Sagnir - 01.06.1995, Síða 59

Sagnir - 01.06.1995, Síða 59
17. öld er hægt að gera sér í hugarlund hvernig kirkja sú sem þá stóð leit út en hún mun hafa verið reist árið 1616. Heimildir gefa til kynna að hún sé minni en gamla klausturkirkjan en ætla má að nýja kirkjan endurspegli á einhvern hátt gerð klausturkirkjunnar. Kirkjan frá 1616 var útbrotakirkja með krossstúkum og kór var undir minna formi en megin- skipið.19 Hún hefur því myndað latnesk- an kross eins og dómkirkjurnar þótt hún hafi verið allnokkru smærri. Um Munkaþverárklaustur er til heimild ffá því um 1526 sem nefnist Sigurðarregistur, þar sem greinilega kenrur fram að kross- stúkur hafi verið á klausturkirkjunni en stærðin kemur ekki fram að öðru leyti.20 Kirkjur Þykkvabæjar- og Helgafells- klausturs á klausturtíma eru enn sem komið er óþekkt stærð og því verður ekki fjölyrt frekar um þær hér. Hvað varðar hin munkaklaustrin þijú má segja að þau hafi hvert sína vísbendingu um kirkjugerð. Við fornleifarannsókn í Viðey kom í ljós austurhluti kirkju, austan undir nú- verandi kirkju. Lega rústarinnar er sam- kvæmt hefðbundinni austur-vestur stefnu kirkna. Ljósmynd af hleðslununr gefur sterklega til kynna leifar af kór og e.t.v. má sjá móta fyrir undirstöðum austurveggs hugsanlegrar krossstúku.21 Ef grannt er skoðað virðast þarna vera leifar tveggja byggingarstiga þar sem annað hefur ferhyrndan kór en hitt bogalaga apsis. Tvö byggingarstig miðaldakirkna í Viðey koma vel heim og saman við ályktanir út frá rituðum heimildum um kynslóðir kirkna í eynni á klausturtíma.22 Grafir sem lágu samsíða þessum rústa- brotum hafa verið aldursgreindar til síðmiðalda23 og rennir því enn frekari stoðum undir það að þama glitti í klaust- urkirkjur miðalda í Viðey. Fátt er vitað um Möðruvallaklaustur- kirkju á klausturtíma. E.t.v. er þó eitt- hvað hægt að byggja á hugsanlegri vís- bendingu í sömu heimild og kom að góðum notum varðandi Munkaþverá, þ.e. Sigurðanegistri. Þar getur um kross- altari í upptalningu á kirkjumunum en aftur á móti eru engar stúkur sérstaklega tilgreindar.24 Það má vel vera að þama sé átt við altari helgað hinum heilaga krossi Krists. Það gæti stutt þá hugmynd að stúkna er ekki getið. A hinn bóginn er freistandi að gæla við það að altari þetta hafi staðið á mótum hugsanlegra kross- arma klausturkirkjunnar. Hvað varðar Skriðuklaustur, þá er til heimild um staðinn frá 1598, rúmum aldarfjórðungi eftir að klaustrið var lagt niður. I þessari heimild, sem er úttekt staðarhúsanna, eru þau orð viðhöfð um kirkjuna að hún sé vel standandi að við- um og veggjumfy Þetta bendir eindregið til þess að kirkjan hafi þá verið með torf- veggjum utan um timburgrind sína, annars væri þetta orðalag tæplega notað. Ekki verður af úttektinni ráðið hvort kirkjan hafi verið byggð á klausturtíma eða ekki. Ungur aldur klaustursins ásamt því að úttektin er gerð svo skömmu eftir að klaustrið var lagt niður bendir þó til þess að þarna sé komin fyrsta og eina klausturkirkjan á Skriðu. Kirkjubæjarklaustur er enn óplægður akur hvað varðar rannsóknir á húsakosti og kirkjum en brátt mun verða hafist handa við jarðsjármælingar á klaustur- staðnum. Kapítulainnsigli Reynisstaðarsystra frá 15. öld er dýrmæt heimild um gerð klausturkirkjunnar. Hörður Ágústsson hefúr fjallað sérstaklega um innsiglis- mynd þessa og gert tilraun til að skýra SAGNIR 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.