Nú getum við sannað að O’Brien hafi verið í tjaldinu. En ennþá höfum við ekkert, sem tengir hann við morðin. Við höf- um yfirleitt ekki getað sannað, að neitt morð hafi átt sér stað. Við höfum engin lík, engin vitni. Við verðum að fá sannanir. Næstu sex vikumar unnu þeir Pennycuick og McGuire óvenju- lega glæsilegt rannsóknarstarf af hendi. Þeir brenndu mosann af trjánum og fundu merki eft- ir þrjár kúlur. Þeir mældu fjar- lægðirnar og rannsökuðu hvem einasta runna og hvert einasta tré, og fundu þannig úr hvaða átt kúlurnar hefðu komið. Þeir unnu í svo miklum kulda, að það brakaði og brast 1 trjánum í kringum þá, líkt og skoti væri hleypt af byssu. Þeir mokuðu snjónum af stóru land- svæði. Með því móti tókst þeim að færa veturinn aftur um þrjá Brien á milli þeirra og skaut skammbyssukúlu gegnum höfuð þeirra, brjálaður af morðfýsn. 1 dauðastriðinu hefur Olsen risið upp og gripið i O’Brien, en þá kom Graves með skóflu og mol- aði höfuð Norðmannsins. Morðingjamir klæddu síðan fórnardýr sín úr fötunum og óku þeim á sleða sínum niður að ánni, þar sem þeir köstuðu þeim niður um gat, sem þeir höfðu gert í ísinn. Nokkrum mánuðum seinna fannst eitt lík til viðbótar. Það var mjög farið að rotna, en sér- fræðingar staðfestu, að það væri af Graves. O’Brien sagði líka einum meðfanga sinna, að hann hefði komið því þannig fyrir að engin vitni væru til á móti honum. Réttarsalurinn var þéttskip- aður þegar O’Brien var færður inn til fyrstu yfirheyrslu. Hann sat og hlustaði af áhuga, klædd- ur nýjum bláum fötum og ný- rakaður og stóð auðsjáanlega hjartanlega á sama um andúð- ina, sem látin var i ljós gegn honum. Aðeins þegar hann leit á Pennycuick kom villtur hat- ursglampi [ augu hans. Aldrei fyrri i sögu Kansas hafði verið eytt svo miklu fé i að útvega sönnunargögn. Scarth lögregluforingi mætti með hvorki meira né minna en 80 vitni, sem þekktu alla þá 400 hluti, sem lagðir höfðu verið fram í málinu. Þegar svo einn af fyrrverandi félögum O’Briens lýsti yfir því, að hann hefði reynt að fá sig til að taka þátt í launmorðunum, og lýst allri ráðagerðinni fyrir sér, missti á- kærði stjórn á taugum sínum. Rétturinn þurfti ekki nema stutta stund til að lýsa hann sekan. I bréfi til systur sinnar, sem birt var í blöðunum, kveðst hann vera dæmdur saklaus. Konu sinni skrifaði hann: Fjölskylda mín mun eiga be-tri daga eftir að ég dey og það sannast, að ég er saklaus, alveg eins og þeir munu hljóta sín verðugu laun, sem ábyrgð bera á dauða míniun. Hann lét lífið í gálganum 1901 og bað kanadísku lögreglunni bölbæna fram í andlátið. _••• mánuði eftir slóðinni að staðn- inn þar sem morðingjarnir höfðu legið í leyni. Meðal þess, sem þeir fundu, var sokkaband, greiða, tveir frakkahnappar, þrír vindlar, viskíflaska, meira blóð, sex skammbyssu- og riffilskothylki, hluti af mannshöfuðkúpu, og stykki úr tönn, sem blýkúla hafði hnoðazt utan um. 1 ösk- unni í tjaldinu fundu þeir hluta af brenndum fötum og öxi með þremur skörðum í egginni! Þessir hlutir voru sendir til Dawson og Scarth sendi menn til allra hugsanlegra staða til að finna vitni, er kynnu að þekkja hina fundnu hluti. 1 apríllok braut áin af sér ís- inn, og á dögunum frá 27. maí til 30. júní skilaði Yukon hin- um dauðu upp á sandbakka í grennd við Selkirk, og likin þekktust öll. Nú var hægt að loka sannana- keðjunni, og meira að segja tönnin í blýkúlunni stóð heima. Sem þögul vitni höfðu tré, runn- ar, blóð, kúlur og síðast líkin, sagt hina hræðilegu sögu, sem fram til þessa hafði aðeins ver- ið hægt að geta sér til um. O’Brien og Graves höfðu sett upp gildru sína i desember og biðu þess síðan i tjaldi sínu, að snjórinn kæmi. Frá útsýnisstað sinum sáu þeir þá Olsen, Relfe og Clayson koma eftir stígnum meðfram ánni. Þeir voru í góðu skapi, töluðu hátt og sungu. Skyndilega þutu kúlurnar í kringum þá, og eftir að þeir voru fallnir allir þrír, gekk O’

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.