Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 31

Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 31
Sögusvið íslendinga um miðbik 19. aldar og fram til 1890 er óraveg frá því að vera glæsilegt. Hver holskeflan á fætur annarri ríður yfir land- ið í mynd harðæra, drepsótta og eymdar. Þá herja sjúkdómamir, sullaveiki og holdsveiki, á landsmenn og valda mikl- um manndauða en vanþekking á smitun- arleiðum þeirra stuðla að útbreiðslu sjúk- dómanna. Nær engar sóttvarnir eru til gegn næmum bráðasóttum, þegar frá er skilið að kúabólusetning var hafin 1802 og lögboðin frá 1810. Um og eftir 1890 tekur mannfjölda- línan þó að stefna hratt upp á við. Ymis- legt olli þessari fólksfjölgun m.a. breyt- ingar i heilsuvernd skömmu fyrir 1890. Skottulæknar skera úf Árið 1874 þegar Islendingar fengu stjórnarskrána er veitti Alþingi löggjafar- vald, voru heilbrigðismál hér á landi í miklum ólestri.2 Á fýrsta löggjafarþing- inu árið 1875 vom samþykkt lög um læknaskipun. Urðu læknishéruð þá 20 og var það mikil fjölgun frá því sem áður hafði verið, því þau höfðu aðeins verið 13.3 Fjölgun lækna hlýtur að hafa valdið byltingu í læknisþjónustu, einkum í sveitum landsins. Almenningur hafði til þessa bætt sér upp læknaskortinn með því að leita til ólærðra lækna, svokallaðra skottulækna, og má nærri geta að þar hafi verið misjafn sauður i mörgu fé.4 I því sambandi skal nefnt, að til vom sér- stakir úfskurðamienn sem töldu fólki trú um „að nauðsyn væri að klippa af úfnum í krökkum, því það væri óhollt og við- sjárvert að láta hann halda fullri lengd . . .“5 Lög um takmörkun á starf- semi skottulækna vom sett árið 1883, en þau munu hafa komið að litlu haldi, þar sem enn var töluverður læknaskortur í landinu.6 Við hlið lækna og skottulækna störf- uðu ljósmæður. Landlækni og héraðs- læknum var falið að kenna ljósmæðra- efnum. Um miðja 19. öld störfuðu hér á landi aðeins 34 ljósrriæður sem höfðu notið kennslu lækna. Þetta leiddi til þess að við langflestar fæðingar aðstoðuðu gersamlegar óupplýstir einstaklingar, konur og einstöku karlar og kvörtuðu læknar á þessum tíma iðulega undan því hve illa hafi verið fyrir þessu séð.7 Um leið og Alþingi tók læknaskipunina fýrir árið 1875, samþykkti það ný lög um ljós- mæður. Þau mæltu svo fýrir að ljósmæð- ur skyldu njóta kennslu og taka próf hjá landlækni eða héraðslækni. Einnig voru fýrirmæli um að hækka laun þeirra.8 Stuðlaði þetta að fjölgun ljósmæðra í landinu.'7 I læknaskipunarlögunum ffá 1875 var ákvæði um stofnun læknaskóla í Reykja- vík.10 Islenskir læknanemar höfðu þurft að sækja menntun sína til Kaupmannahafnar, en árið 1876 þegar læknaskólinn var stofn- aður í Reykjavík, fluttist öll almenn læknakennsla til landsins. Varð það til þess að læknislærðum mönnum jölgaði smátt og smátt.11 Læknar þurftu sem áður að fara erlendis til framhaldsmenntunar. Árið 1866 var fýrsta sjúkrahúsið reist í Reykjavík. Nokkrum árum síðar gaf danskur stórkaupmaður Akureyrarbæ íbúðarhús til spítalahalds.12 Dularfulla lifrarveikin Árið 1847 var danskur læknir, Peter Anton Schleisner, sendur til Islands til þess að kynna sér heilsufar og heilbrigð- ismál Islendinga. Hér á landi heyrði hann mikið talað