Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 40
hlutverk og stendur í öðru samhengi en í
texta sem stefnir einungis að því að lýsa
fortíðinni út frá forsendum sagnfræð-
innar eða fróðleikssafnara sagnaþáttanna.
Við getum tekið sem dæmi Svartfiigl
Gunnars Gunnarssonar sem segir frá
tveimur morðum árið 1802, réttarrann-
sókn og dómi yfir sakafólkinu. I raun og
veru er markmið Gunnars með sögunni
ekki fyrst og fremst að fjalla um réttarfar,
meðferð fanga eða siðferðisástand um
1800 eins og efniviðurinn gæfi ef til vill
beinast tilefni til. Sögumaður Svartfugls
er sálusorgari sakafólksins og á verulegan
þátt í því að það játar á sig morðin. Af-
skipti hans af hinum sakfelldu ásamt fleiri
atburðum vekja hann til umhugsunar um
samábyrgð mannanna: Eigum við að
gæta bróður okkar? Gunnar formar sög-
una m.ö.o. á þann veg að við greinum
meginatburði hennar i nýju samhengi og
sagan í heild veltir frekar upp siðfræði-
legunr spurningum en sagnfræðilegum.
Form og stíll sagnfræðirita og skáld-
verka er í nokkrum fleiri atriðum ólík.
Viðfangsefni sagnfræðiverka eru oft
ópersónuleg fýrirbæri, t.d. þjóðir, stjórn-
málaflokkar, fýrirtæki og félög. Skáld-
sagan hefur undantekningarlítið persónur
sem aðalsöguhetjur. Rökleg umræða um
heimildir, aðferðir og hlutlægnisvandann
er augljóslega fýrirferðarmikill stílþáttur
sagnfræðiverks. Það er ekki útilokað að
finna slíkt í sögulegum skáldsögum en
þar er frásögnin yfirgnæfandi að sjálf-
sögðu. Frásagnarháttur sagnfræðiverks er
að jafnaði þannig að sagnfræðingurinn
stendur utan og ofan við frásögnina,
hann lítur til baka og miðlar þekkingu
sinni um fortíðina, segir frá en sviðsetur
venjulega ekki. I meginatriðum reynir
hann að vinna eftir þeirri reglu að við-
horf hans og skilningur á viðfangsefninu
séu leidd af röksemdafærslu hans. Sögu-
leg viðhorf og sjónarmið byggir skáld-
sagnahöfundurinn aftur á móti inn í verk
sitt og talar ekki fýrir þeim að öðru leyti
að jafnaði. Skáldsagan hefur fijálsara val
um sjónarhorn en sagnfræðingurinn.
Sjónarhorn skáldsögu getur verið hjá
söguhöfimdi, aðalpersónu eða einhverri
annarri söguhetju.
Það er hagnýt spuming hvort beita
megi í meira mæli en hingað til skáld-
skaparbrögðum við rniðlun sagnfræðilegs
efnis. Eflaust mætti gera það - það er
virðingarvert markmið að stefna að því
að miðla sögu á sem aðgengilegastan hátt
svo að sem flestir lesi - en það verður
reyndar ekki gert án nokkurrar áhættu.
Sérstaklega held ég að nándin við pers-
ónur sé vænlegt bragð. Hún ýtir efalaust
undir innlifun lesandans, samsömun við
persónur sögunnar og um leið verða þau
málefni sem fjallað er um nákomnari
viðtakanda. Ennfremur er enginn vafi á
því að það lífgar sagnfræðitexta að leggja
nokkuð í umhverfislýsingar og sviðsetn-
ingar. Áhersla á hversdagslíf og öll þau
snráatriði sem fýlgja vandaðri umhverfis-
lýsingu eiga sinn þátt í að gera sögulegar
skáldsögur eftirsóknarverðara lesefni en
sagnfræðitexta. Ef nánd við persónur er
valin og sjónarhornið fýlgir jafnvel
ákveðinni söguhetju leiðir það nánast af
sjálfu sér að nákvæmari umhverfissköpun
er nærtæk og eðlileg.
Getur þá sögulega skáldsagan ef til vill
leyst hið þurra skýrsluform rannsóknar-
ritgerðarinnar af hólmi? Eg er hræddur
unr að það sé tæpast. Rannsóknarrit-
gerðarformið verður ekki látið fýrir róða.
