Sagnir - 01.06.1995, Side 28

Sagnir - 01.06.1995, Side 28
Tckið niðtir skurðgoð í Skálholtsstifti veturinn 1541 — 1548. greinar og sendi sem umburðarbréf um allt biskupsdæmið í ársbyijun 1547. Boð- skapurinn er skýr og urn helga menn og dóma segir bréfið m.a. þetta:2,i Þvi að ágirnd kennilýðsins hefir ei að- eins höndlað tilefni sinnar ágirni út af stokkum og steinum, heldur og einnig hefir hún gert af dauðra manna bein- um verkfæri síns ránsskapar. Hvar fýrir að upptökur — sem þeir kalla — heil- agra manna beina, eru ekki annað en táhrein svik rómverskra byskupa. Og margir þeirra líkamir eru hér á jarðríki heiðraðir, hverra sálir að eru greftraðar í helvíti. Gat nokkur hugsað sér að sál Þorláks helga væri hjá djöflinum svo lengi senr hann hafði verið vinur fólksins í þessu landi? Það þarf vart að spyija um við- brögðin við þessari heiftarlegu árás. Bréfið kennir einnig nýja afstöðu til líkneskja og helgigripa, eins og krossins í Kaldaðarnesi. Þessir hlutir eiga aðeins að minna á fyrirmyndimar. því þá vér lítum mynd krossins, eða upprisumynd Kristí, þá jafnsnart kall- ast oss til minnis heilsusamlegur dauði Kristi og hans dýrðarleg upprisa. Hverra hluta minning að er mjög nyt- samleg og nauðsynleg. En ef fólk þráast við og heldur áfram að tigna líkneski „þá skal veraldleg vald- stjóm í þeim sama stað það í burt taka, svo ei fremjist skurðgoðavillan“.31 Siðaskipti með handafli Nú leið tíminn fram eftir vetri en fólkið hélt uppteknum hætti og fast við sína trú og siði. Bréfið sem Gissur hafði sent frá sér hafði engu breytt þar um. Hann var orðinn heilsutæpur þrátt fýrir ungan ald- ur32 og þótti væntanlega litill árangur hafa orðið af Starfi sínu allan þennan tíma. Það var líklega nóg komið af skrift- um og tími til að láta verkin tala. Einn daginn bregður superintendent sér út í kirkju, gengur rakleitt upp að alt- arinu og svo er Þorláksskríni dröslað nið- ur af stallinum og sett til hliðar.33 En hann kastar ekki beinunum eða rífur skrínið hvort sem það stafar af ótta við andóf lýðsins eða kannski af virðingu fýrir dýrlingnum Þorláki? Er Gissur kannski ekki alveg búinn að kasta barna- trúnni? Hvað sem því líður bannar hann nú öll áheit og ^árgjafir en ekki er víst að það komi að gagni. Skömmu síðar skreppur superintend- ent í reisu til Kaldaðamess og tekur nið- ur krossinn fræga. Það er reyndar sama upp á teningnum hér því ekki telur hann varlegt að eyðileggja þennan helgigrip eða fara langt með hann frekar en skrínið og bein Þorláks helga. Hann skilur kross- inn eftir og ríður heim í Skálholt. ’4 Þar með var lokið tilraunum Gissurar Einarssonar til að koma á endurmótun kristindónrsins í Skálholtsstifti. Hann var orðinn helsjúkur og dó um veturinn. Einfarinn Gissur Einarsson Byltingin sem Gissur Einarsson reyndi að framkvæma i Skálholtsumdæmi á ámn- um 1540-48 var misheppnuð. Hún var hallarbylting eins manns með stuðningi fjarlægs konungsvalds en litlum sem eng- um að neðan, frá fólkinu sem byggði landið. Hún fól í sér algert niðurrif rót- gróinnar menningar og beindist gegn hugarfari sem var bjargfast í samfélaginu. Reyndar er hugsanlega rangt að halda því ffarn að Gissur hafi ætlað sér þá dul að breyta hér öllu í einu vetfangi. En trúarleg sannfæring hefur vísast knúið hann til hertari aðgerða þegar hann fann að tími hans sjálfs var á þrotum. Þegar Gissur í lok ferils síns réðist að helgum mönnum og líkneskjum var það í raun aðfor að sjálfu fjöreggi trúarinnar meðal fólksins. Síðustu úrræði hans voru að færa tvo af mestu helgigripum íslendinga af stalli og það í bókstaflegri merkingu. Þær framkvæmdir vom þó aðeins tákn- rænar; örþrifaráð deyjandi manns sem ef- laust hefur fundist mögur uppskeran af sáningu undangenginna ára. Hitt er víst að Þorláksskrín og Kaldaðameskrossinn héldu tign sinni og helgi eftir sem áður i vitund þjóðarinnar. 26 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.