Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 31

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 31
JÚLABÆKUR NORÐRA Elínborg Lárusdóttir: Sól í hádegisstað Söguleg skáldsaga frá 18. öld, er gerist norð- anlands. Persónurnar eru að nokkru sannsögu- legar, þótt nöfnum sé breytt, svo og atburðir ýmsir. Það fer ekki á milli mála, að sögufróðir menn kenna þar menn og atburði. Sjaldan eða aldrei hefur höfundi tekist betur. Persónur verða ljóslifandi, lesandi fylgist með lífi þeirra og kjörum, skynjar anda þess aldar- fars, sem lýst er, og finnur anda hins komandi tíma. — 285 bls. Innb. kr. 185,00. Vilhclm Moberg: Vesturfararnir Vilhelm Moberg er í hópi allra fremstu rithöfunda á Norðurlöndum, og fáir eiga jafnstóran og tryggan lesendahóp og hann. Hann er allt í senn — þróttmikill, glögg- skyggn, skemmtilegur og hispurslaus. Vesturfararnir eru fyrsta bindi ritverks um fólk, sem tók sig upp í sveitum Sví- þjóðar um miðbik 19. aldar og fluttist bú- ferlum upp á von og óvon til Vesturheims. Bókin er þverskurður af lifi og hugsun- arhætti þess fólks, er hún fjallar um — sænsku sveitarfélagi á miðri 19. öld. Þetta er meitluð saga, gegnsýrð af anda þess tíma, sem hún gerist á. Þetta er skáldsaga, sem ber hátt yfir allar skáldsögur, sem koma á íslenzkan bókamarkað í ár — bók, sem verður umræðuefni manna og allir verða að lesa, sem fylgjast vilja með. — 496 bls. * Innb. kr. 220,00. Prófessor Björn Magnússon: Ættir Síðupresta 1 bókinni eru raktar ættir afkomenda Jóns prófasts Steingrímssonar (f. 1728). Páls prófasts í Hörgsdal og systkina séra Páls, barna Páls klausturhaldara á Hörglandi síðast á Elliðavatni. Um leið eru einnig taldir niðjar flestra Síðu- presta frá og með Jóni Steingrímssyni. Þá eru og raktar allrækilega ættir þeirra, er giftast inn í ættir Síðupresta. Ættir Siðupresta er yfir sex hundruð blað- síður í stóru broti. Innb. kr. 365,00. Kristján Eldjárn: Stakir steinar tólf minjaþættir I þessari bók eru tólf frásagnir um is- lenzkar minjar, sumar fornar, aðrar frá síðari öldum. — Höfundur bókarinnar, Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, hefur áður skrifað bókina Gengið á reka, og er þessi mjög í sama stíl, létt og læsilega skrifuð. Efnisval bókarinnar má marka af fyrir- sögnum þáttanna: Munir og minjar. Hann- yrðakonan úr heiðnum sið. Smásaga um tvær nælur — og þrjár þó. íslands þúsund ár. Brunarústir á Bergþórshvoli. Svipir í Flatatungubæ. Hringur austurvegskonunga. Minnishorn Skálholtsdómkirkju. Ögmund- arbrík. Þrætukistan frá Skálholti. Islenzk- ur barokkmeistari. Um Guðmund Guð- mundsson smið í Bjarnastaðahlíð. Meitill og fjöður. — 189 bls. — Myndskreytt. Innb. kr. 165,00. Örn Snorrason: Íslandssöguvísur Gefið börnunum bók þessa, sem mun létta þeim lestur Islandssögunnar og gera hana skemmtilegri. Hver gleymir þessu eftir vísu- lestur ?: Stormar æddu illra mátta, Eggert kvaddi fósturjörð 1768 sökk hann oní Breiðafjörð. — 48 bls. — Myndskreytt. Kr. 50,00. pappír, margar gerðir merkimiðar, sérstaklega fallegir límbönd umbúðabönd, margar tegundir bofðdréglar servíettur, margar tegundir, sérlega ódýrar pokaarkir kort, glæsilegasta úrval landsins (yfir 300 teg.) borðskraut, mjög fallegt og ódýrt luktir, margar gerðir pappírsskraut, mikið úrval útstillingarspjöld (jólasveinar o. fl.) sveinagrímur JÓLAGJAFIR HANDA ÖLLUM í FJÖLSKYLDUNNI Sjálfblekungar, mesta úrval landsins, verð við allra hæfi. Fjórlita-kúlupennar og blýantar. Kúlupennai- i mjög miklu úrvali. Agætir kúlupennar frá 11 krónum. Spil í feikna úrvali, flest á gamla verðinu. Plast-spil i gjafakössum. Á þau er hægt að spila árum saman. Manntöfl, margar tegundir, einnig taflborð. Lúdó, Hamla, Matador, Lottó, 5-spil, Mikado, Rúlettuspil o. fl. o. fl. Mótunarleir í fallegum gjafakösstum. Vatnslitakassar, góðir og ódýrir. Crayola-litirnir vinsælu, í 8, 12, 24 og 48 stk. öskjum. Litabækur og myndabækur i miklu úrvali. Skjalatöskur, 40 tegundir. Verð við allra hæfi. Seðlaveski og buddur úr ekta leðri. Sérstakleg ódýr. Pennaveski úr ekta leðri, falleg og vönduð. Skrifmöppur i miklu úrvali. Gestabækur, margar gerðir. Minningabækur, margar tegundir. Urklippubækur. Ljósmyndaalbúm, mikið úrval. Peningakassai', margar stærðir og gerðir. \ Jarðlíkön, margar stærðir. Fást einnig með ljósi. Prentverk, tvær stærðir. Stimplaspil (með dýramyndum, bílamyndum o. fl.) Pappírskörfur, margar gerðir og stærðir. Skrifundirlegg. Bréfsefnakassar, fallegir og ódýrir. Teiknigerðir, reiknistokkar. PAPPlRS- OG RITFANGAVERZLUN Hafnarstrœti 18 — Kjörgarði — Laugavegi 81f STEIIMDORSPREIMT H.F. sendir starfsfólki og viðskipta- vinum sínum ósk um GLEDILEG JÓL

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.