Nýrri þekkingu í sagnfræði verður vafa-
lítið áfram rniðlað í því formi áffam og
eins sýnist mér að skoðanaskipti lærðra i
faginu muni fara fram á þeim nótum.
Ástæðan er fýrst og ffemst sú að umræða
í sagnfræði snýst um röksemdir, þær
byggjast svo aftur á ákveðnum aðferðum
og sjónanriiðum sem heiðarlegir fræði-
menn gera öðrum grein fýrir svo framar-
lega sem þau eru þeim meðvituð. Rök-
leg umræða er m.ö.o. óhjákvæmilega
mjög ríkjandi fonnþáttur í sagnfræðileg-
um texta.
Þegar skáldskaparbrögðum er beitt i
sagnfræði neyðist höfundurinn oft til að
taka af skarið um einstök atriði sem ekki
eru beinlínis örugg og heimildir fýrir. Ef
hann vill sviðsetja atburð koma við sögu
ótal smáatriði sem tilheyrir að vefa i frá-
sögnina. Um þau verður hann æði oft að
álykta út frá almennri þekkingu. Það má
vafalaust í vissum tilvikum færa óyggj-
andi rök fýrir að slíkar ályktanir standist
vel en í öðrum má allt eins gera ráð fýrir
að atriði sem lýst er hafi ekki verið eins
og almennt var heldur þvert á móti allt
öðruvísi — undantekning og algerlega
einstakt í sinni röð - og þar með hefur
höfundur verksins miðlað villandi eða
röngum upplýsingum.
Þarna er falinn stærsti annmarkinn við
að rniðla sögulegri þekkingu i skáldsögu-
formi. Það er oft nauðsynlegt að gera les-
anda sagnfræðilegs texta ljóst að tiltekið
atriði sé ekki óyggjandi heldur að vissar
likur séu fýrir því að það hafi verið svo
og svo. Um annað er einfaldlega ekkert
vitað og þá verður að horfast í augu við
það. Slíkir varnaglar fara illa í sögulegri
skáldsögu. Eðli skáldsögutexta er frásögn,
ótrufluð af greinandi og röklegri orð-
ræðu. Kvikmyndahöfundur stendur
frammi fýrir sama vanda þegar hann vill
endurskapa umhverfi sögulegra atburða.
Hann verður að þurrka út allan vafa um
það t.d. hvort persónur á viðkomandi
tímabili beittu tilteknum vopnum eða
hvemig guðir voru tignaðir. Slíkum at-
riðum geta tengst ótal fræðileg vandamál
og fullt tilefni til að slá ýmsa varnagla.
Þeir trufla hins vegar í leikinni, sögulegri
kvikmynd og uppspunninni, sögulegri
skáldsögu. Utþurrkun vafans gerir að
verkum að lesanda er ekki ljóst hvar
mörkin eru milli þess sem vitað er og
óljóst kann að vera.
Eg sé m.ö.o. ekki að sagnfræðingar
geti almennt farið að kynna rannsóknir
sínar með því að skrifa sögulegar skáld-
sögur. Það er svo aftur annað mál hvort
þeir geti i einhvequm mæli nýtt sér ein-
stök brögð skáldskaparins til að lífga texta
sinn. Fyrr er nefnt að gera mætti urn-
hverfislýsingum hærra undir höfði, beita
sviðsetningum og skapa nánd við pers-
ónur. Sagnfræðingar mega þó aldrei
ganga svo langt í þessum efnum að les-
andinn tapi sjónar á því hvað er vitað og
hvað er óvist. Það gæti orðið nokkur
þraut að feta það einstigi.
Eg geri hér viljandi mun á þvi að
skrifa skáldverk og að beita skáldskapar-
brögðum. Metnaðarfullur skáldskapur
hefur önnur markmið en sagnfræði og ef
einhver vill skrifa sögulega skáldsögu
stefhir hann að öðru og meira en því
einu að miðla samviskusamlega söguleg-
um staðreyndum, rekja atburðarás
byggða á sagnfræðilegum athugunum,
móta trúverðugar umhverfis- og
persónulýsingar eða koma á framfæri
nýrri túlkun á sagnfræðilegu viðfangs-
efni. Hann vill einnig miðla almennari
sannleika sem ekki er bundinn einungis
við sögulegar aðstæður atburða og pers-
óna viðkomandi sögu. Um leið og slikt
stefnumið setur mark sitt á ritverk fjar-
lægist það óhjákvæmilega markmið sagn-
fræðiverksins.
38 SAGNIR