Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 4

Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 4
Mynd á forsíðu. Fólk á hestvagni. Ljósmyndina tók Magnús Olafsson á árunum 1910-1930. 1 aftursæti sitja Gísli Gíslason, verslunarstjóri hjá Geir Zoega og eiginkona hans Ragnheiður Clausen. Asa Clausen, systir Ragnheiðar situr í framsætinu en kúskurinn og drengurinn eru óþekktir. Hestarnir eru Litli Mósi og Stóri Mósi en þeir og vagninn voru í eigu Geirs Zoega. Sagan segir að þeir séu heygðir í garði þýska sendi- ráðsins. Myndin er í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Sagnir Tímarit um söguleg efni Pósthólf 7182 127 Reykjavík Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Eiríkur P. Jörundsson og Hrefna Karls- dóttir. Ritnefnd skipuðu auk ritstjóra: Ágústa Kristófersdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Gunnar Bollason, Hörður Vilberg Lárusson, Jón Egilsson, Magnús Sveinn Helgason, Margrét Stefánsdóttir, Sólborg Una Pálsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirs- dóttir og Þröstur Sverrisson. Prófarkalestur: Á. J. Prentvinnsla Oddi hf. Sagnir © Sagnir koma út einu sinni á ári. Greinar sem birtast í tímaritinu má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóð- ritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skrif- legs leyfis viðkomandi höfundar. Bréf til lesenda Enn á ný eiga lesendur þess kost að sjá nýjan árgang Sagna. Að venju er efni blaðsins Jjölbreytt og ættu jlestir aðfinna eitthvað við sitt hœfi. I tilefni af 100 ára afinœli kvikmyndarinnar ríður Eggert Þór Bern- harðsson á vaðið með áhugaverðu „broti úr bíósögu". Einnig er í blaðinu að finna fróðlegargreinarfrá ólík- ustu tímum, s.s um frjósemi íslenskra kvenna á 19. öld, um baráttu gegn dýrkun dýrlinga og lielgra muna fyrstu árin eftir siðskipti, ástand í heilbrigðismálum um og eftir síðustu aldamót, kirkjubyggingar í kaþ- ólskri tíð, hugmyndir íslenskra menntamanna um mannkynbætur á fyrri hluta aldarinnar og að lokum er grein um sendisveina í Reykjavík. Sú spurning hefur jafnan verið sagnfrœðingum sem og öðrum fræðimönnum hugleikin hvort og hvernig hægt sé að nálgast sannleika fortíðar á sem áreiðan- legastan hátt. Fyrir skömmu var kennt námskeiðið Sagnfræði, sannleiki og skáldskapur í Háskóla Islands. Námskeiðið kenndi Gunnar Karlsson, próf- essor í sagnfræði. I námskeiðinu veltu nemendur þessum spurningum fyrir sér, ásamt því að athuga tengsl sagnfræði og skáldskapar. Til að nálgast við- fangsefnið reyndu þátttakendur í námskeiðinu að sameina sagnfrœði og skáldskap með því að skrifa sögulegar smásögur sem byggðar vœru á sagnfræðileg- um niðurstöðum. Hér í blaðinu birtuin við jjórar þessara smásagna og eina eftir Gunnar Karlsson. Að auki voru þeir Magnús Hauksson bókmenntafræðing- ur og Helgi Ingólfsson sagnfrœðingur og rithöfundur, fengnir til að velta fyrir sér tengslum sagnfræði og skáldskapar. Að venju hafa margir lagt hönd á plóginn við út- gáfu þessa árgangs Sagna og eiga þeir allir bestu þakkir skildar. Sérstaklega viljum við þakka stafs- fólki Ljósmyndasafns Rcykjavíkur, Þjóðarbókhlöð- unnar og Þjóðminjasafns fyrir liðlegheitin. Einnig þökkum við O. Johnson og Kaaber og Mjólkursam- sölu Reykjavíkur fyrir lán á myndum. Ritstjórar 2 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.