Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 18

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 18
— Láttu hann sigla sinn sjó. Taktu fötin með. Hún flýtti sér að taka saman fötin, sem hún hafði keypt um morguninn Ég smeygði mér í leðurjakkann. Hann var of stór fyrir mig, en það varð til þess að ég sýndist feitari og þyngri og líkari Picon. — Komdu nú. Ég vísaði Picon að ganga á undan okkur að dyrunum. Ég treysti honum ekki. Ég hafði jafnvel íhugað þann möguleika að taka hann með okkur, en komst að þeirri niðurstöðu, að hann yrði meira til trafala en aðstoðar. Þetta var Hudson bíll og Picon hafði krítað nokk- uð liðugt þegar hann sagði að hann væri þúsund doll- ara virði, en vélin fór að minnsta kosti í gang þótt bankaði á ventlunum. Þegar við höfðum ekið drjúgan spöl beygði ég inn á benzínstöð, fyllti tankinn og athugaði vatnið og olíuna. Olían var óhrein, en ég hafði engan tíma til að skipta um. Mér varð litið á hjólbarðana og bölv- — Big Bear. — Er góð veiði þar? — Ég veit það ekki, en mér er sagt að vatnsyfir- borðið hafi verið mjög lágt undanfarið. Ég hef ekki komið þangað í langan tíma. — Mér finnst svo gaman að veiða, sagði hún. — Það er um það bil eina íþróttin, sem ég hef áhuga fyrir. Ég leit á hana. Alltaf var ég að læra eitthvað nýtt um hana. Það var mjög skrýtið. Við þekktumst í raun- inni ákaflega lítið, en þó vissum við heilmikið hvort um annað. Ef við áttum eftir að losna úr þessari klipu einhvern tíma, þá stóðu vonir til að við fengj- um tíma til að kynnast betur. 10. kafli. Kofinn stóð á fjarlægari bakka vatnsins, sem var i alla staði heppilegra fyrir okkur. Þvi færra fólk sem við sáum því öruggari vorum við. Ast OG 14. HLUTI ÚTTI Ástar og sakamálasaga eftir W. T. BALLARD aði Picon í hljóði. Þeir voru slitnir og í slæmu ásig- komulagi. Ég borgaði manninum og hélt áfram. Þegar við vor- um komin heilu og höldnu út úr borginni, spurði Sandra: — Hvert erum við að fara? — Það er eins gott að þú vitir það ekki. — Veizt þú það ? — Já. — Hvers vegna segirðu mér það þá ekki? Af því ég ætla að skilja þig eftir í smábæ hérna fyrir utan. Þú getur tekið áætlunarbifreið aftur til borgarinnar. Ef þú veizt hvar ég held mig, þá verður erfiðara að svara spurningum lögreglunnar. — Já, en ég ætla alls ekki til baka. Ég horfði á hana og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Ég gat kúgað Picon með þvi að veifa skammbyssu fyrir framan nefið á honum, en ég var sannfærður um að ég gat ekki hrætt Söndru. — Sjáðu nú til, sagði ég. — Ég gæti farið yfir á Colorado Boulevard og skilið þig eftir þar. Hún sneri sér i sætinu til að horfa á mig. — Ég gæti ekki þolað að vita ekkert hvar þú værir og hvernig þér liði. Það er nógu slæmt að við skulum bæði þurfa að leynast svona, en það væri þúsund sinnum verra ef ég væri ekki með þér. Ég sagði ekki neitt. Ég beygði til vinstri við næstu vegamót og ók i áttina til Monrovia. — Hal. — Já? — Viltu að ég fari til baka? —• Ég veit það ekki. —- Þú ert strax orðinn leiður á mér. — Hlustaðu nú á, svaraði ég. — Ég er ekki neinn bjáni. Aðeins bjáni mundi geta orðið leiður á þér. Það er eitthvað við þig sem veldur þvi, að aðrar konur hverfa i skuggann. Það er aðeins það að ég vil ekki blanda þér inn í þetta mál. — Ég óttast það ekki. — Vissulega ekki, en það er ekki sama og ég vilji