Sagnir - 01.06.1995, Side 47
í baðstofunni á Kálfafellsstað lá Sigríður
Björnsdóttir í rúmi nieð nýfætt barn sitt í
fanginu. A rúmstokknunr sat séra Vigfús
sem kominn var til að skíra annað óegta-
fætt barn hennar. Það skijáfaði í ^aður-
penna prestsins þegar hann skrifaði á
minnisblað sitt, Anno 1797, 5ta júní
fæddur drengur óegta. Foreldrar Sigríður
Bjömsdóttir frá Reynivöllum. Guðs-
maðurinn leit upp ffá pappírum sínum.
Hann hikaði við að spyija um faðerni
drengsins. Það var nánast óhugsandi að
þeim Guðmundi og Sigríði hefði tekist
að hittast á laun síðari hluta sumars eða í
haust sem leið en séra Vigfúsi tókst ekki
að beija niður kvíðann yfir svarinu. Loks
ræksti hann sig og bar upp spurninguna.
Sigríður leit af baminu og í augu prests-
ins.
„Eg lýsi Þorvarð bróður minn svo
sannan foður að þessu bami sem ég er
móðir.“
Þögnin í baðstofunni var alger þegar
séra Vigfús bar spurninguna upp á nýjan
leik og fékk sama svar. Klukkustund síðar
reið maður úr hlaði á Kálfafellsstað með
bréf upp á vasann til Jóns Helgasonar
sýslumanns austur í Hoffelli í Hornafirði.
A Breiðamerkursandi vall Jökulsá undan
jöklinunt illfær og illskeytt. A vestur-
bakka jökulfljótsins staldraði pósturinn
við um stund áður en hann stýrði vönum
hesti sínum út í þungan strauminn. Hann
þrýsti fótunum að síðum hestsins, slakaði
á taumi trússhestsins, og bað til guðs að
kláramir kæmust klakklaust yfir.
Skömmu síðar kröfsuðu þeir sig upp á
austurbakka árinnar og pósturinn varpaði
öndinni léttar. Hann herti á hestunum
og innan skamms reið hann út í
Stemmu. Hún var ekki jafn vatnsmikil
og straumhörð og Jökulsá en gat verið
varasöm. Austan árinnar greikkuðu klár-
arnir sporið og stefndu heim að lágreist-
unt húsunum undir Steinafjalli.
I efri bænum á Reynivöllum lá
Sigríður Bjömsdótdr í rúmi sínu. Fyrir
henni lá fátt annað en dauðinn. Líkam-
inn var orðinn alsettur sárum sem illþefj-
andi vessar seytluðu úr. Fingur hennar og
tær vom af, andardrátturinn rykkjóttur
og snörlandi. Heimilisfólkið furðaði sig á
hversu lengi hún hafði hfað en eitthvað
hélt lífinu í þessari guðsvoluðu mann-
eskju. Hún lá í rúmi sínu dag eftir dag og
hlustaði eftir mannaferðum. Þijú löng ár
voru liðin frá því hún ól bam í baðstof-
unni á Kálfafellsstað og lýsti Þorvarð
bróður sinn föður þess. Síðan þá hafði
hún verið dæmd til að höggvast í
Borgarhöfn, dæmd til að drekkjast á al-
þingi og loks hafði kónginum þóknast að
milda dóminn í ævilanga þrælkunar-
vinnu í tugthúsinu i Reykjavík. Það var
þýðingarlaust að flytja hana suður, dauð-
sjúka af holdsveiki, um það höfðu helstu
dánumenn sveitarinnar vottað. Þess
vegna fékk hún að rotna í friði heima á
Reynivöllum. Bræður hennar höfðu hka
verið dæmdir. I Borgarhöfn til að höggv-
ast og aftur á alþingi, en kóngurinn hafði
líka breytt þeirra dómi í ævilanga þrælk-
un. Þeir áttu hins vegar að flytjast með
haustskipum til Danmerkur. Sýslu-
maðurinnjón Helgason hafði misst emb-
ætti sitt og verið sektaður um háar fjár-
upphæðir vegna meðferðar hans á máli
þeirra systkina og Sveins og Rannveigar
á Felli. Svo hafði hann hrækt á dóm-
araborðið að dómsuppkvaðningu lok-
inni. Konan reyndi að hreyfa höfuðið en
megnaði það ekki. Hún óskaði þess að
dauðadómum væri enn framfýlgt, þá
væri þetta stríð löngu búið og hún þyrfti
ekki að liggja hér hjálparvana, rotnandi
kjötstykki sem öllum bauð við.
