Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 32

Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 32
Sauðjjárslátrun á Djúpavogi á öndverðri 20. öld. hunda þyrfti á hvert heimili. Einnig var fyrirskipað í lögunum „að forðast að láta hundana ná í sulli úr sláturfé."22 Fljótlega fór að bera á því að tilskip- unin um óþarfa hunda reyndist ekki sem skyldi því landsmenn höfðu löngum „haft orð á sér fyrir . . . að hafa dálæti á hundunum, láta þá sofa hjá sér . . . [og] þrífa fyrir sig matarílátin . . “2i og töldu enga hunda óþarfa. Fjöldi fólks var einn- ig mjög vantrúað á þessa nýju kenningu um sullsmit af hundum. Lítið virðist því hafa miðað í baráttunni gegn veikinni.24 Arið 1889 var hundamálið tekið aftur upp á Alþingi þar sem hundum hafði fjölgað um tvö þúsund frá árinu 1883 en þá voru um 10.000 hundar í landinu. Þrír læknar sem sátu þá á þinginu, þeir Jónas Jónassen, Þorsteinn Jónsson og Þorvarð- ur Kjerulf, fengu því framgengt að svo- hljóðandi frumvarp varð að lögum hinn 22. maí 189025: Hver sá heimilsráðandi, er býr á meiru en einu hundraði úr jörðu utan kaup- staða, skal greiða af hveijum heimilis- hundi sínum, sem er eldri en fjögra mánaða, 2 kr. ár hvert, en aðrir gjaldi 10 kr. Skyldur er hver sá, sem lætur slátra skepnu, er sullur finnst í, að grafa þeg- ar í stað slátur það, sem sullmengað er . . . svo djúpt í jörð niður, að hundar geti eigi náð því, eða brenna það. Brot gegn ákvæði þessu varðar aUt að 10 kr. sekt . . ,26 Lög þessi voru mun betur afmörkuð en lögin frá árinu 1869. Nú var það ekki í höndum hreppstjórans og annarra að ákveða fjölda hunda á bæjum heldur átti hver bóndi að greiða skatt af hundi sín- um og skyldi greiðslan miðast við stærð jarðarinnar sem bóndinn bjó á. Með þessu móti átti að fækka hundum. Þá voru einnig í þessum lögum eins og hin- um ákveðnar reglur um lækningu hunda Sullur. 30 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.