Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 15

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 15
— Pauline, þessi óviðjafnan- lega og óskeikula Pauline! Fern greip í handlegginn á Tinu: — Komdu, við skulum fara niður og neyða hana til að játa, að hún hafi rænt bréfinu þínu og síðan reynt að nota það til að eyðileggja allt á milli mín og Roddy! En Tina streittist á móti og setti upp fýlusvip. — Það er ákaflega furðulegt, allt, sem er að gerast hérna . . . sagði hún. En rétt í því opnuðust dyrnar, og Pauline kom inn. Það kom gremjusvipur á hana, þegar hún sá töskurnar: — Þú ert þó ekki að hugsa um að fara héðan, Tina, enda þótt mér hafi orðið skapfátt áð- an ? Mér gramdist það bara, að þú skyldir láta Roddy renna svona úr greipum þér. En nú er þetta allt saman komið í stak- asta lag aftur. Ég hef bara svo óskaplega mikið að gera og koma í kring . . . — Eins og til dæmis það, hvernig þú eigir að geta kennt Roddy um morð, sem hann alls ekki hefur framið, greip Fern fram í, um leið og hún kom í ljós, en hún hafði falið sig á bak við hurðina, þegar Pauline kom inn. Hún greip þéttingsfast í hand- legginn á Pauline, sem reyndi að losa sig um leið og hún æpti: — Hann skaut þó Jim! — Það var ekkert skotið á Jim, svaraði Fern rólega. Nú varð Pauline æf. — Ef þú hefðir ekki verið svona vitlaus í Roddy, myndi hann hafa kvænzt Tinu, og þá hefðum við getað haldið Belray-kastala! æpti hún ofsalega. Tina rak upp niðurbælt vein og þaut út úr herberginu. — Þarna fór þó þokkalega á- formið þitt að krækja í Spar- ling-milljónirnar út um þúfur, Pauline, sagði Fern og sleppti henni. Nú var það aðeins eitt, sem máli skipti, og það var að ná í Roddy og biðja hann fyrirgefn- ingar á því, að hafa svikið hann og trúað öllu því versta upp á hann. En að þvi var ekki hlaup- ið. Þegar hún loksins hafði upp á honum, sneri hann baki við henni. Hann neitaði að tala við hana, og þegar hún sárbændi hann um að fyrirgefa sér, gekk hann þegjandi leiðar sinnar. 1 örvæntingu sinni leitaði Fern athvarfs úti í gripahúsi, og þar fann Jim hana. Eftir að hafa hlustað á sundurlausa frá- sögn hennar, réð hann það samt, að þrátt fyrir blekkingar Paul- ine i sambandi við bréfið, hlyti Roddy samt að vera líklegastur til að hafa myrt stúlkuna. Þess- vegna skyldi Fem samt sem áð- ur fylgjast með honum á brott frá kastalanum. En það vildi Fern ekki. — Roddy þarfnast mín, enda þótt hann elski mig ekki lengur, kveinaði hún. — Pauline vill hann feigan. — Gott og vel, ef þú verður kyr, þá verð ég líka kyrr! sagði hann hranalega og gekk leiðar sinnar. Framh. í næsta blaði. Kötturinn Tumi og galdrakarlinn 14. HLUTI Á meðan Olli og Jússi störðu furðulostnir á þessi risavöxnu tré, kom Bassi boli lögreglumaður i ljós innan um illgresið. Hann kast- aði stuttlega á þá kveðju og gekk inn. Þar leit hann þegjandi í kringum sig um stund. — Einmitt já, muldraði hann og skrifaði eitthvað i bókina sína. — Tómt. Galtómt. Þannig er það í öllum bænum. Það er allt horfið. Þetta er stórkostlegasta innbrot, sem framið hefur verið. Lögreglan stendur frammi fyrir ráðgátu. — Eða þá þessi stóru tré! hrópaði Olli. — Öll náttúran hefur stækkað. — Ég