Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 60

Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 60
Gmnnmynd kirkjutóftar að Gásmn í Eyjafirði. öld. hvað á henni sést. Hann heldur þvi fram að innsiglið sýni einfaldaða mynd staf- kirkju í norskum stíl og Borgundarkirkja í Noregi tekin sem samanburðardæmi. Litið er svo á að um hliðarmynd af kirkj- unni sé að ræða.26 Ekki virðist fara milli mála að klausturkirkjan á Reynistað hafi á þessum tíma verið alfarið úr timbri ef ntarka má þessa mynd. Ef til vill voru klausturkirkjur landsins á sínum tíma of margar og fjölbreytilegar til að hægt væri að setja þær undir einn hatt. Ætla mætti að þær hafi, margar hverjar, verið með lagi latnesks kross eins og dómkirkjurnar, þótt kirkjurnar á klaustrunum hafi verið smærri í sniðum. Slík tilhögun væri í raun i fullu samræmi við kirkjulegt hlutverk dómkirknanna þar sem á þær var litið sem móðurkirkjur í sambandi við helgihald og aðra trúar- iðkun og þvi ekki ólíklegt að það hafi einnig verið svo í byggingarlegu tilliti. Klaustrin komust næst biskupsstólun- um í hinu kirkjulega stigveldi, sem og fjölda vígðra manna á staðnum. Hvers vegna skyldi það ekki hafa verið tjáð með áþreifanlegum hætti í byggingarlagi klausturkirknanna? Ætla rná að flestar klausturkirkjumar hafi verið úr timbri en innsiglismyndir Þingeyra og Reyni- staðar taka af öll tví- mæli um að svo hafi verið þar á 15. öld. Klausturkirkjan, sem lýst er á Skriðu 1598, gefur þó tilefni til að ætla að timbur hafi ekki verið eina byggingarefni slíkra kirkna og erfitt er að fyllyrða eitt né neitt um byggingarlag. Aðrar kirkjur Flokkur annarra kirkna er mjög stór og í raun væri hægt að greina þær í kirkjur á höfuðbólum, minni kirkjur og bænhús. Vegna þess hversu skammt rannsóknir eru komnar verður einungis stiklað á stóru og til sögunnar nefndir nokkrir kirkjugrunnar sem grafnir hafa verið upp, að viðbættri rannsókn sem gerð hefur verið á kirkjunni að Laufási í Eyja- firði út frá rituðum heimildum. A verslunarstaðnum Gásum við Eyja- fjörð hefur álitleg kirkjutóft verið grafin upp og segja má að hún sé í anda kirkna á höfuðbólum að stærð. A miðöldum voru Gásir stærsti verslunarstaður á Norðurlandi, ef ekki á landinu öllu, og vegna §ölda búða- tóftanna má með nokkrum rétti segja að þarna sé um þétt- býliskirkju að ræða. Kirkjan hefur verið að innanmáli um 24 álnir á lengd en um 7 á breidd en þar af er kórinn um 5x5 áln- ir.27 Hér er væntan- lega um danska alin að ræða sem er 62,7 cm og umreiknuð í metrakerfi er kirkja þessi um 15 m að lengd og rúmlega 4 á breidd um kirkju- skipið. Hún situr i hringlaga kirkjugarði og gengið er inn að sunnanverðu. 58 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.