Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 41
Helgi Ingólfsson
Sagnfrœðin sem skáldskapur
Eru sögulegar skáldsögur sagn-
fræðinni til framdráttar eða til
hnjóðs? Hvar liggja mörk sögu-
legs skáldskapar og sagnfræði? Þegar farið
var á leit við mig að svara slíkum spurn-
ingum lagði ég höfuðið í bleyti. Fyrri
spurningin er i mínum vatnsósa huga
næsta marklaus. Að minu áliti halda
skynsamir menn þessum tveimur sviðum
skýrt aðgreindum, því að hvort fyrir sig á
sér tilvistarrétt á eigin forsendum. Síðari
spurningin er hins vegar öllu athyglis-
verðari og mun ég í þessum ritstúf eink-
um leitast við að svara henni.
Sögulegur skáldskapur er öldum eldri
en sagnfræðin. Grikkir að fomu eru oft
taldir ffumkvöðlar vestrænnar vísinda-
hugsunar, en löngu áður en vísindaiðkun
þeirra hófst rituðu þeir sagnakvæði á
borð við Hómerskviður. IUíonskviða
getur frá margvíslegu sjónarhorni talist
sögulegur skáldskapur, því að hún var
rituð á 8. öld f.Kr. en greinir frá atburð-
um sem áttu sér stað um 1200 f.Kr.
Sagnfræðin sem sérstök fræðigrein leit
hins vegar ekki dagsins ljós fyrr en með
Heródótosi á 5. öld f.Kr. og vísindaleg
sagnfræði kemur raunar ekki fram fyrr
en kynslóð síðar með Þúkydídesi.
Sögulegur skáldskapur hefúr verið til
frá aldaöðli og stundum hefur mönnum
verið tamt að líta á hann sem sagnfræði.
Þannig töldu Grikkir Ulíonskviðu að
meira eða minna leyti sannsögulega.
Svipuðu m£i gegndi einnig lengi vel um
Islendinga á meðan Islendingasögurnar
vom áhtnar sannar. En í raun eru þessar
frægu fornsögur okkar lítið annað en
sögulegar skáldsögur. Þær gerast flestar á
10. öld, en em ekki færðar á skinn fyrr
en á 13. og 14. öld: Hversu fastheldið
sem samfélag er á hefðir sínar og hversu
góð sem munnleg geymd reynist þar, þá
hlýtur óhjákvæmilega að koma í hlut rit-
höfundarins að skálda í eyður ef aldir
hafa liðið á milli atburðatima og ritunar-
tíma.
Sem nútímaleg bókmenntagrein komu
sögulegar skáldsögur ekki að marki fram
fyrr en á 19. öld og er greinin því ung að
ámm. Ef sagnfræðingar amast við henni,
þá er það vegna þess að þeir gera ekki
nógu skýran greinarmun á sagnfræði og
sögulegum skáldskap. Sagnfræðin er
fræðigrein en sögulega skáldsagan bók-
menntaform. Eigi að síður er skyldleiki
með þeim svo að líkja má þeim við tvær
hálfsysmr sem mönnum er gjarnt að
mgla saman. Sagnfræðin á að foður for-
tíðarkærleik og sannfræðina að móður.
Sögulega skáldsagan á sama föður, en
móðir hennar er miklu fremur fagur-
fræðin en sannfræðin. Að vísu láta marg-
ir höfundar sögulegra skáldverka sann-
fræðina sig miklu varða en hún getur i
raun aldrei orðið meira en stjúpmóðir
sögulegu skáldsögunnar, því að ef hún
tekur yfirhöndina glatar verkið bók-
menntalegu gildi sínu.
En hvar liggja þá mörk sagnfræði og
sögulegra skáldsagna? Astæða þess að þau
em svo óljós stafar af tvennu. I fyrsta lagi
er sagnfræðin að verulegu leyti huglæg,
þrátt fyrir alla viðleitni til hlutlægni, og í
öðm lagi vísar sögulega skáldsagan í rík-
um mæli til hlutvemleika, þótt skáld-
skapur sé eðli sínu samkvæmt huglægur.
Lítum fyrst á sagnfræðina. I hugum
flestra sagnfræðinga snýst fræðigrein
þeirra um sannfræði, hlutlægni og túlk-
un. „Hvað er satt i fortíðinni“, spyr
sagnfræðingurinn sig „og hvernig kem
ég þeim sannleika best til skila fordóma-
laus og trúr öllum hlutlægnireglum?“
Skoðum vinnubrögð sagnfræðingsins stig
af stigi. Efniviður hans er vitaskuld
heimildirnar sem geta stundum reynst
svo snúnar að greina þarf hismið frá til að
komast inn að sannleikskjarnanum - því
að heimildafölsun i ýmsum tilgangi
þekkist á öllum tímum og auk þess bjag-
ast heimildir oft í aldanna rás af óviðráð-
anlegum orsökum. Auk þess eru varð-
veittar heimildir að sjálfsögðu aldrei
nema brot af öllu því sem var til í fortíð-
inni og sú takmörkun setur sagnfræð-
ingnum skorður. Honum er fyrirmunað í
sjálfu sér að veita fullkomna heildarmynd
af sögunni. Setjum svo að sagnfræð-
ingnum takist að komast að hinu sanna í
heimildunum (ef slíkt er mögulegt), þá
bíða hans enn stærri vandamál. Hvernig
getur hann komið í veg fyrir að eigið
gildismat, siðavitund, stjórnmálaskoðanir,
trúarskoðanir o.s.frv. liti umfjöllun hans
um hinar sögulegu staðreyndir? Eru það
ekki einmitt þessir huglægu þættir sem
ollu því að hann fjallaði um tiltekið
sögulegt fyrirbæri en ekki annað? Allir
sagnfræðingar kannast við það að láta
stýrast af áhugasviði sínu og leitast við að
fást við það. Fæstir vaða þeir með kruml-
una ofan í hinn tröllaukna gullakassa sög-
unnar og láta hendingu ráða viðfangs-
efninu. Þegar sagnfræðingurinn hefur
valið sér efni til rannsóknar (oftast út frá
huglægum forsendum), þá verða enn
ljón á vegi. Hvernig ber að leggja út af
hinum sögulegu staðreyndum? Hvernig
getur sagnfræðingurinn verið viss um að
túlkun hans reynist rétt en sé ekki lituð
af skoðunum hans, afstöðu og lifssýn?
Sum vandamál tengd túlkun eru inn-
byggð í fræðigreinina, t.d. spurningin
um hvað teljist gilt orsakasamhengi sögu-
legra atburða eða hvað ákvarði mikilvægi
þeirra. Urn orsakasamhengi í sögunni
eiga sagnfræðingar sér enga raunvísinda-
lega mælikvarða og verða að sumu leyti
að styðjast við sameiginlega afstöðu
(consensus) innan greinarinnar. Mikil-
vægi sögulegra atburði ákvarðast að
nokkru af heimildunum sem varðveist
hafa, en ekki síður af hefðinni, þ.e. því
vali sem farið hefur fram hjá fyrri sagn-
fræðingum.
Af framansögðu má sjá að huglægt
mat ræður miklu um hvernig sagnfræð-
ingar framreiða söguna, jafnvel þótt þeir
reyni ætíð að stjómast af hlutlægni. I
núnum huga er besti sagnfræðingurinn sá
sem skáldar fortíðina á trúverðugastan
hátt. Skáldar, segi ég, þvi að ef einhveij-
um sagnfræðingi tekst að komast í gegn-
SAGNIR 39