Að utan heyrði hún riðið í hlaðið og
siðan óminn af samræðum fólks. Nokkur
tími leið áður en faðir hennar gekk upp í
baðstofuna til hennar, hokinn og hæru-
skotinn. Hann settist á rúmstokkinn og
tók um fingralausa hönd hennar, eini
maðurinn sem snerti hana án viðbjóðs
núorðið.
„Skipið er farið,“ sagði hann og rödd-
in skalf, „það kom bréf með póstinum.
Þeir eru farnir utan.“
Titringur fór um líkama konunnar.
Það var þá búið. Vitandi af þeim í tugt-
húsinu í Reykjavík var alltaf hægt að
halda í vonina unr að einn daginn kæmu
þeir gangandi eftir sandinum, heim að
Reynivöllum. Ofær um að ráða við
titringinn i likamanum gaf konan föður
sínum bendingu og hvíslaði að honum
nokkrum orðum.
Skömmu síðar mátti sjá hvar Sigríður
Bjömsdóttir var borin út úr bæjargöng-
unum á Reynivöllum og komið fyrir í
lautu skammt fram undan bænum.
Heinrilisfólkið fylgdist nreð af bæjarhlað-
inu, þögult en sneri svo til vinnu sinnar á
ný eftir bendingu húsbóndans.
Sigríður lá með lokuð augun góða
stund enda var birtan næstum augum
hennar ofviða. Henni tókst loks að halda
þeinr opnum og horfa til hinrins. Innan í
líkamanum, þrútnum af bjúgi og rotn-
andi holdi, barðist hún fýrir frelsi sínu,
fýrir að komast til barnanna sinna, litlu
drengjanna tveggja nreð hinrinbláu aug-
un. Hún hafði fýrir löngu tekið út sína
refsingu nrargfalda. Með einhveijum
undraverðum krafti tókst henni að rísa
upp á sára olnbogana og horfa á fann-
breiður Öræfajökuls og svartan og
sprunginn jaðar Breiðanrerkuijökuls. Ur
augunr hennar streynrdu tár.
Síðla kvölds lagði mjóa reykjarsúlu til
himins við Reynivallabæinn. Eldur log-
aði í fatnaði og jarðneskum eigum Sig-
ríðar Björnsdóttur en í kvöldkyrrðinni
glunidu hanrarshögg Björns ríka þar sem
hann barði saman líkkistu dóttur sinnar.
Heimildir:
Alþingisbœkur íslaticis XVII. Reykjavík 1990.
Einar Bragi Sigurðsson: Þá var öldin önnur II. Darraðardatisinn í Suðursveit og Jleiri þœttir. Reykjavík
1974.
Márjónsson: Blóðskömtn á íslandi 1270-1870. Reykjavík 1993.
Þjóðskjalasafn íslands; Skjalasafn stiftamtmanns 1-31: Bréfabók 1799-1801.
Þjóðskjalasafn Islands; Skjalasafn stiftamtmanns 111-103.
Þjóðskjalasafn Islands; Skjalasafn sdftamtmanns 111-113.
Þjóðskjalasafn Islands; Skjalasafn stiftamtmanns 111-114.
Þórbergur Þórðarson: I Suðursveit. Þriðja prentun. Reykjavík 1984.
SAGNIR 45