Sagnir - 01.06.1995, Page 66

Sagnir - 01.06.1995, Page 66
Norræn móðir með börn sín. henni frá öllu illu.4 Rauði þráðurinn í hugmyndafræði þeirra var þjóðemis- hyggjan sem birtist í íhaldssemi í stjórn- málum, ást á fornmenningu landsmanna og mannkynbótastefnu.5 Framfaratrú var tiltölulega sterk á Islandi fýrstu ár aldar- innar. Fólk flutti úr sveitum í þéttbýli og hafði sjómennsku eða verkavinnu að at- vinnu. Þegar kom fram á annan áratug aldarinnar ventu margir kvæði sínu í kross gagnvart menningarlegu borgarlífi og tóku í skrifum sínum að gagnrýna borgarmenninguna, en hún var talin leiða til úrkynjunar og spillingar. Áhrif frá fyrrnefndum mannbótakenningum eru þar greinileg og urðu enn greinilegri á þriðja áratugnum. Margir íslenski menntamenn aðhyllt- ust hugmyndir mannkynbótafræða og tóku að tjá sig um málið i fjölmiðlum þess tíma. Margir höfðu kynnst hug- myndum mannkynbóta erlendis eða lesið sig til í erlendum greinum. Nokkuð var um að þeir menn sem mest rituðu um hugmyndir „mannkynbóta" vitnuðu hver í annan. Af því má sjá að kenningar náðu fótfestu meðal landsmanna.6 Spilling holdsins Steingrímur Matthíasson læknir var einn af þeim fyrstu sem tjáðu sig ágæti mann- kynbóta. Árið 1913 flutti hann fýrirlestur á Akureyri sem hann nefndi „Heimur versnandi fer“ og fjallaði um hnignun og úrkynjun hvítra rnanna.7 Greinilega má sjá að Steingrímur er vel lesinn í evrópskum og bandarískum mannbóta- ritum sem hann vitnar stöðug í. Hann heldur frain kenningum um úrkynjun hvítra manna og því til vitnis fýlgir öm- urleg upptalning; hvítu fólki er að fækka þar sem menning er mest, fábjánum, flogaveikum, heyrnleysingjum og augn- sjúkdómum fari fjölgandi sem og að bijóstvídd menntaðara manna fari minnkandi og að vaxtarrýmum ýmis- konar fari vaxandi í stórborgum meðal „lægstu" stéttanna. Steingrímur heldur áfram og segir ennfremur: Konur geldast. Það er nú ekki ein- göngu svo, að konur vorra tíma eignist færri börn en fýrrum. Sjaldan er ein báran stök. Þær geta ekki heldur haft böm sín á bijósti. Þær era famar að stríðgeldast.8 Steingrímur vitnar einnig í prófessor í skordýrafræði í Kaliforníu sem telur líkur benda til þess „að mannkynið sé í þann veginn að klekja út hvoragkynsverum, sem samsvari vinnubýflugum og vinnu- mauram, þar sem fleiri og fleiri konur séu að missa móðurhæfileikann.“9 Skor- dýrafræðingurinn spáir því að eftir nokkrar kynslóðir verði framkomnar „kynlausar kvennpersónur eða kven- viðrini“ sem muni sennilega verða bann- að að gifta sig og sektaðar ef „þær gjöri nokkrar tilraunir til að samrekkja karl- mönnum.“10 Olíkt öðrum Islendingum sem tjáðu sig um mannkynbætur telur Steingrímur að Islendingar séu einnig á hnignunar- stigi. Samskonar úrkynjunareinkenni megi finna á landinu og telur hann að mest hafi borið á þeim á „sjálfu fram- faratimabilinu“. Til rökstuðnings nefnir hann að fæðingum fari fækkandi, tann- veiki vaxandi, geðveiki aukist og siðferði sé stöðugt að spillast, þannig að full ástæða sé að líta í eigin barm og reyna að koma í veg fýrir frekari „spillingu holds- 64 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.