Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 19

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 19
— Ég hélt þú hefðir sagt, að þú hefðir ekki áhuga fyrir að fiska. — Alveg rétt. En þú hefur það. Hún kom hlaupandi til mín, fleygði sér í fangið á mér og kyssti mig. — Heyrðu nú, sagði ég. — Það er naumast að þú leggur á þig fyrir eina vesæla veiðistöng. Það voru tár í augum hennar. — Það er ekki það. Eg var að bíða þess að þú kæmir aftur til baka og kenndi í brjósti um sjálfa mig. Ég . . . ég hélt, að þér væri í rauninni alveg sama um mig og að þú værir bara að nota mig til að hjálpa sjálfum þér. Ég rétti aðra hendina undir hökuna á henni og lyfti höfði hennar áfturábak svo hún neyddist til að horfa beint i augtin á mér. —- Heldurðu það ennþá? — Ó, Hal. Hún faldi andlitið i skyrtunni minni. — Ég er svo mikill kjáni. Ég kyssti hana. — Allt i lagi, elskan. Við skulum fá okkur einhvern morgunmaf. Þegar við vorum búin að borða fórum við út að svipast um eftir eldiviði. Siðan gengum við niður að vatninu. Vatnsyfirborðið var mjög lágt og þéttvaxið sefið stóð upp úr. Sandra var eins og barn. — Við hefðum átt að taka með okkur baðföt. — Ég veit það ekki, sagði ég. -— Vatnið er frekar kalt. — Uss, það gerir ekkert til. Ég fer út í þegar dimmir. — Ég skal fara með þér. Ég hefði ekkert á móti því að fara í bað, en sennilega verðum við bara óhrein í sefinu. — Hvað sem því líður þá ætla ég að fara að veiða. — Þú ferð að veiða. En ég fer ekki út i þennan bát. Hún sneri sér að mér. — Er þér alvara? Ég kinkaði kolli. Hún byrjaði að hlæja, en hætti við það. — Við hvað áttu eiginlega? Ég hikaði. Ég hafði aldrei sagt neinum frá þessu. En ég svaraði hægt: — Þegar ég var smákrakki var faðir minn vanur að fara með mig niður að ströndinni á hverjum sunnudegi. Hann fékk sér þá bát og reri með okkur gegnum öldurnar. Mér þótti þetta stór- skemmtilegt, en sva var það einn daginn að hann komst ekki að landi eftir að bátnum hafði hvolft. Hún starði á mig. — Og ertu ennþá hræddur við báta? Ég kinkaði kolli. — Þetta er nokkuð, sem ekki er hægt að útskýra, líkt og innilokunarhræðsla. Ég get sagt við sjálfan mig að þetta sé heimskulegt, en um leið og ég stíg út í bát liggur mér við brjálæði. Hún ætlaði að fara að segja eitthvað en hætti við það. Eftir stundarkorn gengum við upp hæðina aftur og að kofanum. Á meðan Sandra tók til hádegisverð leit ég i blaðið. Saga mín var farin af forsiðunni, en þeir höfðu helgað mér tvo dálka á annari síðunni. Það var ekkert sér- stakt nýtt, nema að Schultz hafði lýst yfir því að ég væri ekki lengur á hans snærum. Ég vildi fá meiri fréttir og fór því út í bil til að hlusta á útvarpið. Tækið var lélegt og hlustunarskilyrðin oft slæm í fjöllunum og ég heyrði ekki nema hluta af því, sem þulurinn sagði. En lögreglan hafði verið hjá Picon og fengið allörugga vissu fyrir því að Hal Boyd og Sandra Cload hefðu dvalizt þar undir fölsku nafni. Picon hafði ekki getað gefið neinar upplýsingar að gagni, en frú Moody hafði sagt, að hún hefði undireins fengið grun- samlegar hugmyndir um þetta fólk. Þulurinn hélt á- fram frásögninni og sagði: — Eitt athyglisvert atriði hefur komið fram í málinu. Albert Cload, bróðir stúlk- unnar, sem saknað er og vinnuveitandi Boyds, bauð I dag tíu þúsund dollara verðlaun hverjum þeim, sem gæti skilað systur sinni heim heilli á húfi, því hann kveðst sannfærður um að hún hafi verið numin á brott gegn vilja sinum. Lögreglan hefur góða trú á að þessi verðlaun kunni að flýta fyrir handtöku Boyds. Ég bölvaði í hálfum hljóðum og slökkti á tækinu. Þegar ég gekk út úr skúrnum, sá ég bíl standa fyrir utan kofann. Fyrsta viðbragð mitt var að taka til fótanna, en ég gerði það ekki, því billinn kom mér afar