Sagnir - 01.06.1995, Page 42

Sagnir - 01.06.1995, Page 42
um þetta flókna ferli án þess að geta ein- hvers staðar í eyðurnar eða greina frá for- tíðinni án þess að byggja að einhverju leyti á eigin mati, þá tek ég hatt minn ofan fyrir honum. Víkjum þá að sögulegum skáldskap. I hugum margra eru sagnfræði og bók- menntir einhvers konar andstæður á kvarða sem liggur frá hinu sanna til hins ínryndaða. Sögulegur skáldskapur lendir einhvers staðar miðsvæðis á þeim kvarða, sannur að því leyti að hann styðst að einhveiju leyti við sögulegar heim- ildir og sagnfræðilega úr- vinnslu á þeim en tilbúinn vegna þess að höfundur getur gefið hugarflugi sínu lausan tauminn og jafnvel gengið á svig við þekktar sögulegar staðreyndir ef hann telur það þjóna til- gangi sínunt. Sögulegur skáldskapur er geysilega víðfeðmur og getur spannað allt frá því að fylgt sé óhemju nákvæmum og ströngum sagnfræðilegum vinnubrögðum til þess að rétt er tæpt á sögulegum atburðum til að fella skáld- skapinn í afmarkað sögu- legt samhengi. Því má réttlæta að nær allar bók- menntir séu sögulegur skáldskapur, því að jafnvel huglægasta ljóð sem hefur enga vísun í markverða at- burði utan reynslu eða hugmyndaheims skáldsins, er þó alltaf vitnisburður um að ljóð hafi verið ort í tilteknu samfélagi og getur þar með orðið söguleg heimild. Ef sagnfræðin er skáldskapur, þá gildir ekki síður að skáldskapur getur orðið efnivið- ur sagnfræðinnar.’ Athyglisvert er að með tímanum er stundum farið að líta á ýmsan skáldskap sem sögulegan, þótt upphaflega hafi hann verið ritaður sem samtímabók- menntir. Sem dæmi um þetta má nefna skáldsögur Dickens sem eru stundum skoðaðar sem mikilvægur vitnisburður um kjör alþýðu í miðri iðnbyltingu á Englandi um miðja 19. öld. Allur skáld- skapur verður með tíntanum í einhveij- um skilningi sögulegur. Hinir ærsla- fengnu gamanleikir Aristófanesar, sem seint verða kenndir við raunsæi, eru eigi að síður ntikilvægar sögulegar heimildir um Aþenu í kringum 400 f.Kr., því að þar er fjallað um menn og málefni líð- andi stundar, og þar kemur ýnrislegt frain sem ekki er vitað út frá öðrum heinrild- unr. En þrátt fyrir slíkt heimildagildi bóknrennta ber sagnfræðingunr að sjálf- sögðu að umgangast þær af gætni því að þær voru ekki ritaðar í sagnfræðilegum tilgangi. Er sagnfræðinni einhver stuðningur af sögulegum skáldskap? Hið augljósa í því efni er að sögulegar skáldsögur hafa oft afþreyingargildi, geta höfðað til leik- nrannsins og þar með vakið áhuga hans á fortíðinni.” Þessi alþýðuskírskotun virðist eitur í beinum sumra púritanskra sagn- fræðinga senr telja Klíó þar með flekkaða af fúskurunr. Flestir sagnfræðingar láta sér þetta þó sennilega í léttu rúmi liggja og taka þá hyggilegu afstöðu að um tvær ólíkar aðferðir sé að ræða til að nálgast sanra viðfangsefni. Bæði sagnfræðin og sögulegur skáldskapur fjalla um nrann- lega breytni i fortíðinni en n£gunin er ólík og sviðin skarast ekki fullkomlega. Sagnfiæðingurinn fjallar hlutlaust um viðfangsefni sitt, en skáldið tekst á við nrannlegar kenndir og hvatir og getur látið allt hlutleysi lönd og leið. Takmarkanir sagn- fræðinnar valda því að hún getur lítt farið inn á svið sem við öll viljum forvitn- ast um: Mannlegt eðii. Makbeð veitir miklu meiri innsýn í mannlegt eðli en þriggja binda verk unr Jón Sigurðsson án þess að nokkurri rýrð sé varpað á sagnfræðina. Hér veltur allt einfaldlega á afstöðu lesand- ans og því hverju hann leit- ar að. Þessi sundurgreining er þó fjarri því að vera ein- hlít; fá sagnfræðirit eru svo klén að gefa ekki einhveija innsýn í nrannlegt eðli og flest bóknrenntaverk eiga sér einhvers konar söguleg- an ramma. En þar sem bók- menntirnar leggja miklu meira upp úr persónulegri reynslu og mannlegu eðli standa þær að mörgu leyti nærri sálfræði og heim- speki, þótt engan heyri ég spyija hvort bókmenntir séu nytsamar eða skaðlegar þeim greinum. Fyrir kemur að söguleg- um skáldsögum sé stillt upp sem einhvers konar (og jafnvel óæskilegum) keppi- nauti sagnfræðirita um lýðhylli. Að mínu áliti er slíkur samanburður fráleitur. Markmið sagnfræðinnar er ekki að afla sér vinsælda, heldur að leita sannleikans. Hver fer t.d. fram á að stærðfræðirit njóti vinsælda? Hér er verið að rugla saman markmiði greinarinnar og vilja þeirra sem hana stunda. Það er mannlegt að vilja hljóta viðurkenningu fyrir störf sín og hana telja surnir sagnfræðingar sig fá ef rit þeirra hljóta útbreiðslu. En í sjálfu BjömTh.Björnsson 40 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.