Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 24

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 24
Þrír menn hurfu á jóladaginn eins og jörðin hefði gleypt þá. Það virtist vonlaust verk að finna þá, en lögreglan gafst ekki upp. Þetta er spennandi frásögn, sem um leið gefur góða Iýsingu á því undir hvernig kringumstæðum kanadíska lögreglan varð að vinna á tímum gullæðisins ... lagðir utan með tjaldskörinni, og þegar Ryan leit inn fyrir sá hann að þar var allt þakið hrími. — Það lítur út fyrir að ein- hver hafi verið hér fyrir fáum dögum síðan, sagði hann. — Ég kann ekki við þetta. Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að setja tjald sitt hálfan kílómetra inni í kjarrinu? — Það hlýtur að hafa verið einhver, sem ekki vildi láta sjá til sín, viðurkenndi ökumaður- inn. — Ef til vill fáið þér ein- hverjar upplýsingar í Minto . . . Eigandi litlu krárinnar í Minto og vildu komast sem allra fyrst af stað. Ég vona að ekkert hafi komið fyrir þá. — Þeir gætu hafa breytt um ákvörðun og stanzað einhvers staðar í skógarhöggsmannakofa, sagði Fussell. —- Voru þeir með mikið af peningum á sér? spurði Ryan. — Já. Clayson hafði verið í Klondike og keypt gull. Relfe var með um það bil 1200 doll- ara I reiðu fé. En hvað dettur yður eiginlega í hug, Ryan ? Um hábjartan dag á sjálfan jóla- morguninn? Ef eitthvað hefur komið fyrir þá er miklu senni- JÓLADAGSMORÐIN DULARFULLU ' Hann hafði einmitt byrjað að • snjóa fyrir alvöru á jóladags- /• morgun og nú kyngdi snjónum • oiður meðfram allri Yukon- « sjini, í fjöllin og lagði hvíta > ilæðu yfir skógana. Hann gróf . tióldin á gullleitarsvæðunum og hrúgaðist upp í skafla á göt- ' utium í Dawson, hinum yfirfullu • aðalstöðvum gullleitarmanna. ■ Þetta var síðustu viku nítjándu aldarinnar. í litlum og lágum bjálkakofa Lijgregiunnar hjá ánni fyrir >' sutinau Dawson sátu þrír menn i' og snæddu jólamáltíð sína, tveir v^akógarhöggsmenn og korpóral i frá North West Mounted Police ■ eitts og lögreglan var þá kölluð t í Kanada Það var lagt á borð , hauda fjórum, en fjórða sætið var autt. U Körpóralinn, Paddy Ryan, var '' góður og skemmtilegur gest- i' gjafi, og mennirnir þrír hugs- > uðu ekki um fjórða gestinn fyrr '. en komið var undir kvöld. Þá \ áóð annar skógarhöggsmaður- \ Mtu upp og eftir að hafa kvatt ig þakkað fyrir sig, bætti hann ■ við: — Hvað skyldi hafa orðið 1 utu Ole? •’ Korpóralinn varð jafnskjótt ' *rclegur. Ole Olsen var góður ) víuur hans, sem vann hjá síma- j þjónustu rikisins og gerði við \ ikemmtjlr, sem urðu á „línunni", . tu það var einfaldur símaþráð- ur. sent festur var upp í tré , meðfram ánni. Hann hafði kom- » ið vlð hjá Ryan tveim dögum ' löur og lofað að koma aftur til tð borða hjá honunr jólamatinn. Kyan yppti öxlum og reyndi •ið gleyma óróleika sínum. — Þið vi'tið hvernig þetta , gengur. Hann hefur komizt í góðan félagsskap einhvers stað- ar meðfram línunni og fengið heldur mikinn jólavökva . . . Tveirn dögum síðar kom ó- hreyttur lögregluþjónn þramm- ittdi gegnum snjóinn til bjálka- Rofans. Það var Frank Bacon, sem kominn var þrjátíu kíló- . .metra veg alla leið frá Five Ftugers fossunum i suðurátt. — Paddy, sagði hann. — Hver ’íjárinn er orðinn af Ole? Síma- Hn'úrnar eru fallnar niður á mörgutn stöðum og enginn hef- «r neitt séð til ferða hans. — Hann hefur náttúrlega lent í Minto og sefur