Sagnir - 01.06.1995, Side 45
Erla Hulda Halldórsdóttir
Dauðasök liggur við
Sólin var sest bak við fannhvítan
Öræfajökul í aprílmánuði 1795.
Vestur undir Steina^alli lágu
Reynivallabæimir, efri og neðri, dimmir
og hljóðir í vornóttinni. A efri bænum
settist kona upp í rúmi sínu, greip hendi
milli fóta sér og andaði þungt. Hún reis á
fætur, steypti yfir sig treyju, gekk hljóð-
lega niður stigann úr baðstofunni og út
úr lágreistum bænunt. Hún staðnæmdist
á bæjarhellunni og skimaði eftir mannin-
um sem hafði gengið út skömmu áður.
Hann beið hennar neðan við túngarðinn
þar sem þau sameinuðust í forboðnum
ástarleik. Bróðir og systir, dauðasök ligg-
ur við.
A sólheitum júnídegi 1799 strituðu
bændur á Breiðabólsstaðabæjum í Suður-
sveit við vegghleðslu. Þeir unnu í þögn,
aðeins heyrðist í fugli í ^allinu ofan bæj-
anna, einstaka kindajarmur og baul í kú.
Nú bættust við hröð hófaslög og glamur
í beislistaumum. Bændurnir litu upp frá
vinnu sinni og horfðu til Qalls. Maður
reið hart vestur eftir götunni ofan bæj-
anna, það glampaði á ríkmannleg reið-
tygin og látúnshnappana á treyjunni. Þeir
glottu við og gjóuðu augum hver á ann-
an. Það þurfti ekki að segja þeim hver
þar var á ferð, afsettur sýslumaðurinn Jón
Helgason. Hann hafði ekki átt sjö dagana
sæla síðan yfirvöld komust að málsmeð-
ferð hans á ólifnaði Suðursveitunga. Ekki
nóg með að hann hafði látið skötuhjúin
á Felli óáreitt árum saman, aðeins hirt af
þeim ríflegt sektarfé, heldur virtist sem
hann hefði líka ætlað að koma þeim
Reynivallasystkinum undan vendi rétt-
vísinnar. Bændurnir réttu betur úr aumu
bakinu og struku svitann af enninu. Það
var svo sem ekki þeirra að dæma mis-
gjörðir annarra. Sýslumaður fjarlægðist
Breiðabólsstaðarbændur óðfluga og þeir
sneru sér að vegghleðslunni á ný.
Jón Helgason keyrði hest sinn áfram
SAGNIR 43