Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 25

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 25
Gleðileg jól! Bókhlöðustíg’ 31 Gleðileg jól! // lenmng Skólavörðustíg bókabúð, Gleðileg jól! WKEVFILl Gleðileg jól! J/Ubert C^uÁmuncb. heildverzlun. Smiðjustíg 4 HEIMILISPÚSTURINN ist vera á stað í grenndinni við Pork Trail. — Þeir eru báðir Englending- ar. Ross er lágvaxinn og þrek- inn með afar langa handleggi. Miller er fyrir þeim, um þrítugt, líklega um 1.77 m. á hæð og mjög hrokafullur. — Gæti hugsazt að hann myndi fremja morð, ef svo stæði á? — Það er víst því miður ekki útilokað. Hann vantar fremsta köggulinn á vinstri litlafingur, og ég þori að veðja, að hann hefur misst hann í slagsmálum, Slóð glæpamannanna. Snemma næsta morgun óku Ryan og sleðamaður hans til tjaldsins í rjóðrinu. Þeir sáu, að enginn hafði verið þar um nótt- ina, og í grárri morgunskím- unni leit tjaldið ennþá óhugn- anlegar og óskiljanlegar út. Þeir kveiktu upp í litlu hit- unartæki, sem þama var og rannsökuðu nánar tjaldið. Þarna var tvöfalt rúmstæði með tepp- um og riffill hékk á tjaldsúl- unni! Undir poka í einu hom- inu lágu nokkrar niðursuðu- dósir, og þar fann Ryan einnig naglbít. — Hamingjan góða, varð hon- um að orði. — Ole Olsen átti líka svona naglbít! Hann athugaði niðursuðudós- irnar og komst að þeirri niður- stöðu, að þær hlytu að vera frá birgðageymslu McKay bræðr- anna, sem var í aðeins kílómet- ert fjarlægð frá staðnum. Marg- ir prammar með vörum höfðu frosið fastir í ísnum og vam- ingnum því verið komið fyrir til bráðabirgða í grafhýsi í ár- bakkanum. Þótt lögreglan hefði eftirlit með staðnum var samt sem áður sífellt verið að stela þaðan vamingi. 1 Fort Selkirk, næstu lögreglustöð fyrir norðan Minto, vann Alex Pennycuick að málinu, og Ryan sendi honum strax símskeyti. Einn af sam- starfsmönnum Olsens hafði þeg- ar gert við bilanirnar á línunni. Pennycuick var fyrrverandi stórskotaliðsforingi, hávaxinn, grannur og fámæltur maður, sem sjaldan brosti. Augu hans voru grá og köld, og hann gekk alltaf með höfuðið dálítið beygt niður, eins og hann væri að leita að einhverju. Hann kvaðst aldrei vera ánægðari heldur en þegar hann væri að vinna að máli, sem ógerningur virtist að leysa. Hinn 4. janúar rannsakaði Pennycuick tjaldið ásamt Ryan. — Eg hef séð þetta hitunar- tæki fyrr, sagði Pennycuick ró- lega. — Það á að vera borað aukagat á það af því það trekkti ekki nógu vel. Eg sá það fyrir þrem vikum siðan í tjaldbúðum í grennd við stöðina mína hjá tveimur mönnum, sem kölluðu sig Miller og Ross, og með þeim var stór, gulur St. Bernharðs- hundur. Þeir voru að selja vör- ur til krárinnar þama og þegar ég leit yfir pappíra mína, sá ég brátt, að þetta voru vömr, sem stolið hafði verið úr birgða- geymslunni. Þegar ég kom til baka með handtökuskipun, vom þeir horfnir. — Hvernig litu þeir út ? spurði Ryan.

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.