Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 15

Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 15
LAUGARAS Sími 32075 og 38150. Engin sýning í dag, 17. júní \meet> l\Aiss Mischíef 1 of1962! Ný, amerisk stórmynd í lit- um og CinemaScope. Myndin gerist á hinni fögru Sikiley í Miðjarðarhafi. Sýnd á föstudag kl. 5,7 og 9 Siðasta sinr IEXTI Miðasala frá kl. 4. Síiui 11182 Engin sýnin.g í dag 17. júní í »11 (The Pink Pantlier) Heimsfræg og snilldarvel gerð ný, amerísk gamanmynd í lit- um og Technirama. Hin stór- snjalla kvikmyndasaga hefur verið framhaldssaga í Vísi að undanförnu. Myndin hefur hvarvetna hlotið metaðsókn. David Niven Peter Sellers Claudia Cardinale. Sýnd kl. 5 og 9. — Hækkað verð. Þegar íslenskur texti kom til sögutmar auglýstu kvikmyndahúsin hann oftast með stóru letri. um byggingu kvikmyndahúss í Laugar- ásnum í tengslum við dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn sem þá var nýrisið og var húsið opnað vorið 1960 og nefnt Laugarásbíó. Það var þá nánast í útjaðri Reykjavíkur. Ari fyrr hafði verið opnað bíó i félagsheimili Kópavogs. Um svipað leyti og bygging Laugarásbíós hófst fóru forráðamenn Tjarnarbíós að hugsa sér til hreyfings og huga að nýbyggingu á veg- um Háskólans og endurbótum á kvik- myndahúsarekstri sinum. Því starfi lauk haustið 1961 þegar Háskólabíó var tekið í notkun en það var langstærsta bíóhús landsins, rúmaði tæplega eitt þúsund manns í sæti. Við þessar breytingar var Tjarnarbíó lagt niður. Hið sama var gert við Trípólíbíó enda sýnt að braggar stæðu ekki til eilífðamóns. Tónlistarfé- lagið i Reykjavík rak bíóið og rúmum tíu árum eftir að kvikmyndasýningar þess byijuðu hófst félagið handa um bygg- ingu nýs kvikmyndahúss í Skipholti sem hlaut nafnið Tónabió og var opnað vorið 1962. Trípólíbragginn var síðan rifinn um 1970.29 Ný og fullkomin tæki voru keypt í ný kvikmyndahús og yfirleitt einnig þegar þau eldri fluttu í ný hús. Vélakostur annarra bíóa var jafnframt endurnýjaður smám saman. Þegar þessar breytingar höfðu gengið yfir áttu Reyk- víkingar aðgang að tæplega 4.700 sætum i kvikmyndahúsum höfuðstaðarins og um eitt þúsund sætum i Kópavogi og Hafnarfirði en tvö bíó störfuðu í Hafnar- firði og eitt i Kópavogi.311 Þannig sýndist markaðurinn stöðugur, hafði staðið undir nýbyggingum, aukn- um tækjakosti og bættri aðstöðu bíógesta og virtist ört vaxandi, vítt og breitt um landið voru rekin bíóhús og þangað var hægt að dreifa myndum til sýningar eftir að þær höfðu „gengið“ i Reykjavík, eig- endur kvikmyndahúsa á höfuðborgar- svæðinu höfðu aukið samstarf sín á milli, tækninni hafði fleygt fram og hðtækir menn með þekkingu á þeirri tækni sem þurfti til textunar voru komnir til starfa. Allt hjálpaðist þetta hklega að við að gera gamla drauminn um textun erlendra kvikmynda að veruleika. Fleira hefur þó eflaust átt þátt i þessari breytingu um miðjan sjöunda áratuginn. Arið 1965 var ljóst að íslenskt sjónvarp hæfi göngu sína innan tíðar en hugmyndir um það höfðu verið nokkur ár í deigl- unni.31 Kvikmyndahúsin sáu fram á harða samkeppni við „imbakassanri' um athygh fólks og textun kvikmynda hefiir ugglaust þótt styrkja stöðu þeirra við breytt skilyrði. Að vísu hafði verið boðið upp á sjónvarp á íslandi þá þegar í nokkur ár en þar var á ferðinni bandarískt sjónvarp á veguin vam- arliðsins á Keflavíkurflugvelh. Arið 1955 hafði verið reist þar htil sjónvarpsstöð en hún var stækkuð árið 1961 og þá sáust sendingar stöðvarinnar vel í Reykjavík og nágrenni. Sjónvarpstæki tóku nú að streyma til landsins.32 Dagskrá „Kanasjónv- arpsins", eins og það var oft kallað, var öll á ensku likt og þorri kvikmyndanna í bíó- húsum borgarinnar. Reykvíkingar áttu til- tölulega greiðan aðgang að þessu banda- ríska sjónvarpi og fjölmargir fylgdust með útsendingum þess.33 Ekki vom þó allir sáttir við rekstur er- lends sjónvarps á Islandi, sist af öllu á vegum hers. Málflutningur svokahaðra „60-menninga“ árið 1964 var skýrt dæmi um það en þar vom á ferðinni sextíu landsþekktir menningarfrömuðir sem SAGNIR 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.