að þú gerir það. Ég þagnaði og hún sagði ekkert heldur. Við ókum áfram eftir dökkum veginum. Klukkan var hálfeitt þegar við ókum gegnum San Bernandino, og Sandra, sem hafði verið hálfsofandi, reis uppp. — Við erum á leiðinni upp í fjöllin? Ég kinkaði kolli. — Það stemmir. — Mig hefur alltaf langað til að fara þangað. Hvert förum við, til Arro'whead eða Big Bear? Staðurinn var ekki beinlínis beysinn. Ég hafði ekki komið þangað í þrjú ár og ég var viss um að enginn annar hafði gert það heldur. Hann var eign Tony Bargello, og Tony hafði setzt að í New York eftir stríðið. Hann var nú á góðri leið með að verða sjón- varpsstjarna. Ég ók bílnum inn í skúrinn bak við kofann. Síðan hjálpaði ég Söndru út. Hún hafði sofið og varla vökn- uð ennþá, svo ég tók hana í fangið og bar hana yfir óslétta jörðina. Það var kalt og ég fann hvernig hún skalf, en loftið var hreint og mettað furuilmi, og stjörnurnar blikuðu skært á himinhvolfinu. Þetta var eins og að ganga inn i aðra veröld. Það var hengilás fyrir útidyrunum, svo ég varð að setja Söndru á fæturna og sækja hamar út í bílinn. Eitt högg dugði til að rjúfa læsinguna. Ég gekk inn- fyrir og kveikti á eldspýtu. Brátt kom ég auga á olíu- lampa á kringlóttu borði. Olían á kúlunni var orðin gul af elli, en það logaði á kveiknum. Ég litaðist um og fann annan lampa, líka með oliu á. Ég kveikti á honum áður en ég gekk fram aftur. Sandra stóð skjálfandi á miðju gólfi. Það var ekki beinlínis vistlegt þarna inni. Gólfdúk- urinn var slitinn og sprunginn. 1 einu horninu var stórt tveggja manna rúm og þrjú önnur rúmstæði með- fram veggjunum. Við höfðum haldið hér nokkur stór- kostleg samkvæmi þegar ég var strákur, en það var langt síðan. Kofinn hafði ekki verið notaður mikið síðan móðir Tonys dó. Ég var ekki einu sinni viss um að finna ábreiður, en fann þó nokkrar troðið upp í hillu. Mölkúlurnar hrundu úr þeim þegar ég dró staflann fram, en ég hirti ekki um að tina þær upp heldur fór að búa um rúmið. Sandra kom til mín, ennþá skjálfandi. Hún sagði ekki neitt en hjálpaði mér að koma ábreiðunum fyrir. Ég sá á henni, að hún var ekki ánægð. — Þetta er lítilfjörlegt, sagði ég við hana, ■— en hér erum við óhult, að minnsta kosti um stundar- sakir. — Hver á þetta? — Náungi, sem heitir Tony. Hann er sjónvarps- stjarna í NeW York. — Vinur þinn? — Við ólumst upp saman. Móðir hans ól mig i raun- inni upp. Hún hafði hér alltaf barnahópa vikutíma i senn. Sandra virtist vera að jafna sig. Það var aldrei gott að brjótast neins staðar inn, en ef ég hafði rétt til þess ... — Heldurðu að nágrannarnir þekki þig ekki ? Ég hafði ekki hugsað út í það. Það var ennþá eitt atriði til að hafa áhyggjur út af, en það var liðinn langur tími á milli og ég minntist þess ekki að við hefðum verið í neinu vinfengi við nágrannana. — Ég held ekki, svaraði ég. — Þessir staðir eru alltaf að skipta um eigendur og þótt þeir könnuðust við mig, þá væri það áreiðanlega ekki af nafninu. Ég er aðeins einn af vinum Tonys. — Einkennilegt að vinur þinn skyldi halda staðnum. Ég brosti. — Móðir hans kom þvi þannig fyrir, að hann gæti ekki selt hann. Hún hugsaði sem svo að ef allt annað brygðisí, þá gæti hann alltaf flúið hingað. Mér þætti gaman að vita hvað hún hugsaði ef hún gæti séð ibúðina hans í New York. Sandra svaraði ekki. Hún var þegar farin að