Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 3

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 3
andi. Um alla Evrópu keppast menn um að klœðast þessum þrönga, nærskorna, ítalska fatnaði. Og hér hafa ungir menn fylgt á eftir. Það má sjá marga unga menn á götum bœjarins í fötum sniðnum í ítalskan máta. — Fást þá föt með ítölsku sniði í klœðaverzlunum hér t — Nei, ekki álmennt. Verzl- anirnar verða að fara hálf- gerðan milliveg, þœr geta ekki framleitt lagerföt eftir nýj- ustu tízkusniðunum. Það eru svo fáir karlmenn hér á landi, sem elta tízkuna. Fyrir þá verður miklu frekar að sauma sérstaklega. Enda er lager- saumur fyrir þá sem vilja líta þokkalega út, án þess þó að það verði þeim of dýrt. Því það er raunverulega hægt að fá tiltólulega ódýr föt í verzl- unum hér. — Hvemig finnst þér karl- menn á íslandi klœðastT — Þeir virðast allt of marg- ir hugsa meira um það að fá sér brennivín en ný föt. Allt of mörgum karlmönnum virð- ist alveg sama hvernig þeir líta út. Drykkjuskapurinn finnst mér gífurlegur hér. Fólk verður út úr drukkið og getur sér oft og tiðum enga björg undarlega fyrir sjánir á Is- landi og þetta. — Og svo állar fállegu stúlk- urnar? — Já, það er satt. Það hef- ur komið mér undarlega fyrir sjónir hvað mikið er af fállegu kvenfólki á íslandi. Eg hef bókstaflega áldrei séð ófríða stúlku á fslandi. Og þcer eru í algjörri andstöðu við karlmenn- ina. Þœr kunna nefnilega að klœða sig. — Þú gœtir kannske hugsað þér að krœkja í íslenzka stúlku og setjast að á Islandi? — Ég vinn bæði á daginn og kvöldin svo ég hefi mjög lítinn tima til að líta vel í kringum mig, en ég gœti vel hugsað mér að setjast að á íslandi. Eg hefi eignast marga kunningja liér, og sumir þeirra hafa kennt mér dálitið í islenzku. Viltu heyra eitthvað? —• Já, fyrir alla muni. — Eg tala bara pínulítið — gleðileg jól —■ gamla kartafl- an min — fyrirgefðu — já — þakka þér fyrir — bless. —■ Þetta er tálsvert. Kanntu ekki eitthvað fleira ? — Bara pínulítið — ekki núna takk. — Hvernig stóð á því að þú fórst að syngja opinberlega? í Austurbœjarbíói snemma á þessu ári. Strax á eftir var ég ráðinn til að syngja á Röðli i nokkrar vikur. Síðan fór ég heim til Englands í sumarfri. Kom aftur og fór að vinna í Últíma og byrjaði svo fyrir hálfum mánuði í Stork-klúbbn- um og verð þar eitthvað á- fram. — Hvernig lög syngurðu lielzt ? — Róleg lög og rómantízk. Ég er ekki rokksöngvari. Upp- áháldslagið mitt er hið rólega lag „Twilight time“ og þó tek ég klassiskt lag fram yfir það, en það er „One fine day“ úr Madame Butterfly. — Nafnið þitt er œði Ukt hinu frœga nafni Cole Porter er nokkur skyláleiki þar á milli? —- Nei, Colin Porter er mitt rétta nafn. Eg hefi ekki tekið mér það eftir að ég fór að syngja eins og margir söngv- arar og kvikmyndáleikarar gera. Og ég er ekkert skyldur ameríska tónskáldinu Cole Porter, þó margsinnis hafi ég verið spurður að því. — Hvað gerirðu helzt i fri- stundum þínum? — Þœr eru nú ekki of marg- ar meðan ég vinn svona mikið, Islenzkir karlmenn vilja frekar brennivín en föt — kvenfólk á Islandi dásam- lega fallegt — keppast ekki íslenzkir söngvarar við að syngja á ensku? — viðtal við tízkuteiknarann og dægurlagasöngvarann sök, enda virðist mér söngvar- arnir ykkar keppast við að syngja á ensku. Þeir œttu að syngja mezt á islenzku, en mér er sagt að skortur á góð- um islenzkum textum eigi sinn þátt í því að flest nýjustu lög- in eru sungin á ensku. — Áttu nokkur áhugamál utan söngsins og fatanna? — Það vœri þá helzt meiri föt. Eg safna fötum, á 21, sett, sem ég hefi að mestu leyti sniðið sjálfur. — Líklega ert þú auðugasti karlmaður á íslandi hvað föt- um viðkemur? — Nei, getur það verið? —- Já, eins og þú sagðir, þá er karlmönnum á fslandi svo til álveg sama hvernig þeir lita út. Og fyrir alla muni ekki spyrja mig að því hvað ég eigi mörg föt. essg. sér veitt. Þetta held ég þekk- ist mjög óvíða í heiminum, nema í drykkjumannahverfun- um og ég held að Reykvíking- ar vilji ekki láta kalla Reykja- vík eitt állsherjar drykkju- mannahverfi. Eg hefi til dæmis séð drukkna unglinga þvœlast um i miðbænum og lögreglu- þjóna ganga fram hjá þeim án þess að líta við þeim, jafnvel forðast að táka eftir þeim. Ekkert hefur komið mér eins COLIN PORTER — Það var fyrir tveim ár- um sem ég byrjaði. Eg var að syngja i verzluninni suður á flugvelli og þá kemur einn við- skiptavinanna til min og spyr mig hvort ég vilji koma á œf- ingu með hljómsveit, sem hann stjórni þama suður frá. Ég þáði boðið og áður en ég vissi af var ég farinn að syngja með hljómsveitinni S til 4 kvöld í viku. Síöan kom ég fram á hljómleikum, sem háldnir voru en ég skrepp þá helzt í kvöld- kaffi til kunningjanna og við röbbum saman um állt milli himins og jarðar. Þeir hjálpa mér að lesa blöðin, það er ein og ein grein, sem ég skil, ef það er ekki of mikið af löng- um orðum í henni. — Hvemig kanntu við að syngja fyrir islenzka áheyr- endur, þar sem þú syngur ekki eitt einasta lag á íslenzku? — Það virðist ekki koma að HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.