þykist hafa séð eitthvað slíkt, viðurkenndi Bassi. — En fyrir því hef ég engan áhuga. Það er utan við lögin. Það er ekki bannað að vaxa, skiljið þér. Nei, ég skipti mér aðeins af . . . Á þessu andartaki kváðu við nokkur bylmingshögg á þakinu svo byggingin skalf á grunninum og þremenningarnir ultu um koll. — Jarðskjálfti! stundi Olli. — Það sem sagt í ofanálag! — Þetta er enginn jarðskjálfti, svaraði Bassi, stóð upp og gekk að dyrunum. Hann opnaði þær varlega. — Kannske eru þetta þjóf- arnir að stela húsinu líka, hvíslaði hann. — Við skulum . . . Síðustu orð hans drukknuðu í hásu hræðsluópi frá Jússa. — Afsakið! stundi hinn trúi þjónn. — Risaskepna! Og um leið benti hann á gríðarlega stóra og loðna fótleggi, sem gnæfðu yfir þeim eins og turnar. Þremenningarnir þjöppuðu sér saman og störðu á þennan risa, sem gnæfði við himin fyrir framan þá. — Þetta líkist einhverjum, sem ég þekki! stamaði lögreglumað- urinn. En Olli tók báðum höndum fyrir augun og rak upp óp. — Risi! Ófreskja! kveinaði hann. — Hjálp! — Þetta virðist mér skepna frá frumöldum, sagði Jússi skjálf- andi. — Við höfum færzt aftur í fornöld og ég hef séð það lengi fyrir á þessum síðustu og verstu tímum. Ófreskjan lagðist nú á annað hnéð og laut geysistóru andlitinu niður að dyrunum. — Herra Olli! sagði hún ógurlegri röddu. — Þekkirðu mig ekki? Það er ég, Tumi! Við þetta hörfuðu þeir allir felmtursfullir aftur á bak innfyrir, og það var sama hvernig Tumi reyndi, þeir fengust ekki til að svara. Olli hljóp í örvæntingu til Jússa til að leita sér huggunar meðan Bassi skellti aftur hurðinni og aflæsti af miklu snarræði. — Ófreskjan baulaði! æpti Olli. — Hún var svöng! Sástu hvernig hún horfði á mig? — Hún líkist Tuma, svaraði Jússi. — Sömu augun, nema í stækkaðri útgáfu, ef þér skiljið hvað ég meina. Og hún var eitt- hvað að tala um hvernig við hefðum minnkað! — Það virðist greinilegt að þessi ókind ber ábyrgð á öllum þjófnaðinum í bæn- um, sagði lögregluþjónninn með hrolli. TQONOÉí STUDIO Tumi horfði vonsvikinn á dyrnar fyrir utan og stóð hægt upp. — Þeir eru hræddir við mig. Þeir eru orðnir of litlir. En aðalat- riðið er það, að þeir eru á lífi. En nú veit ég ekki ennþá hvað þetta á að þýða. Hvers vegna breytti Hókus Pókus þeim í dverga? Brátt kom hann auga á fjölda af húsum í skóginum eins og dverga- borg. Um göturnar tritluðu æstar, litlar verur. Sumar bentu á hann og það var greinilegt, að ofsahræðsla greip um sig. — Ég geri ekkert nema hræða fólkið, hugsaði Tumi hryggur. — Og ég get ekki hjálpað því. Fyrst verð ég að komast að hvað þorparinn hefur gert með hattinum nákvæmlega. En hvernig kemsf ég að því og hvar get ég fundið segginn? Þá minntist Tumi þess allt í einu, að Hókus hafði leigt skip Robba rostungs undir flutning. — Vitanlega! hrópaði Tumi og tók til fótanna. — Skipið Alba- tross! Með fullu tungli ætluðu þeir að sigla — og það er einmitt í kvöld! Nú veit ég hvar á að leita lausnarinnar! Hann hljóp allt hvað af tók niður að höfn og þar faldi hann sig á milli nokkurra tunna, sem stóðu á hafnarbakkanum, og beið þess hvað ske mundi. Framh. í næsta blaði. HEIMILISPDSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.