Sagnir - 01.06.1995, Side 33

Sagnir - 01.06.1995, Side 33
með bandorma. Skyldi hundi gefið ormadrepandi laxer- lyf tvisvar cil fjórum sinnum á ári.27 Sullurinn gat kæft fólk Ekki megnuðu lögin ein að uppræta sull meðal Islendinga en sullaveikin leíddi menn til dauða ef enga lækningu var að fa. Jónas Jónassen læknir og einn af frumkvöðlum í bar- áttu gegn sulli upp- lýsti almenning árið 1884, um sull sem hafði tekið sér ból- festi í lrkama manns í bók sinni Lœkninga- bók lianda alþýðu á ls- landi. Þar sagði nreðal annars: Sullurinn er stundum aðeins einn, stundum er fjarskaleg mergð af sullum, oft svo mörgum hundruðum skiptir. Stundum eru þeir aðeins í einu líffæri stundum i mörgum, þ.a.m. í lifrinni [sem er aðalsetur sullsins], miltinu, nýrunum.2s Sjúklingar höfðu enginn óþægindi i byijun sjúkdómsins en þegar sullurinn tók að vaxa gat hann farið að valda þeim miklum sársauka, þá aðallega þegar hann fór að þrýsta á líffæri.29 En hvernig var lækningu háttað hjá þessurn sjúklingum? Læknar hér á landi höfðu reynt með ýmsu móti að ná sulli úr mönnum til að bjarga lífi þeirra. Algengasta lækningar- aðferðin var að brenna inn á sullinn. Þessi aðgerð var langvinn og þjáningar- full fýrir sjúklinginn og dóu margir af henni. Sá læknir sem náði bestum ár- angri með lækningaraðferð sinni til að ná út sulli úr mönnum, var Guðmundur Magnússon. Arið 1891 kom hann heim frá Kaupmannahöfn, þar sem hann hafði stundað framhaldsnám í lækningum. I námi sínu hafði hann kynnst árangurs- ríkri lækningaraðferð til að ná sulli úr mönnum.30 Það var árið 1893 sem hann beitti þeirri aðferð og skar fyrstur lækna hér á landi lífhimnuskurð og tókst sú að- Gert að skurðsári áfyrsta áratug 20. aldar. gerð vel.31 Ingólfur Gíslason læknir í Reykdælalæknishéraði varð að beita hinni nýju skurðaðferð um aldamótin 1900 á ungan mann, Lárus að nafni. Lár- us hafði leitað til Ingólfs nokkru áður vegna óþæginda i kvið og hafði Ingólfur bent honum á að hann hefði sull í lifrinni og þyrfti að komast á sjúkrahús til upp- skurðar. Nokkrum vikum siðar var Ing- ólfúr beðinn um að koma í skyndi til Lárusar því hann væri að deyja. I ævi- sögu sinni Lœknisœvi kemst Ingólfur svo að orði unt komuna til Lárusar og þá að- gerð sem hann framkvæmdi á honum til að bjarga lífi hans: Sjúklingurinn [þ.e. Lárus] lá . . . eða, réttara sagt, sat uppi við herðadýnu [þegar ég kom inn til hans], þvi að honum lá við köfnun. Æðaslátturinn var tíður og daufur, andlitið blárautt, og sá ég strax, að ekki var ofsögum sagt af vanlíðan hans. Sjúklingurinn var rnjög framsettur og allt að því helmingi meiri urn mittið en hann átti að sér. Nú var ekki til setu boðið. Maðurinn virtist dauðans matur hvort eð var og því engu spillt, þótt reynt væri að „óperera". Eg tók verkfærin upp úr töskunni og lét þau í vatnspott yfir olíuvél, þvoði mér rækilega . . . Enginn af viðstöddum [í baðstofunni] hafði séð mannsblóð, nema vætl úr smáskeinu, og enginn hafði verið við Tafla 1: Fjöldi sullaveikisjúklinga sem leituðu lœknis á árunum 1896-1910.34 Ár Tala sjúklinga Ár Tala sjúklinga 1896 235 1904 80 1897 223 1905 81 1898 194 1906 105 1899 123 1907 82 1900 138 1908 85 1901 107 1909 80 1902 104 1910 69 1903 110 1910 68 SAGNIR 31

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.