um hve lifrarveiki væri al- geng meðal fólks.13 Varð það til þess að hann fór að rannsaka veikina. Hann komst að þeirri niðurstöðu, með eigin athugunum og samtölum við íslenska lækna, að veikin væri ekki eiginleg lifrar- veiki. Hún virtist ekki eingöngu vera bundin við lifrina og væri framkölluð af sulli. Hann komst einnig að þvi að nokkrir læknar hefðu við krufningu fundið sull í líkum. Þá fann Schleisner út að þessi veiki væri „algengust af öllum sjúkdómum [á Islandi], því að 6. hver sjúklingur, sem hann sá . . . hafði þessa veiki.“14 Þegar Schleisner kom til Danmerkur, kynnti hann niðurstöður sínar og vöktu þær mikla athygli. Þar virtist enginn hafa haft hugmynd um hve veikin var algeng á Islandi. Schleisner vissi ekki hvernig sullur kæmist inn í menn og taldi jafnvel að hann kviknaði þar af sjálfum sér. En niðurstaða hans varð til þess að læknar og stjómvöld í Danmörku ákváðu að láta málið til sín taka. Nokkru áður hafði þýskum vísindamönnum tekist að rekja æviferil sullsins og í framhaldi af því skrifaði danska heilbrigðisráðið Jóni Thorstensen landlækni og hét því að veita þeim lækni verðlaun, er gæti skrifað ritgerð um sullaveikina og orsakir henn- ar. I svari sínu til danska heilbrigðisráðs- ins segist Jón telja þetta mikilvægt „en skorast undan að reyna það sjálfur og kveðst sannfærður um, að [sullajveikin sé arfgeng, og telur engar líkur til að nokk- ur íslenskur læknir sé fær um það, eink- um vegna bókaskorts og áhaldaþeys- is] • • .“'5 Nokkmm ámm síðar sendi danska stjórnin annan lækni til Islands, Harald Krabbe að nafni. Hann átti að rannsaka orsakir sullaveikinnar svo hægt yrði að stemma stigu við henni.16 Krabbe dvald- ist hér í fimm mánuði við rannsóknir og komst að eftirfarandi niðurstöðu: Sullaveikin í mönnum og skepnum orsakast af blöðruormi. I honum myndast bandomishausar. Ef þeir komast ofan í hunda, verða þeir að bandomium. I bandormum þessum myndast egg. Ef eggin komast ofan i maga og þarma á mönnum, kindum eða nautgripum, losnar unginn úr egginu, fer út í líkamann og verður að sulli.17 Krabbe taldi ntenn fá bandomiseggin frá hundum.18 Hundamir sýktust af því að éta blöðruorma úr líffæmm sauðfjár. Lifnaðarhættir Islendinga á þessum tíma stuðluðu mjög að útbreiðslu veikinnar þvi slátmn sauðfjár fór fram á bæjum.19 Hundarnir komust auðveldlega í hráæti sauðfjárins eftir slátmn. Engar ráð- stafanir vom gerðar til að koma í veg fýr- ir slíkt þvi menn vissu þá ekkert um smitunarleiðir sullsins. Skatti skellt á hunda Þegar Krabbe hafði fúndið smitunarleið sullaveikinnar skrifaði hann dönsku dóms- málastjóminni og benti á leiðir til úrbóta fýrir Islendinga en þær fólust aðallega i því að fekka hundum í landinu. I framhaldi af því fekk danska s jómin Krabbe til að skrifa bækling um eðli og orsakir veikinnar og lét útbýta ókeypis til landsmanna.20 Einnig ákvað stjórnin að útrýma veikinni með lagaboðum um fekkun hunda. Hinn 25. júni 1869 var gefin út tilskipun þess efnis að skattur skyldi lagður á alla óþarfa hunda í landinu.21 Hreppstjón og fjónr menn úr hveijum hrepp sem kosnir vom af hrepps- búum, skyldu árlega ákveða hve marga SAGNIR 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.