Sagnir - 01.06.1995, Síða 23
byijun þeirrar nítjándu minnkaði fijó-
semin.30 Á timabilinu 1841 - 1850 dóu
42,9% drengja hér á landi áður en þeir
náðu eins árs aldri, en 36% stúlkna.31
Þessar tölur gefa til kynna háa tíðni ung-
bamadauða, en samfara því var fijósemi
kvenna mikil. Það er þvi ekki ólíklegt að
þessi þáttur hafi átt við hér á landi.
LOKAORÐ
Eftir því sem sagnfræðingar taka sér fleiri
svið fyrir hendur til rannsókna verða
rannsóknaraðferðimar fjölbreyttari.
Kenningum úr hagfræði, mannfræði, fé-
lagsfræði og svo mætti lengi telja, er beitt
við hinar fjölbreyttustu rannsóknir. Hér
hefur verið farið á vit tölfræðinnar, en
það má segja, að sagnfræðin og hún
tengist órjúfanlegum böndum og hefur
svo verið um langan tíma. Tölfræðin gef-
ur okkur möguleika á að varpa nýju ljósi
á það sem áður hafa verið taldir hvers-
dagslegir hlutir.
Konur í Stóra-Dalssókn og Reynis-
sókn vom ekki ólíkar öðrum konum í
kringum landið, þær giftust á svipuðum
aldri og áttu álíka mörg börn sé litið út
ffá meðaltalinu. Það gefur þó ekki alltaf
rétta mynd af raunveruleikanum. Fjöldi
mánaða, hjá þessum konum, á milli fæð-
inga var 25,57 mánuðir í Reynissókn og
26,67 mánuðir í Stóra-Dalssókn sem er á
nokkuð svipuðum nótum og Loftur
Guttormsson kemst að í rannsóknum
sínum. Gögnin sýna aftur á móti að það
voru ekki margar „meðaltalskonurnar“,
heldur áttu þær annað hvort fá börn, eða
þá mörg. Vart er hægt að tala um mark-
tækan mun á milli sóknanna tveggja.
Þeir þættir sem mest áhrif hafa á fijó-
semi eru giftingaraldur og bijóstagjöf.
Hér á landi var giftingarhlutfallið nokk-
uð lægra en það sem gerðist í kringum
okkur. Þrátt fyrir að íslenskar konur
gengu seinna í hjónaband var fæðingar-
tíðni svipuð hér og annars staðar. Það
gefur því til kynna að nokkuð færri ís-
lenskar konur héldu uppi þessari fæðing-
artíðni með því að eiga fleiri böm en
kynsystur þeirra í nágrannalöndunum.
Þessi mikla frjósemi stjómast líklega af
því að íslenskar konur höfðu ekki böm
sín á bijósti.
Með því að hafa bam sitt á bijósti
frestuðust tíðir sem þýddi að getnaður
átti sér ekki stað. 1 Skandinavíu voru
konur með böm sin á brjósti í eitt til tvö
ár. Má því telja að þessar konur hafi verið
ófijóar í 12 — 13 mánuði. Islenskar konur
vom ekki með böm sín á brjósti sem
þýddi að ekki var um neitt ófrjósemis-
skeið að ræða hjá þeim. En fleiri þættir
gátu komið til sem höfðu áhrif á fijósemi
kvenna eins og t.d. há tíðni ungbarna-
dauða.
Erfitt er að alhæfa út frá rannsókn sem
þessari. Þrátt fyrir að hér hafi verið skoð-
aðar tvær sóknir, verður að hafa í huga
að þær vom aðeins lítið brot af þeim
fjölda sókna sem vom allt í kringum
landið. Eins er ekki ólíklegt að nokkur
munur hafi verið á fijósemi kvenna allt
eftir því hvar á landinu þær bjuggu.
Svörin verða því langt frá því tæmandi
og má segja að fleiri spurningum sé
ósvarað í lokin en lagt var af stað með í
upphafi ferðar, eins og skáldið mælti
forðum:
Leiðin er að vísu varla
vogandi nema hraustum taugum,
en mér fannst bara
bezt að fara
beint af augum,32
Tilvísanir
1 Þjóðskjalasafn Islands. Prestþjónustubók. Stóri-Dalur undir Eyjafjöllum
1816 - 1848.
2 Tólfrœðihatidbók 1984. Reykjavík, 1984. (Hagskýrslur íslands II, 82), 47.
3 I bók sinni Bemska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld, kallar Loftur
Guttormsson þetta fjölskyldumyndunarferli (bls. 136). Hér verður not-
ast við það hugtak.
