Sagnir - 01.06.1995, Page 32

Sagnir - 01.06.1995, Page 32
Sauðjjárslátrun á Djúpavogi á öndverðri 20. öld. hunda þyrfti á hvert heimili. Einnig var fyrirskipað í lögunum „að forðast að láta hundana ná í sulli úr sláturfé."22 Fljótlega fór að bera á því að tilskip- unin um óþarfa hunda reyndist ekki sem skyldi því landsmenn höfðu löngum „haft orð á sér fyrir . . . að hafa dálæti á hundunum, láta þá sofa hjá sér . . . [og] þrífa fyrir sig matarílátin . . “2i og töldu enga hunda óþarfa. Fjöldi fólks var einn- ig mjög vantrúað á þessa nýju kenningu um sullsmit af hundum. Lítið virðist því hafa miðað í baráttunni gegn veikinni.24 Arið 1889 var hundamálið tekið aftur upp á Alþingi þar sem hundum hafði fjölgað um tvö þúsund frá árinu 1883 en þá voru um 10.000 hundar í landinu. Þrír læknar sem sátu þá á þinginu, þeir Jónas Jónassen, Þorsteinn Jónsson og Þorvarð- ur Kjerulf, fengu því framgengt að svo- hljóðandi frumvarp varð að lögum hinn 22. maí 189025: Hver sá heimilsráðandi, er býr á meiru en einu hundraði úr jörðu utan kaup- staða, skal greiða af hveijum heimilis- hundi sínum, sem er eldri en fjögra mánaða, 2 kr. ár hvert, en aðrir gjaldi 10 kr. Skyldur er hver sá, sem lætur slátra skepnu, er sullur finnst í, að grafa þeg- ar í stað slátur það, sem sullmengað er . . . svo djúpt í jörð niður, að hundar geti eigi náð því, eða brenna það. Brot gegn ákvæði þessu varðar aUt að 10 kr. sekt . . ,26 Lög þessi voru mun betur afmörkuð en lögin frá árinu 1869. Nú var það ekki í höndum hreppstjórans og annarra að ákveða fjölda hunda á bæjum heldur átti hver bóndi að greiða skatt af hundi sín- um og skyldi greiðslan miðast við stærð jarðarinnar sem bóndinn bjó á. Með þessu móti átti að fækka hundum. Þá voru einnig í þessum lögum eins og hin- um ákveðnar reglur um lækningu hunda Sullur. 30 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.