Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 4
Mynd á forsíðu. Fólk á hestvagni. Ljósmyndina tók Magnús
Olafsson á árunum 1910-1930. 1 aftursæti sitja Gísli Gíslason,
verslunarstjóri hjá Geir Zoega og eiginkona hans Ragnheiður
Clausen. Asa Clausen, systir Ragnheiðar situr í framsætinu en
kúskurinn og drengurinn eru óþekktir. Hestarnir eru Litli
Mósi og Stóri Mósi en þeir og vagninn voru í eigu Geirs
Zoega. Sagan segir að þeir séu heygðir í garði þýska sendi-
ráðsins. Myndin er í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Sagnir
Tímarit um söguleg efni
Pósthólf 7182
127 Reykjavík
Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Eiríkur P. Jörundsson og Hrefna Karls-
dóttir.
Ritnefnd skipuðu auk ritstjóra:
Ágústa Kristófersdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Gunnar Bollason,
Hörður Vilberg Lárusson, Jón Egilsson, Magnús Sveinn Helgason,
Margrét Stefánsdóttir, Sólborg Una Pálsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirs-
dóttir og Þröstur Sverrisson.
Prófarkalestur: Á. J.
Prentvinnsla Oddi hf.
Sagnir ©
Sagnir koma út einu sinni á ári. Greinar sem birtast í tímaritinu má
ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóð-
ritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skrif-
legs leyfis viðkomandi höfundar.
Bréf til lesenda
Enn á ný eiga lesendur þess kost að sjá nýjan árgang
Sagna. Að venju er efni blaðsins Jjölbreytt og ættu
jlestir aðfinna eitthvað við sitt hœfi. I tilefni af 100
ára afinœli kvikmyndarinnar ríður Eggert Þór Bern-
harðsson á vaðið með áhugaverðu „broti úr bíósögu".
Einnig er í blaðinu að finna fróðlegargreinarfrá ólík-
ustu tímum, s.s um frjósemi íslenskra kvenna á 19.
öld, um baráttu gegn dýrkun dýrlinga og lielgra muna
fyrstu árin eftir siðskipti, ástand í heilbrigðismálum
um og eftir síðustu aldamót, kirkjubyggingar í kaþ-
ólskri tíð, hugmyndir íslenskra menntamanna um
mannkynbætur á fyrri hluta aldarinnar og að lokum
er grein um sendisveina í Reykjavík.
Sú spurning hefur jafnan verið sagnfrœðingum sem
og öðrum fræðimönnum hugleikin hvort og hvernig
hægt sé að nálgast sannleika fortíðar á sem áreiðan-
legastan hátt. Fyrir skömmu var kennt námskeiðið
Sagnfræði, sannleiki og skáldskapur í Háskóla
Islands. Námskeiðið kenndi Gunnar Karlsson, próf-
essor í sagnfræði. I námskeiðinu veltu nemendur
þessum spurningum fyrir sér, ásamt því að athuga
tengsl sagnfræði og skáldskapar. Til að nálgast við-
fangsefnið reyndu þátttakendur í námskeiðinu að
sameina sagnfrœði og skáldskap með því að skrifa
sögulegar smásögur sem byggðar vœru á sagnfræðileg-
um niðurstöðum. Hér í blaðinu birtuin við jjórar
þessara smásagna og eina eftir Gunnar Karlsson. Að
auki voru þeir Magnús Hauksson bókmenntafræðing-
ur og Helgi Ingólfsson sagnfrœðingur og rithöfundur,
fengnir til að velta fyrir sér tengslum sagnfræði og
skáldskapar.
Að venju hafa margir lagt hönd á plóginn við út-
gáfu þessa árgangs Sagna og eiga þeir allir bestu
þakkir skildar. Sérstaklega viljum við þakka stafs-
fólki Ljósmyndasafns Rcykjavíkur, Þjóðarbókhlöð-
unnar og Þjóðminjasafns fyrir liðlegheitin. Einnig
þökkum við O. Johnson og Kaaber og Mjólkursam-
sölu Reykjavíkur fyrir lán á myndum.
Ritstjórar
2 SAGNIR