Sagnir - 01.06.1995, Síða 58

Sagnir - 01.06.1995, Síða 58
sömu stærð og sú fyrri. Lauslega reiknað yfir í metra út frá íslenskri alin væri kirkja þessi um 25 m að lengd og tæpir 10 m á breidd en rúmir 17 m um stúk- urnar, stöpullinn 8,5 x 8,5 m og kórinn einnig 8,5 m að lengd. Öll þessi mál yrðu nokkru stærri ef miðað væri við Hamborgaralin sem jafngildir rúmum 57 cm13. Þá er komið að síðustu kirkjunni í Skálholti sem byggð var þar fýrir sið- breytingu. Kirkjan, sem Arni Helgason hafði upphaflega látið reisa en margoft Grunnmynd rannsóknarsvœðisins í Skálhohi. verið gert við, brann árið 1532. Ögmundur Pálsson, biskup 1521-1540, lét því gera nýja kirkju í hennar stað. Sú kirkja mun hafa staðið til þess tíma er Gísli Jónsson, þriðji lútherski biskupinn í Skálholti 1558-1587, hófst handa við nýja kirkju vegna þess hve sú gamla var orðin léleg.14 I ljósi þessa lauslega „dómkirkna- annáls" er nú rétt að velta fýrir sér hinum uppgrafna grunni Skálholtsdómkirkju. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á kirkjugrunninum benda til þess að hann sé undan fleiri en einni Skálholtskirkju. Hákon Christie gengur út frá því i túlkun sinni á kirkjugrunninum að við gerð þess krosskirkjugrunns sem sýnileg- ur varð við uppgröftinn hafi orðið svo mikið jarðrask að tæplega sé hægt að henda reiður á þeim grunnum sem væntanlega hafa staðið á undan þessum. Christie telur grunninn því aðeins geta gefið vísbendingu um síðustu stóru miðaldakirkjuna sem í Skálholti hafi staðið og nefnir Ögmundarkirkju í þvi sambandi, sérstaklega vegna greinilegra brunaleifa sem fundust í grunninum. Hann útilokar þó ekki að næsta kirkja hafi, eins og heimildir bendi til, staðið á þessum grunni.b I sinni túlkun telur Hörður Agústsson víst að grunnurinn sé undan kirkju þeirri sem Gísli biskup lét reisa næst á eftir Ögmundarkirkju. Að mestu hafi verið notast við grunn Ögmundarkirkju við bygg- inguna og sú kirkja hafi verið með sarna sniði og af sömu stærð og forverar hennar í nokkrar aldir.16 Ef mál þau sem til eru af hinum fornu Jörundar- og Péturskirkjum eru borin saman við kirkjugrunninn i Skál- holti kemur í ljós að stærð dómkirknanna á Hólum og í Skálholti á þessum tíma hefur verið mjög áþekk. Það ætti að vera óhætt að gera ráð fýrir svipaðri stærð Skálholts- og Hólakirkna a.m.k frá tímum Arnakirkju í Skálholti, sem eins og fram er komið þótti stærri en fýrirrennari sinn. Þessar kirkjur hafa því verið allt að 50 m á lengd, rúmir 10 m á breidd um framkirkju en um 20 m á breidd um stúk- urnar. Auk upplýsinga úr rituðum heim- ildum gefa innsigli Skálholtsbiskupanna Sveins spaka Péturssonar (1466-1475) og Stefáns Jónssonar (1491-1518)17 sterklega til kynna að dómkirkja staðarins á bisk- upsárum þeirra (Arnakirkja) hafi verið þrískipa stafkirkja. Þessi einfaldaða kirkj- umynd minnir verulega á uppsmíð þá sem þekkt er úr norskum stafkirkjum. Þrískipa kirkjur með háu miðskipi og lægri hliðarskipum kallast basilikur á tungumáli bygging- arlist- innar. Slíkar byggingar eru víðast hvar úr steini, sérstaklega dómkirkjur og klaust- urkirkjur. Utbrotakirkjur em í raun ekkert Dæmi um uppsmíð norskra stajkirkna. annað en basilikur byggðar úr timbri. Ólikt öðmm löndum kristninnar voru dómkirkjur Islands úr timbri en að form- inu til í anda höfuðkirkna úti í heimi. Klausturkirkjur Minna fer fýrir vitneskju um íslenskar klausturkirkjur en dómkirkjumar enn sem komið er. Að mestu styðst sá fróð- ÆSSte. h Kapítulainnsigti Þingeyraklausturs frá 15. öld. leikur við ritaðar heimildir en frá því em þó undantekningar. Svo vel vill til að varðveist hefur kapitulainnsigli Þingeyraklausturs frá 15. öld og getur þar að lita stil- færða mynd kirkju.18 Tæpast er þetta torfkirkja en ekki er gott að greina gerð þessarar kirkju að öðru leyti en því að hún virðist hafa nokkur lög af krossböndum á gafli sínum og einhvers konar turnspímr til hliðanna. Bendir því flest til þess að þarna fari einfölduð mynd timburkirkju. Ut frá heimildum frá Innsigli Sveins Péturssonar biskups í Skálholti 1466-1475. 56 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.