Sagnir - 01.06.1995, Síða 8

Sagnir - 01.06.1995, Síða 8
íslendingar eignuðust fúlgurfjár á árum seinni heimsstyjaldarinnar, m.a. vegna umsvifa erlendra hermanna í landinu. síðar voru nánast eingöngu sýndar er- lendar kvikmyndir í bíóhúsum Reykja- víkur um miðja 20. öld. Islendingar höfðu enn ekki bolmagn til að standa að framleiðslu eigin mynda. Engilsaxneskar kvikmyndir voru nánast allsráðandi i kvikmyndahúsunum. Kostnaðarsöm textun Þjóðveijar hertóku Danmörku í apríl 1940 og Bretar hernámu Island mánuði siðar. Með þessu var klippt á þann þráð sem tengdi Islendinga við Danmörku og Þýskaland en talsvert hafði verið sýnt af norrænum myndum fýrir þann tíma og einnig þýskum.6 Þrátt fýrir nokkum áhuga á evrópskum myndum bar þó mest á engilsaxneskum kvikmyndum í bíóhúsum Reykjavíkur fýrir síðari heimsstyrjöld, einkum bandarískum, enda framleiddu Bandaríkjamenn ógrynni mynda og dreifðu þeim unr víða veröld. Draumasmiðjan í Hollywood heillaði. Oftast bámst myndimar til landsins fýrir milligöngu Dana og voru með dönskum skýringartexta. Danska var það tungumál sem reiknað var með að flestir skildu og tengsl við Dani vom rík. Því þótti sjálfsagt að hafa þennan háttinn á. A tíma þöglu myndanna var þó skotið inn í einstaka kvikmyndir íslenskum skýr- ingartexta þegar mikið lá við, einkum og sér í lagi myndir sem tengdust Islending- um eða vom að hluta teknar á Islandi. Þá virtist ekkert til sparað enda ekki á hveij- um degi sem slíkar myndir vom sýndar. Þannig var Saga Borgarœttarinnar, sem byggir á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, með islenskum texta en hún var tekin á Islandi árið 1919 og ffumsýnd í upphafi árs 1921. Einnig var Hadda Padda Guðmundar Kambans með íslenskum texta. Hún var frumsýnd i Nýja bíói árið 1924 en tekin að hluta á Islandi árið áður. Islenskur skýr- ingartexti var jafnframt með ensku mynd- inni The Prodigal Son (Glataði sonurinn) þegar hún var ffumsýnd á Islandi 1929 en meirihluti útiatriðanna í myndinni var tekinn á Islandi árið 1922.7 Texti afþessu tagi heyrði til algjörra undantekninga og danskur skýringartexti var ráðandi í kvik- myndahúsum á Islandi. Ekki hugnaðist öllum að hafður var danskur texti með kvikmyndunum sem sýndar vom í bíóhúsunum. Arið 1926 var tiltölulega skammt uni hðið síðan Islend- ingar öðluðust fullveldi og tengslin við Dani vom orðin minni. Þá var þetta rit- að:8 Flestar eða því nær allar myndir em nú sýndar með dönskum textum, jafn- vel þær, sem teknar eru í öðmm löndum en Dan- mörku og ættu að vera auðfengnar þaðan og auðlesnar, — t.d. sænskar inyndir. Það er líkt og þegar menn lesa rit Selmu Lagerlöf og ann- arra sænskra snillinga í dönskum þýðingum! Það atriði er að vísu leitt en við því er minna hægt að gera. Einstakir nienn eiga þar meira undir sjálfum sér og at- vikunum. Hitt er engin tilviljun. Það er eitt stærsta og greinilegasta merki þess, að vér emm, þrátt fýrir allt fimbul- famb um þjóðerni, sjálf- stæði, bókmenntir, sveitamenningu og mál- hreinsun, undirlægjur Dana í mikilsverðuin efnum, og hvað mest í þeim, sem and- leg em talin. Síðan var spurt hvað údendingar sem kæmu til Islands hugsuðu sér „um hina „sjálfstæðu, einkennilegu íslensku menn- ingu“, þegar þeir sjá, að sú vinsælasta og fjölsóttasta skemmtun, sem hér er á boð- stólum, fer fram á danska vísu?“ Haldið var fram að i hveiju landi öðm þar sem málhreinsun og þjóðemi væri á dagskrá myndu „svona hlutir bannaðir með lög- um, ef mikil brögð væm að þeim.“ Sá sem þama talaði virtist lítt hrifinn af Dönum og óttaðist áhrif þeirra í íslensku þjóðlífi: „En það er nú svo, að síðan Danir „slepptu af okkur hendinni" 1918, hefiir þeim siður verið meinað að rétta okkur litla fingurinn, og mun þess skanunt að bíða, ef svona vindur fram, að þeir nái fastara taki en áður, þótt mjúk- legar sé á haldið." Loks var minnst á kostnaðinn við það að texta myndir: „Því verður ekki neitað, að íslenskar þýðingar á textunum myndu verða mikill kostnað- arauki. Oll þjóðemismál í litlu landi eru kostnaðarauki. Og geti kvikmyndahúsin ekki borið hann, þá verður það a.m.k. vafasamt hvort þau eiga sér nokkum til- vemrétt." Þannig fléttaðist danski textinn að nokkm leyti inn í þjóðernisbaráttu Is- lendinga - a.m.k. sumra. 6 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.