Sagnir - 01.06.1995, Side 52
Gunnar Karlsson
Síðasta stund bróður Tómasar við skrifpúltið
Staðurinn á að Hjálmi prest kýr
fimm og lögvöxtu með, skrifaðu
það. Tíu hundruð að Odda og
lögvöxtu.“
Þórarinn ábóti sat á trébekk í ábóta-
stofunni á Þingeyrum með innrammað
vaxspjald í höndunum. Hann hallaði sér
fram, lét olnbogana hvíla á svörtunt kufli
yfir hnjákollunum og rýndi í spjaldið.
Miðaldra maður skarpholda, fölur af
löngum innisetum. Sá sem skrifaði
upp eftir honum gat ekki alltaf
heyrt hvort hann las upp af
spjaldinu eða taldi upp eftir
minni. Bróður Tómasi
kom það heldur ekki
við. Hann stóð við
skrifpúlt og skrifaði á
pergamentsblaðallt sem
ábóti sagði honum að
skrifa. Hann var yngri
maður, líklega um þrí-
tugt, grannur og föl-
leitur eins og ábóti, svo
lágvaxinn að hann stóð
teinréttur við púltið.
„Að Ara hundrað og
lögvöxtu,“ hélt ábóti
áfrarn.
Hann tók bróður
Tómas oft inn til sín að
hjálpa sér við skriftir.
Hann gat að vísu verið
þjjóskur og tölugur en
hann var fljótur að
skrifa ekki óskýrri
hendi og ábóta þótti
stundum skemmtilegt
að tala við hann. Hann
gerði heldur ekkert af
sér meðan hann stóð
við skrifþúltið og sam-
tölin gáfu tækifæri til
að fýlgjast nreð því
hvort hannvar farinn
að hugsa eitthvað sem
ekki átti að hugsa í
klaustri. Abóta grunaði
að hann væri fjárafla-
maður í hjarta sínu og
sál hans hefði ekki enn gefið það heit
sem munnurinn gaf ungur, að eiga aldrei
neitt sjálfur.
„Að Brandi sex hundruð og lögvöxtu.
Að Þórði
hundr-
að.“
„Og lögvöxtu?" spurði bróðir Tómas.
„Og lögvöxtu," bætti ábóti við hlut-
iausri rödd, eins og hann væri ekki að
svara munkinum.
50 SAGNIR