Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 5

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 5
FRA ENGLANDI. Fjármálaóreiða. Viðburðir þeir, sem gerzt hafa í Englandi síðustu vikurnar, fall pundsins og stjórnarbreytingarn- ar hafa gersamlega yfirgnæft allt annað, sem gerst hefir í heiminum á þessum tíma. í raun og veru eru þessi tvö mál mjög fléttuð saman, því að það eru beinlínis fjármálaörðugleikarnir, sem hafa valdið hinu öllu. Vei-kamannastjórnin, sem setið hefir að völdum síðan 1929 var kosin sem ,,framfarastjórn“, og hún reyndi að láta þetta ásann- ast. Framk'Tæmdir voru miklar og kostnaður jókst í sífellu. Á hinn bóginn gerði kreppan í heiminum og verðfallið mikla það að verkum, að tekjur ríkis- ins fóru þverrandi. Fór þá svo, að halli fór að verða bæði á ríkisbúskapnum, (á fjárlögum) °g<á þjóðarbúskapnum í greiðslu jöfnuði við önnur lönd. Mac Millian nefndin. Þetta gat ekki dulist jafn skarpskyggnum manni og Philip Snowden, fjármálaráðh. verka- mannastjórnarinnar. Skipaði hann því nefnd eina mikla, er rann- saka skyldi allt ástandið og leggja á ráðin um bætur. í nefnd þess- ari voru margir mestu fjármála- menn og hagfræðingar Englend- inga, svo sem Mc. Kenna og Key- nes. Fromaður var Mc. Millian lávarður. Nefnd þessi skilaði mjög löngu og vönduðu áliti, og urðu næst- um því allir sammála. Var aðal inntak þessa álits það, að á ár- inu 1932 myndi með sama áfram- haldi verða 120 miljón punda halli á ríkisbúskapnum (um 2.500.000.000 krónur!). Þetta taldi nefndin alveg ógerning að taka með auknum sköttum, því að allur þorri þeirra væri kom- inn „í hámark“. Mestum hlutan- um yrði því að ná með niður- færslu á útgjöldum. Lang stærsti liðurinn var 10% lækkun á at- vinnuleysisstyrkjunum (nam um 33*

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.