Sagnir - 01.06.1995, Side 27

Sagnir - 01.06.1995, Side 27
um að allt stæði sem þeir höfðu samið um.20 Nú þurfti Gissur ekki að óttast truflun að norðan í bili og gat einbeitt sér að heimavígstöðvunum. Gissur hafði keypt ýmsan vaming í út- löndum og þar á meðal „organ skrifle" svo nú var hægt að fara að leika und- ir sálmasöng eins og Lúthers- sinnar lögðu mikið upp úr.21 Gallinn var bara sá að enn vom engir sálmar til á ís- allir haldið sig frá holdsins lystisemdum því sumir áttu böm. Gissur ætlaði nú fyrst af öllu að ganga á undan með góðu fordæmi og kvænast unnustu sinni, Guðrúnu Gottskálksdóttur, sem hafði flust í Skálholt áður en hann fór utan.23 Guðrún var systir Odds sem var ná- inn vinur Gissurar og einn af fáum mönnum í landinu sem kalla mátti lút- herskan. En þegar biskupinn kom Superintendent Gissur við skriftir. lensku svo varla hefur hljóðfærið gagnast mikið til undirleiks að svo stöddu. Með Gissuri komu ennfremur nokkur bréf frá konungi sem vom ítrekanir á kirkjuskip- uninni og nánari úthstanir á ákvæðum hennar.22 I bréfum þessum er m.a. lögð áhersla á að prestamir kvænist sem var bannað í kaþólskum sið. Ekki ber þó að skilja þetta sem svo að kaþólskir prestar hafi heim í Skálholt frétti hann að Guðrún væri farin þaðan því hún hafi verið orðin ólétt eftir prest einn þar á staðnum. Giss- ur vildi taka stúlkuna i sátt en Oddur bróðir hennar réð honum frá því út af skömminni sem það hefði í för með sér. Það byijaði því ekki vel hjá hinum rúm- lega þrítuga superintendent en hann fann sér þó annað konuefni og var brúðkaup- ið haldið um haustið.24 Harðnandi barátta Þegar Gissur hafði verið kvæntur í nokk- ur ár urðu þáttaskil í starfi hans. Arið 1546 barst honum liðsauki í baráttunni þegar Oddur Gottskálksson kom frá Kaupmannahöfn með bækurnar sem vom svo mikilvægar fýrir framgang breytinganna.23 Fyrst og fremst var það Corvinspostilla sem Oddur hafði þýtt á íslensku sem öllu breytti. Postillur voru predikunarbækur sem útlögðu kenning- una skýrt og rétt. Nú var hægt að fara að gera eitthvað af alvöru í málunum. Nú breytist 'ljka tónninn í bréfum biskups. Hann skipar prestum að kaupa þessar bækur og bætir svo við:2í' En eg fýrirbýð prestun- um að hafa í frammi nokkrar óskynsamlegar fortölur eftir rangsnún- • um vana einum fýrir fólkinu þær sem gagn- stæðilegar em guðs orði og áðurgreindum lög- teknum sermonsbókum. Þegi þeir heldur þar til að þeir hafa bækurnar útvegað . . . Nú fýrst var líka timi til kominn að láta að sér kveða í baráttunni gegn dýrlinga- og líkneskjutrúnni. Sumar- ið 1544 fór biskup i vísita- síuferð um Austfirði. I þá ferð hélt hann vitanlega ekki fýrr en eftir Þorláks- messu27 því það var nánast ein af embættisskyldum Skálholtsbiskups að vera heima á hátíðinni og sjá til þess að allt færi rétt fram. Ekki er vitað hvernig Giss- ur hagaði sér á Þorláks- messu 1544 en varla hefur honum þótt þorandi að banna hátiðahöldin strax þá. Tveim og hálfu ári síðar þótti biskupi mál til komið að láta til skarar skríða. Gissur skrifar bréf I bókasafni superintendents var meðal annarra lútherskra bóka ritið Margarita theologica eftir Jóhann Spangenberg.28 Upp úr því lét Gissur þýða nokkrar SAGNIR 25

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.