kunnuglega fyrir sjónir. Ég færði mig hægt nær. Það var beygla á framstuðara bílsins. Ég vissi hvenær það hafði skeð, því ég hafði einmitt ekið i bílnum við það tækifæri. Ég sneri við og læddist meðfram hlið hússins og gáði varlega inn um einn gluggann. Tilgáta min reynd- ist rétt. Landy Landström sat inni og var að tala við Söndru. Sandra virtist óttaslegin, vafði uppþvotta- tuskunni milli handanna, eins og hún væri að reyna að hnýta hnút. Landy hafði valið sæti sitt vel. Hann sat þannig að hann gat séð út um báðar dyrnar í senn. En hann Framh. í næsta blaði. HEIMILISPÚSTURINN SKALLI SKIPSTJÓRI í VILLTA VESTRINU — Úff. sagði Arnarnefur og benti á gil, sem gekk inn milli fjallanna. — Skeggjaði hvíti bróðir hefur riðið upp þetta gil . . . beint til veiðilanda Flatfætlinga! En í stað þess að fylgja sporunum frekar, hóf liann að klifra upp nær þverhníptan hamravegginn. — Er ekki betra að fara eftir honum? spurði Skalli. — Náum honum aldrei nógu snemma, svaraði Arnarnefur, — aðeins einn möguleiki til að bjarga honum, senda símskeyti til Flatfætlingahöfðingjans. — Skyldi nú vera símstöð þarna uppi á fjallinu? hugsaði Skalli. — Nei, það gat ekki verið! Sennilega ætlar Arnarnefur að senda þetta símskeyti á Indíánavísu. Meðan þeir klifruðu upp hlíðina, sáu þeir til ferða annars reiðmanns, sem þeysti upp gilið. — Fari það nú allt í hákarla og brennivín, másaði Skalli þegar Arnarnefur hafði fullvissað sig um að þarna var enginn annar en Billý bjarnarhrammur á ferð! — Nú er hann stýri minn laglega settur milli tveggja elda! Nú er símskeyUð eina vonin! Stýrimanninum íannst hann vera nær dauða en lífi þar sem hann ríghélt sér í faxið á Sörla og sinnti því engu ,hvert klárinn bar hann svo lengi sem honum tækist að halda ör- uggri fjarlægð milli hans og Billýs. Óttinn við bófann var rasssærindunum yfirsterkari! Hann stundi og kveinaði á víxl, — ó, æ, á! Ég vildi óska að skepnan hefði betri fjaðrir! En allt í einu sá hann dálítið, sem kom honum til að gleyma öllum líkamskvölum sínum: Fyrir framan hann birtist allt í einu Indíánaflokkur, með óhugnanlegum ópum og óhljóðum, sem kom blóðinu til að storkna í æðum hans. — Villimenn! stundi stýrimaðurinn, — ég verð að stoppa! Hvar eru eigin- lega bremsurnar á skepnunni? Hann togaði í faxjð, eyrun og taglið, en ekkert dugði. Loks datt honum í hug að toga í taum- ana og við það stanzaði Sörli prjónandi. — Til baka! æpti stýri, — fljótur nú! Annað hvort skildi skepnan hvað hann meinti eða honum tókst að toga rétt í tauminn, því Sörli sneri sér við. En það, sem stýri okkar nú sá var margfalt skelfi- legra heldur en liópur hinna blóðþyrstu Indíána: í»arna kom Billý bjarnarhrammur á harðastökki út úr gilinu! Stýrimaðurinn sat í hnakknum sem steinrunninn af ótta. öðru megin nálguðust Indíánarnir og hinum megin frá Billý bjarn- arhrammur skjótandi eins og óður maður. Kúlur og örvar þutu með ógnandi hvin yfir höfði hans. — Þetta er meira en ég þoli, stundi stýri. — Ég dey! ... Ég er dauður! Og með því lét hann sig detta af hestinum og beið þess með lokuð augun hvað verða vildi, hvor yrði á undan til hans. í»að voru Indí- ánarnir, sem á undan urðu, því Billý kærði sig greinilega ekki um að koma of nálægt rauðskinnunum heldur. Hann vissi mæta- vel, að það var ekki við neinu góðu að búast hjá Flatfætling- unum. Hann faldi sig á bak við klett og fylgdist með hvernig stýrimaðurinn var bundinn og farið með hann. í»að sárnaði Billý aðeins, að Sörli skyldi hafa fallið í hendur þeirra líka. En hann var ekki af baki dottinn. — Ég SKAL ná klárnum aftur! urraði hann. — í nótt laumast ég inn í tjaldbúðirnar hjá þeim, biðið þið bara við . . . Framh. í næsta blaði. T 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.