Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 22

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 22
 Smásaga eftir ANDRÉ MAUROIS urgöngurnar. Þar koma hinir dauðu til baka á jólanóttina til þess staðar, sem þeir áttu heima í lifanda lífi. Áður en fólkið fer að heiman lífg- ar það vel upp í ofninum, þurrkar vandlega af, tendrar ný ljós og leggur hreinan, hvítan dúk á borðið. Næsta morgun má finna moldar- mylsnu á gólfinu, bollar og glös hafa verið hreyfð og í loftinu liggur einkennileg lykt. — Hm, sagði hershöfðinginn lágt. Mér virtist sem Tullock lávarður væri nú hættur að vera nógu tillitssamur. Ég leit fram- an í frú Bramble. Hún virtist ekki hafa kippt sér neitt upp við þetta, en samt reyndi ég að breyta umræðuefninu og kvaðst heldur setja mér jólanóttina fyrir sjónir eins og Shake- speare gerir þar sem hann segir að nóttin sé trygg, slæmar stjömur hafi ekki áhrif, galdr- ar megi sín einskis á þeirri heilögu nótt. — Hvað það snertir vitum við betur en Shakespeare, sagði lafði Tullock grafalvarleg. — Heyrðu, Edward, þú ættir að segja frá því, sem kom fyrir okkur hjá Tullock kastala. — Já, það verðið þér endilega að gera, sagði ég og hallaði mér forvitnislega fram. — Gott og vel, sagði lávarðurinn. —- Það var jólakvöld 1920. Ég var með höfuðverk og þar eð úti var fagurt og bjart frostveður langaði mig til að fá mér dálítið ferskt loft. Þegar ég var kominn út fyrir hliðið, hélt ég niður eftir GAUKSKLUKKAN i Bramble hershöfðingi bauð mér að eyða hjá sér jólunum úti á landi: — 1 ár koma aðeins svili minn og mágkona. Þér verðið því að af- saka þótt ekki verði sérlega glatt á hjalla, en ef þér ekki hræðist einveruna og enska vetur- inn, vildum við gjaman sjá yður og tala um gamla óg góða daga. ■' Ég vissi, að vinir minir höfðu orðið fyrir þeirri sorg á árinu að missa átján ára gamla dóttur sína af slysförum. Ég kenndi í brjósti um þau og vildi gjarnan hitta þau. Ég þáði því boðið. Ég kveið því dálítið að hitta svilann og mág- konuna, lávarð og lafði Tullock, en strax og ég kynntist þeim, varð ég mjög hrifinn af nær- veru þeirra. Bramble hershöfðingi getur setið rólegur tímunum saman við arininn og tottaði pípuna 'srna án þess að mæla orð, og frú Bramble sit- ur og saumar, líka áp þess að segja neitt. Tnl- ‘íock lávarður aftur á móti er allra elskulegasta blaðurskjóða. Hann hefur verið sendiherra í ótal löndum, og það lítur út fyrir að ýmislegt einkennilegt hafi komið fyrir hann. Kona hans •er ófríð en samt viðkunnanleg og jafnilla klædd og viðeigandi er fyrir slíkar konur sem hana. Andlit frú Bramble var grátbólgið, en hún talaði ekkert um sorg sína. Aðeins fyrsta kvö’d- ið, þegar hún sýndi mér svefnherbergi mitt, 'stanzaði hún andartak utan við herbergið við ‘hliðina ‘ á mínu og sagði: — Þetta var hennar ■'kerbergi. Síðan sneri hún sér undan, en h«=rðar hennar skulfu og komu upp um geðshræring- traa inni fyrir. 22 Jólakvöldið sátum við í lesstofunni. Eldur logaði á aminum og hið stóra herbergi var að- eins upplýst með kertaljósum. I gegnum glugg- ana mátti sjá hvít snjókomin svífa niður í garðinn í tunglsljósinu. Bramble hershöfðingi tottaði pípu sína. Frú Bramble saumaði í og Tullock lávarður talaði um jólakvöldið. — Fyrir fimmtíu ámm síðan voru margir bændur í mínu greifadæmi, sem trúðu að á þessu kvöldi geti dýrin talað alveg eins og manneskjumar. Ég man eftir sögu, sem barnfóstran okkar sagði mér um vantrúaðan vinnumann á býli nokkru. Hann faldi sig í gripahúsunum eitt jólakvöld til að sannreyna hvað hæft væri í þessari trú. 1 sama mund og klukkan sló tólf á miðnætti, sneri einn hestur- inn hausnum að granna sínum og sagði: — Við fáum nóg að púla eftir næstu viku. — Já, þessi vinnumaður er svo skratti þung- ur, svaraði hinn hesturinn. — Já, afar þungur, og vegurinn upp í kirkju- garðinn er erfiður, mælti sá fyrri. Viku síðar dó vinnumaðurinn. — Þekkti barnfóstran virkilega þennan mann? spurði Bramble hershöfðingi. — Já, meira að segja mjög vel, hann var bróðir hennar, svaraði Tullock lávarður. Á eftir varð augnabliks þögn. Ég horfði í eldinn og sá hvernig logarnir flögruðu eins og fáni í vindi. Hershöfðinginn hrærðist ekki og kona hans saumaði skrautleg og litrík spor á léreftið. — 1 Svíþjóð, hélt Tullock lávarður áfram, — hef ég oft séð dalafólkið bera á borð fyrir aft- litlum stíg, sem liggur milli allhárra limgirð- inga. Þetta kvöld var stígurinn bjartur í tungl- skininu. Þegar ég hafði gengið svo sem einn kílómetra sá ég einhverja dökka rönd þvert yfir stíginn fyrir framan mig, sem annars var hvítur af hrími. Þegar ég kom nær, sá ég mér til undrunar að þetta var blóð, og er ég leit í kringum mig til að athuga hvaðan það kæmi, tók ég eftir þvi, að á þessum stað vék lim- girðingin dálítið út fyrir stíginn og myndaði hom. 1 þessu útskoti lá maður á jörðinni. Ég gekk nær og sá að þetta var lík. Ég gekk sem snarast aftur heim og hringdi í lögregl- una. Síðan bað ég þjónustufólkið að fylgja mér aftur á staðinn með kyndla. Við gengum sama veginn til baka, og við gengum lengi — alltof lengi fannst mér, en við sáum ekki neitt. Þeg- ar við höfðum gengið nokkra kílómetra, sagði ég að lokum: — Þetta er ómögulegt. Ég var áreiðanlega ekki kominn svona langt. Við hljót- um að vera komnir framhjá. Við skulum snúa við. Og við snemm til baka. — Við skulum nú sjá. Það ætti að vera auð- velt að finna staðinn. Það er þar sem limgirð- ingin víkur frá stígnum og myndar hom, sagði ég- Þjónustufólkið hafði ekki tekið- eftir neinum slíkum stað þarna. Við gengum aftur alla leið- ina meðfram limgirðingunni, og það sýndi sig, að hún var alveg bein. Tullock lávarður þagnaði andartak. Úti fyr- ir hélt snjórinn áfram að svífa niður, hægt og ótruflanlega. Ekkert heyrðist hema snarkið HEIMILISPDSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.