Sagnir - 01.06.1995, Side 46

Sagnir - 01.06.1995, Side 46
ósnortinn af náttúrufegurðinni framund- an. Sólin glanrpaði á hvítum fannbreið- um Oræfajökuls og margsprungnum skriðjöklunum í hlíðum hans. Breiða- nterkurjökull skreið fram svartan sandinn ffamundan. Hægt en örugglega gekk hann á úthaga og jarðir Oræfinga og Suðursveitunga. Undan jöklinum vall Jökulsá, hin versta forynja og farartálmi. Nú staldraði sýslumaður við augnablik, pírði augu mót jöklinum og hinu forna stórbýli Felli. Jökullinn ruddi á undan sér aur og grjóti yfir lönd Fells auk þess sem lækir og ár tóku sífellt meiri toll af jörð- inni árlega. Ef svona héldi áfram yrði þess skammt að bíða að jörðin yrði óbyggileg. Sýslumaður hló kalt. Jökull- inn hafði eirt Rannveigu á Felli, þeirri kostakonu, þegar hún féll í sprungu á leið yfir í Oræfi. Með vasahnífnum ein- um hafði henni tekist að höggva sér leið upp úr sprungunni og haldið ferð sinni áfram eins og ekkert hefði i skorist. En jökullinn myndi eyðileggja lönd hennar og hrekja afjörðinni, ef ekki hana, þá af- komendur hennar. bað var nokkuð sem jafnvel Rannveig réði ekki við, rétt eins og ástarlíf sitt. Suðursveitungar höfðu reynst sýslu- manni dýrkeyptir síðustu árin. Nú hafði hann misst embættið og átti lögsókn yfir höfði sér vegna afglapa í embætti. And- skotinn hirði þá. Sýsluntaður steytti hnefa mót vestri og hrækti. Hann vissi svo sem að honum hafði borið að til- kynna um brot þeirra Rannveigar og Sveins en hann hafði tekið þann kost að leyfa þeim að lifa saman í synd árum saman gegn sektargreiðslu þeirra beggja. Var ekki konuræfillinn hans Sveins karlægur aumingi til margra ára? Þeir gátu svo sem trútt um talað, þessir herrar á Suðurlandinu. Þeir þurftu ekki að ríða straumharðar jökulár, svarta eyðisanda og nýrunnin hraunin til alþingis sumar eftir sumar með dauðaseka fanga meðferðis. Sýslumaður sló í hestinn og hélt ferð sinni áfram. Björn ríki Brynjólfsson, bóndi á Reynivöllum, stóð á bæjarhlaðinu og fylgdist með ferðum sýslumanns. Það var þungt yfir Bimi ríka. Hann hafði ávallt álitið blóðskömm hinn mesta fordæðu- skap en átti erfitt með að halda í fýrra álit þegar hans eigið hold og blóð átti í hlut. Það hafði rist djúpt í hjarta hans þegar dauðadómurinn var kveðinn upp yfir börnum hans seint á síðasta ári, að heyra að þau skyldu höggvin með öxi. Björn snýtti sér og gekk á móti sýslumanni með útbreiddan faðminn. Þeir ræddu saman á bæjarhlaðinu. Sýslumaður kvaðst enga von geta gefið honum um sýknu bama hans. Málið væri úr hans höndum, enda settur af. Hann sagði það engu breyta þótt ntágur þeirra hefði verið settur sýslumaður í sinn stað. Það yrði farið að lögum og þau dæmd til lífláts fyrir brot sín, dómnum skotið til konungs sem breytti honum í ævilanga þrælkun. Annars sagðist hann vera kominn til að fullvissa sig um að Sigríður væri aldeilis ófær um að ríða til alþingis og hlýða þar á dóm sinn. Þeir röltu inn í bæinn og upp á baðstofuloft- ið. Sýslumaður fitjaði ósjálfrátt upp á nefið þar sem hann litaðist um í rokkinni baðstofunni. Sól skein á tvo skjáglugga en þeir veittu litla birtu. Hann sá þó nógu vel til að átta sig á hvar konan lá. Hann gekk að rúmi hennar og reyndi að láta ntegnan rotnunarþefinn ekki á sig fá. Sýslumanni brá við sjónina sem mætti honum. Hann hafði ekki séð Sigríði