4 Sbr. prestþjónustubækur fyrir Stóra-Dalssókn en inn í þær er skráð ef
menn dvöldu langdvölum að heiman, m.a. ef menn fóru í verið.
5 Agústa Bárðardóttir: „Teflir hver um tvo kosti að tapa eða vinna. Um
Einar Brandsson og afrek hans.“ Sagnir (14, 1993), 41.
6 Einar Laxness: Islatidssaga a - k. 2. útgáfa. Reykjavík, 1987, 245.
7 í bók Lofts Guttormssonar, Bertiska, ungdótnur og uppeldi á eitiveldisöld, er
að finna töflu þar sem hann rekur fjölskyldumyndunarferli hjóna frá
Kringlu í Mosfellsprestakalli. Er þessi tafla notuð sem fyrirmynd af þeim
fjölskyldumyndunarferlum sem rakin eru hér.
Loftur Guttomisson: Bertiska, ungdótnur og uppeldi á eitiveldisöld. Tilrauti
til félagslegrar og lýðfrœðilcgrar grcitiitigar. Reykjavík, 1983, 137.
8 Loftur Guttormsson: „Bamaeldi, ungbamadauði og viðkoma á Islandi
1750 - 1860.“ í Athöfn og orð. Reykjavík, 1983, aftanmálsgrein, 146.
9 Dæmi um óvenjumikla fijósemi frá 18. öld, er að finna í rannsóknum
Lofts Guttormssonar.
Loftur Guttormsson: Bemska, ungdómur. . ., 136 — 7.
Loftur Guttormsson: Bamaeldi, ungbamadauði. . 153 - 4.
10 Agústa Bárðardóttir: Seljaland fœddi sína sofandi. Seljalatid undir Eyjajjöll-
utn frá landtiátni til 1918. B.A. ritgerð í sagnfræði, 1993, 79.
11 Nánar er fjallað um þetta í næsta kafla.
12 Þjsk: Prestþjónustubók. Stóri-Dalur undir Eyjafjöllum 1816 — 1848.
13 Gísli Gunnarsson: Upp erboðið Isaland. Einokunarverslun og íslenskt satnfé-
lag 1602- 1787. Reykjavík, 1987, 19.
14 Gísli Gunnarsson: Fertility and Nuptiality in Iceland’s Dctnographic History.
Reykjavík, 1984, 12.
15 Baldvin Einarsson: Artnanti á Alþingi. Fyrsti árgangur, 1829, 44.
16 Gísli Gunnarsson: Upp er boðið Isaland, 37.
17 Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Fatnily attd Household iti Iceland 1801 - 1930.
Studies in the relationship between detnographic and socio-econotnic develop-
tnent, social legislation and household structures. Uppsalir, 1988, 108.
18 GísH Ágúst Gunnlaugsson: Family and household. . ., 112.
19 Hér er ekki miðað við allar konur heldur aðeins þær sem gengu í
hjónaband. Tímabilið er 1853 - 1860.
Tolfræðihandbók 1984, 39.
20 Loftur Guttormsson: Bamaeldi, ungbamadauði. . ., 153. Tímabilið sem
Loftur notar hér er 1856 — 1860.
21 Anderson, Bonnie S., Zinsser, Judith P.: A History ofTheir Oivti. Women in
Europe from prehistory to the present. Annað bindi. New York, 1988, 241.
22 Hér er miðað við „nútímakonunar“.
Messenger, Máire: Bókitt um bijóstagjöf Reykjavík, 1984, 12, 110.
23 Sigríður Sigurðardóttir: „Höfðu konur böm sín á bijósti 1700 - 1900?“
Sagnir (3,1982), 31.
24 Loftur Guttormsson: Bemska, ungdómur. . ., 138.
25 Loftur Guttormsson: Bemska, ungdómur. . ., 138.
Loftur Guttormsson: Bamaeldi, ungbamadauði. . ., 151.
26 Anderson, Michael: Population Change in North-Westem Europe, 1750 —
1850. London, 1988, 44.
27 Anderson, Bonnie S., Zinsserm Judith P.: History of Their Own, 244.
28 Anderson, Michael: Population Change. . ., 46.
29 Loftur Guttormsson: Bemska, ungdómur. . ., 137.
30 Anderson, Michael: Population Change. . ., 44,46.
31 Tolfræðihandbók 1984, 50.
32 Ur ljóði Tómasar Guðmundssonar, Fjallganga.
SAGNIR 21