hátta. Hún saup hveljur um leið og hún smeygði sér upp í rúmið. — Vertu fljótur. Mér er kalt. Ég flýtti mér. Ég hélt henni i fanginu þangað til hún hætti að skjálfa og þá sofnaði hún vært. Um morguninn fór Sandra snemma á fætur. Ég býst við að hún hafi vanizt því að fara snemma á fætur í smábænum, sem hún bjó í áður. Ég heyrði hana sýsla í eldhúsinu og áður en ég hafði haft tíma til að fara í fötin var hún búin að kveikja upp í elda- vélinni og setja vatnsketil á. Ég þvoði mér við litla vaskinn fyrir utan, en rak- aði mig ekki. Síðan fór ég inn og hún sagði: — Við verðum að ná í eitthvað að borða einhvers staðar. — Ég skal taka bílinn og skreppa niður í þorpið. — Það er betra að ég fari. Það gæti einhver þekkt Þig- Ég hristi höfuðið. — Ekki við þessar kringumstæð- ur. Auk þess get ég ekki farið huldu höfði að eilifu. Einhverntima verð ég að fara á kreik. Ég gekk út i bílskúrinn. Ég var auðvitað taugaó- styrkur, en ég varð að venja mig við að ganga um eins og frjáls maður. Þegar ég ók framhjá næsta bústað sá ég mann standa þar við hliðið. Ég athugaði vandlega hvort ég kannaðist við hann en gat ómögu- lega munað það. Ég andaði léttar og ók niður í þorpið. Það var ennþá snemmt og fátt fólk á götunni. Ég fór inn á sjálfsafgreiðslumarkað og keypti sennilega fimm eða sex sinnum meira en við hefðum getað torgað í heilan mánuð, en ég kærði mig ekki um að þurfa að koma hingað of oft. Síðan skrapp ég í vínverzlun og keypti þrjár flöskur af viski og góðan forða af bjór. Fyrir framan eina verzlunina var hilla með morg- unblöðum. Ég tók eitt þeirra án þess að líta á það og keypti mér rakvél, tannbursta og sápu. Við höfðum skilið allt hitt eftir hjá Picon. Á leiðinni til bílsins fór ég framhjá sportvöruverzl- un og varð hugsað til þess, sem Sandra hafði sagt um að veiða. Ég fór inn og lét þá selja mér einhver ó- sköp af veiðiútbúnaði. — Hafið þér veiðileyfi? spurði afgreiðslumaðurinn. — Nei, ég hef ekki hugsað mér að veiða, sagði ég. — Þetta er handa konunni minni. — Hefur hún leyfi? — Ég veit það ekki. Ég hugsa ekki. — Það er. vissara fyrir hana að ná sér í leyfi, ef hún ætlar að veiða. Þeir hafa verið að snuðra hérna upp á síðkastið. Hún kærir sig áreiðanlega ekki um að lenda I neinum leiðindum. — Þá það, sagði ég. — Get ég fengið það fyrir hana ? Hann samþykkti að lokum að lofa mér að taka það fyrir hana. Til þess að gera hann ánægðan fékk ég líka leyfi fyrir sjálfan mig. Ég var næstum búinn að gleyma mér og skrifa mitt eigið nafn undir, en rankaði við mér og skrifaði Edward Picon. Nafnið passaði þá allavega við ökuskírteinið. Ég gerði Söndru að Mary Picon og við vorum báðir ánægðir. Þegar ég kom aftur til kofans, var Sandra önnum kafin. Hún hafði fundið gamalt sápustykki og fötu og var að skrúbba gólfið. Hún hafði búið um rúmið og þvegið upp diskana. Allt var skyndilega orðið hlýlegt og heimilislegt. Hún horfði á mig og alla pakkana og sagði: — Þú skammaðir mig fyrir að kaupa svona mikið þegar við vorum hjá Picon. En sjáðu bara hvað þú hefur gert. Ég stanzaði og þurrkaði mér um ennið. — Við gæt- um orðið að dveljast hér nokkurn tíma. — Hve lengi? Það hafði ég ekki hugmynd um. Ég fór aftur út í bíl og kom inn með veiðiútbúnaðinn og undrunin 1 augum hennar óx enn. — Hal ? — Hvað ? 1B HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.