síðan á héraðsþinginu á síðasta ári en sjúkdómur hennar hafði greinilega ágerst illþyrmilega. Andlit hennar var alsett ill— þefjandi kaunum, einnig hendurnar sem lágu ofan ábreiðunnar og nú höfðu fremstu fingurkögglamir fallið af. Konan var homð og tekin. Augun mött og líf- laus. Vottorðið frá 8. maí síðastliðnum um að hún væri ekki ferðafær var síst orðum aukið. Sýslumanni sýndist nokk- uð ljóst að hún stæði varla á fætur framar. Ur rúmi sínu hafði Sigríður hlustað eftir ferðum mannanna sem nú voru komnir og horfðu á hana. Hún greindi viðbjóð og meðaumkvun í svip sýslu- manns. Faðir hennar beygði sig niður að henni. „Sigga min, hann Jón okkar sýslu- maður vildi sjá hvemig þér liði.“ Konan bærði það sem eitt sinn voru varir og benti sýslumanni með máttvana hendi að koma nær. Rödd hennar var hás og þvinguð, eins og eitthvað þrýsti að hálsinum og meinaði orðunum að komast út. Það var varla að sýslumaður greindi orðin: „Verður mér drekkt?" Sýslumaður hristi höfuðið. Það myndi enginn hirða um að framfýlgja dauða- dómi, hvað þá ævilangri þrælkun þessar- ar konu. Hann þoldi vart lengur við i baðstofunni, svo megn var fnykurinn af rotnun og dauða. Konan sá að viðbjóð- urinn var að ná yfirhöndinni í svip sýslu- manns og sorgina í svip föður síns. Hún lokaði augunum áður en þeir fengju séð tár hennar, hlustaði á lágvært hvísl þeirra og síðan fótatakið niður stigann úr bað- stofunni. Tárin steymdu nú óhindrað niður þrútnar kinnar hennar og hurfu í opnum sárunum. I huganum hvarf hún aftur til 11. janúar 1796 þegar hún fæddi drenginn í baðstofunni í Lækjarhúsum. Hún mundi enn skelfinguna í svip fólks- ins og viðbjóðinn þegar hún lýsti Guð- mund bróður sinn föður að barninu. Hún fann sáran sting í brjóstinu þegar hún hugsaði til himinblárra augna drengsins og sársaukans þegar séra Vigfús hafði tekið hann úr fangi hennar og flutt á brott. Konan gat með erfiðismunum sest upp í rúminu og hallaði sér upp að veggnum. Hún hafði aldrei haft minnstu löngun til að dylja rétt faðemi drengsins. Minningin unt næturfundi þeirra Guð- mundar var henni of dýrmæt til að hún gæti látið sem annar karlmaður hefði ver- ið í hans stað. Hún áfelldist heldur ekki Guðmund fýrir að neita faðeminu. Hann var svo ungur, rétt rúinlega tvítugur þá. Neitun Guðmundar hafði líka virst ætla að bjarga þeim frá dauðadómi laganna. Sýslumaður hafði skrifað kónginum vegna kröfu Guðmundar til fríunareiðs en lét íslensk yfirvöld ekki vita af brot- inu. Þau systkinin höfðu fengið að vera frjáls ferða sinna, hún heima á Reynivöll- um en hann á Kálfafelli. Konan seig nið- ur í rúmið aftur og lokaði augunum. Það var komið fram í september árið 1796. Kona sat við kvíavegginn við sel þeirra Reynvellinga. Hún horfði um stund á hendur sínar, dró síðan pilsin upp og horfði á fætur sina. Hægt lyfti hún höndunum og strauk yfir andlit sér. Á höndum, fótum og í andliti mátti sjá og finna upphleypta bletti, sem sumstaðar vom farnir að springa. Hún andvarpaði og reis hægt á fætur, studdi sig við vegg- inn. I fjarska sá hún mann koma gang- andi. Hún horfði á hann nálgast, háan og grannan, hárið úfið, augun himinblá. Konan hneppti frá sér treyjunni, losaði um pilsin og lét þau falla á jörðina. Nakin gekk hún til móts við elskhuga sinn. 44 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.