Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 4

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 4
Jól í heiðnum sið . . . Aður en fsland byggðist héldu forfeður okkar sín heiðnu jól, og er þess víða minnzt í formun skræðum. Haraldur konungur hárfagri, sem hrakti íslenzku landnámsmennina úr landi, er sagður hafa „drukkið jól“ eftir sigurinn við Hafursfjörð árið 872. En talsvert var hátíðahaldið frá- bmgðið því, sem gerist á voram tímum og vafasamt, á hvaða tíma há- tíð þessi hefur farið fram, þótt telja megi víst, að það hafi verið ein- hvemtímann í skammdeginu, desember eða janúar. Nú skulum við bregða okkur þúsund ár aftur í tímann og halda jól að heiðnum sið í þorpi ein- hverra forfeðra okkar á Norðurlöndum, ef til vill em einhverjir þeirra þegar famir að undirbúa för lengst norður í Dumbshaf að vori, þar sem þeir eiga von um að fá að vera í friði fyrir ofríki konungs ... Það er ískaldur vetrar- dagur. Byljimir ganga yfir með fannkyngi og frosti. Það er síðla dags og tekið að skyggja. Um allt þorpið kviknar hvert bálið af öðru. Hátíðamerki heiðninnar. Prammi fyrir blótstallin- um í miðju þorpinu brenn- ur viðamikið bál. Að baki stallinum rísa goðalíknesk- in. Á stallinum sjálfum er komið fyrir skrautlegasta keraldi þorpsins; í það á að safna blóði fómardýranna, og við hliðina á keraldinu liggur hrísvöndur, sem nota skal við sjálfa fómarathöfn- ina til að stökkva blóðinu með. Hin bálin, sem loga víðs- vegar, eru miklu minni. Nokkur þeirra hafa verið tendruð huldum og álfum, og hjá þeim liggur matur handa þessum ósýnilegu vættum. Önnur bál loga fyr- ir þá, sem látizt hafa á liðnu ári, og á þessi virðingar- vottur að koma í veg fyrir, að þeir dauðu snúi aftur á þessu helga kvöldi til að taka þátt í fagnaðinum með þeim lifandi. Allri vinnu er löngu lok- ið. Því að það er helgibrot að taka höndunum til starfa eftir að jólahelgin er geng- in í garð, allt þangað til henni lýkur að þrem dög- um liðnum. Hvarvetna er fólk að búa sig undir að fara til veizl- unnar, sem öllum ber að taka þátt í. Hver einasta f jölskylda leggur sinn skerf af mat og drykk til fagn- aðarins, sem fyrst og fremst er át- og drykkju- veizla. Og þá einkum hið síðamefnda. Hver einstakur á að leggja til brauð, eitt mál fyrir húsbónda og eitt fyr- ir húsfreyju, auk eins máls fyrir hvem fullvaxta með- lim fjölskyldunnar, — og auk þess skal færa fómar- dýrin lifandi til hátíðarinn- ar, þar sem þau em etin. 1 flöktandi bjarma báls- ins halda menn og konur í áttina til fómarstallsins. Konumar halda á brauðun- um, mennimir rogast með stórar ölámumar og draga fómardýrin, sem eru hinir beztu gripir af hverri teg- und. Mest em það geitfé eða sauðfé, en ýmsir hafa þó kosið að fóma göfugustu dýmnum, — hestunum. Karlmennimir eru klædd- ir sínum beztu kyrtlum, sem ná rétt niður fyrir hnéð, og hylja buxumar að nokkm leyti. Enda þótt buxumar séu öklasíðar, em þær reyrðar að fætinum rétt neðan við hné. Á fót- unum bera þeir leðurskó. Konumar em í síðum pilsum og kyrtlum. Þær skarta sínu fegursta, spenn- uih, nálum og hálsfestum. Þegar mannfjöldinn fer að safnast saman umhverf- is fómarstallinn, draga konumar sig í hlé og halda sig utan gerðisins, en karl- mennimir halda innfyrir það, skilja ölámumar eftir, en hafa fómardýrin með- ferðis. Frammi fyrir bálinu ti;k- ur höfðingi þorpsins á móti þeim. 1 rúmgóðum drykkju- skála hans stendur veizlan eftir fómarathöfnina. Hægt og hátíðlega mynda karlmennirnir hálfhring umhverfis bálið og fómar- stallinn. Höfðinginn velur nokkra menn úr hópnum til að aðstoða sig við fómfær- inguna, — og þá getur sú virðulega athöfn hafizt. Fórnardýrin eru gripin eitt af öðm, bundin á fótum og velt til jarðar, og höfð- inginn rekur sverð sitt í brjóst þeirra. Aðstoðarmenn hans koma þá og safna blóðinu í keröld, sem losuð em í stóra keraldið á fórn- arstallinum. Síðan taka hjálparmenn- imir hrísvendina, og meðan höfðinginn ákallar guðina hárri, hátíðlegri rödd: — Ár og friður! — og biður ríkulegrar uppskem og frið- ar, er vöndunum difið í blóðið, og því síðan stökkt á goðalíkneskin, síðan gerði fómarstallsins og loks á alla viðstadda karlmenn. Þar með er fórnarathöfn- inni lokið, og nú er haldið til át- og drykkjuveizlu. I bjarma bálsins, sem haldið er við allt kvöldið og alla nóttina, taka karlmenn- imir að flá fómardýrin. Kjötið er skorið sundur og sett í stóra potta, sem það 4 HEIMILISPÚSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.