Sagnir - 01.06.1995, Page 38
Magnús Hauksson
Um sagnfrœði og skáldskap
Orðið saga er Qarska margrætt.
Það getur bæði þýtt upp-
spunna frásögn (lygisögur,
ævintýri, skáldsögur o.s.frv.) og frásögn
af því sem hefur sannanlega gerst. Enn-
fremur merkir það fræðin um fortíðina,
sagnfræði, og meira að segja atburði lið-
ins tíma, fortíðarveruleikann sjálfan.
Þessi merkingarlega breidd orðsins er til
muna meiri en samsvarandi hugtaka í ná-
grannamálum þar sem verður að nota tvö
eða fleiri orð til að spanna öll merkingar-
svið orðsins saga.
Ef eitthvað er til í því að málið móti
hugsunina og skilning mannanna á ver-
öldinni er ekki út í hött að álykta að
orðið saga valdi nokkru um hvernig Is-
lendingar ímynda sér að sambandi sagn-
fræði og skáldskapar sé háttað. Ef litið er
yfir bókmenntasöguna sýnist mér að ís-
lensk frásagnarhefð sé afar raunsæisleg og
um leið oft á mörkum hins sanna og
uppspunna. Veruleikamyndin er sann-
ferðug, kunnugleg, en í bland er fært í
stílinn og skáldað. Islendingasögur eru sí-
gilt dæmi og áralangar umræður leikra
og lærðra um sannleiksgildi þeirra birta í
hnotskurn vanda viðtakandans er hann
hefur bókmenntaverk af slíkri gerð í
höndunum. Aður en efasemdarmenn
tóku að rýna í sannfræði Islendingasagna
má gera ráð fýrir að hinir saklausu og
óspilltu af fræðilegri heimildarýni hafi
trúað sögunum í stærstu dráttum. Lengst
af lifðu landsmenn að mörgu leyti við
svipaða atvinnu- og lífshætti og sögu-
hetjurnar, sögusvið margra sagna var
hveijum lesanda vel kunnugt og því auð-
velt að gera sér í hugarlund atburði og
aðstæður. Persónur sagnanna voru liðnir
nágrannar og að því skapi nákomnir les-
endum. Þessar aðstæður hafa vissulega
ýtt undir að Islendingasögur voru lesnar
sem sannar sögur.
Frá síðari tímum eru sagnaþættir og
önnur svokölluð þjóðleg fræði vottur um
mjög lifandi munnmæla- og sagnahefð.
Henni svipar eflaust að mörgu leyti til
þeirrar hefðar er liggur að baki Islend-
ingasögunum. Innan um trúverðugar frá-
sagnir af atburðum og persónum, sem
lifað hafa í minni fólks, er þjóðsagnaefni
sem ekki er eins auðvelt að leggja fullan
trúnað á. Skrásetjarar þáttanna eru fróð-
leikssafnarar sem vilja segja satt og rétt frá
— þeir skálda ekki að yfirlögðu ráði — en
jafnfranrt er markmið þeirra að safna öllu
sem frásagnarvert er. Þeir treysta munn-
mælum og heimildarýni þeirra er oft
takmörkuð, því má oft sjá með saman-
burði við traustari heimildir að þeir fara
ekki alltaf alveg rétt með. Þessi bók-
menntagrein hefur þróast i tímans rás á
þann hátt að ritaðar heimildir eru meira
notaðar en af fyrri höfundum og
heimildarýni hefur orðið traustari en
jafnframt hafa höfundarnir meðvitað tek-
ið að beita ýmsum brögðum af kyni
skáldskapar sem veldur miklu um að
mikið af þessum textum eru mjög læsileg
og lífleg sagnfræði — og um leið bók-
menntir. Þegar vel er lesið sést að þar er
bæði að finna sagnfræðilega traustan
fróðleik sem byggir á skjalagögnum og
öðrum heimildum og ennfremur skáld-
skap sem orðinn er til fyrir innlifun höf-
undarins, m.ö.o. það sem gæti verið satt
og hefði getað gerst.
Þótt íslenskar bókmenntir séu ríkar af
verkum sem telja má á mörkum skáld-
skapar og sagnfræði, eða öllu heldur hafa
í sér blöndu beggja þessara greina, er
ekki svo að skilja að Islendingar einir sitji
að slíku efni. Orð mín i upphafi um
hugtakið saga má ekki skilja svo að að-
eins Islendingar eigi við þann vanda að
glíma að greina á milli þessara bók-
menntaflokka. Þvert á móti hafa spum-
ingar um mun skáldskapar og sagnfræði,
sannindi og veruleikaendurspeglun bók-
mennta af báðum flokkum ögrað fræða-
fólki víða um lönd.
Ef Ieitað er að aðgreinandi einkennum
skáldskapar og sagnfræði dugar skammt
að halda því fram að sagnfræðin segi
sannar frá fortíðinni en skáldskapurinn.
Sannleikur texta getur verið með ýmsu
móti; með sannleika verks á ég við
hversu nákvæm endurspeglun þess af
raunveruleikanum er. Staðhæfingar i
sagnfræðitextum eru á misháu alhæfing-
arstigi. Fullyrðingar um beinar stað-
reyndir (t.d. stað og stund atburðar) eru á
lægsta stiginu; ef áreiðanlegar heimildir
eru fýrir þeirn á ekki að þurfa að deila
um þær. Þær eru staðreynd og ekki und-
irorpnar túlkun á sama hátt og staðhæf-
ingar á hærra alhæfingarstigi (t.d. um
þróunarlínur, tímabilaskiptingu, orsakir,
afleiðingar og víðara samhengi). Þeim
liggja vissulega vissar heimildir og rök-
semdir til grundvallar en slíkar yrðingar
byggjast jafhframt ætíð á þekkingar-
grunni og menntun sem fýrir er hjá
sagnfræðingnum og einstaklingsskoðun-
um hans. Skilningur höfundar og for-
sendur hljóta alltaf að vera ofin í sérhvern
texta. Það á jafnt við um sagnfræðiverk
sem skáldskap og annað sem skrifað er.
I skáldverkum, t.d. sögulegum skáld-
sögum, er sannleikurinn einnig á mis-
munandi stigum. I fýrsta lagi eru beinar
staðreyndir líkt og í sagnfræðinni. I öðru
lagi skal nefna einstök atriði sem koma
heim og saman við það sem þekkt er og
við best vitum, m.ö.o. þá gætu þau verið
sönn þótt við höfum ekki heimildir ná-
kvæmlega fýrir þeim sjálfum heldur ef til
vill einhveiju hliðstæðu. Saman mynda
þessi einstöku atriði veruleikamynd sem
lesandinn getur viðurkennt sem trúverð-
uga því hún er í samræmi við almenna
vitneskju um sögutíma og umhverfi;
raunsæið felst m.a. í því að veruleiki
skáldverksins er kunnuglegur. I söguleg-
unr skáldsögum er þetta stig sannleikans
einhver mikilvægasti formþátturinn.
Persónur verða að klæðast í samræmi við
það sem vitað er um klæðnað á sögu-
tíma, hús verða að vera með því lagi sem
tíðkaðist, sama er að segja um matar-
venjur, atvinnuhætti, siði o.fl. Það til-
heyrir einnig í bókmenntaverki að per-
sónusköpunin sé sannferðug. Þar reynir á
innlifun höfúndar og skilning hans á
manneskjunni — því sammannlega.
Hvemig bregðast persónur við þeim
þrautum sem á vegi þeirra verða í sög-
unni? Hvemig hugsa þær? Hveijar eru
óskir þeirra og þrár? Hvert vilja þær
36 SAGNIR