þar úr sér jóla- vímuna, svaraði Ryan. Minto var 20 kílómetra mót norðri. — Þú getur sagt símayfirvöldunum í Five Fingers að ég muni fara og ná í Ole. Þrír menn horfnir. Þegar Ryan hafði ekið á hundasleða sínum í um það bil klukkustund, stanzaði hann og fylgdarmaður hans til að tala við tvo ferðamenn, sem voru á leið suður á bóginn. Ryan lýsti hinum týnda Ole Olsen fyrir þeim, en þeir höfðu ekki séð hann í Minto. Nú varð Ryan fyrir alvöru ó- rólegur, því bilun á símalínunni gat verið alvarlegt mál, Gullið dró til sín glæpamenn og alls konar óþjóðalýð alls staðar að úr heiminum, og nú þegar snjór- inn var kominn, fóru gullgraf- arar og verzlunarmenn i stórum hópum frá Dawson til hafnar- borgarinnar Skagway með poka sina fulla af gulli og peningum. Ef síminn varð sambandslaus var lögreglan sem einangruð frá umhverfinu. Leiðin, sem ferðamenn urðu að fylgja lá gegnum öræfasvæði og var næst- um 1000 km á lengd. Ef glæpir og morð voru framin á þessari leið, fékk lögreglan ekkert um það að vita fyrr en seint og síðar meir, ef síminn var ekki í lagi. Olsen var áreiðanlegur maður, sem ekki var líklegur til að vanrækja verk sitt að á- stæðulausu. Ryan skildi hundasleðann og fylgdarmann sinn eftir á ísnum en tók sjálfur að klifra upp brattar hlíðarnar meðfram lín- unni og rannsakaði vandlega umhverfið. Olsen gæti hafa fót- brotnað eða orðið fyrir öðru slysi. Þegar rökkva tók sneri hann við til sleðans, og 10 kílómetra norðan við bjálkakofann i Hut- chiku beygðu þeir inn á svokall- að Pork Trail, stíg, sem tók af mestu beygjur árinnar. Það varð æ dimmra í skóginum í kringum þá, en skyndilega gaf Ryan, sem athugaði vandlega sporin i snjónum, skipun um að stanza. Hann hafði uppgötvað óljósa slóð í snjónum, sem lá þvert á aðalslóðina. — Eigum við ekki að halda beint til Minto? sagði ökumað- urinn, en Ryan þagði. — Við skulum athuga þessa slóð, sagði hann síðan stuttlega. Slóðin, sem var næstum ó- sýnileg, lá fyrst gegnum þétt kjarr, en síðan milli hárra greni- trjáa. Siðan komu þeir í rjóður og þar sáu þeir móta fyrir tjaldi í myrkrinu. Þegar þeir komu nær, sáu þeir, að ekki gat verið um tjald að ræða, sem ferðamenn hefðu slegið upp til einnar nætur. Til- höggnir trjábútar höfðu verið var fyrrverandi hafnsögumaður, John Fussell, og kona hans eld- aði mat handa ferðamönnunum. Þau urðu bæði undrandi og kvíð- in þegar þau heyrðu, að Ryan væri að leita að Olsen. -—• Klukkan var ekki nema átta á jólamorgun þegar Olsen fór héðan, sagði frú Fussell. — Ég bauð honum að bíða og borða kalkún með okkur, en hann sagðist hafa lofað að borða jóla- matinn hjá ykkur. Þegar hann fór héðan var hann i fylgd með tveimur ungum og hraustlegum Bandaríkjamönnum, Fred Clay- son cg Jim Relfe. Þeir ætluðu báðir heim til skyldfólks síns legra að þeir hafi fallið niður um ís. — Það eru vakir i ísnum að- eins á tveimur stöðum héðan og til Hutchiku, og þeir eru báðir langt frá stignum, sagði Ryan, sem ekki gat gleymt tjaldinu í rjóðrinu. — Þér hafið víst ekki séð neina ókunnuga á ferð hér, Fussell ? Fussell stóð lengi í þunguni þönkum áður en hann svaraði: — Þegar þér talið um það — munið þér eftir því að í fyrra- dag lét sólin sjá sig í fyrsta sinn í langan tíma ? Ég gekk út fyrir til að njóta sólarljóssins, og sá þá reyk frá báli, sem virt- 24 HEIMILISPDSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.