Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 70
vestræni, austræni, og dínarski kynflokk-
urinn. Ekki er ljóst hvaða kyn hann á við
en hann tengir vestræna kynið við Mið-
jarðarhaf, austræna kynið við Alpafjöll
og dínarska kynið tengir hann Austurríki
og Balkanlöndum. Telur hann yfirburði
norræna kynstofnsins ótvíræða. Lýsir
hann þeim sem tilheyra stofninum sem
hávöxnum glæsifólki sem sé „Skarpgáfað
og jafnframt hugmyndaauðugt, djarft og
framagjarnt, en hafi þó jafnaðarlega góða
forsjá, drottnunargjarnt og vel til forustu
fallið.“27 Hann heldur áfram og segir að
venjulega eru þessir menn „lítið trú-
ræknir, vilja fara sinna ferða, trúa frekar á
mátt sinn og megin, en ríkisvaldið eða
ríkissjóðinn."28
Næst norræna kyninu kemur hið vest-
ræna, eigninleikar þess felast einkum í
listfengi og söng en að öðru leyti , jafnast
það tæpast við norræna kynið“ Austræna
kynið telur hann vera „þröngsýnna, hug-
myndasnauðara og metnaðanninna en
norræna kynið og ódjarfara". Þeir eru
betri þegnar en foringjar. Dínarska kynið
segir hann vera hraust, vígdjarft og gott
foringjaefni en „hafa tæpast svo mikið
andans atgjörfi sem norræna kynið“.29
Þrátt fýrir að varla finnist maður af al-
gerlega hreinum kynstofni segir
Guðmundur augljóst að Islendingar séu
að mestu af norrænu kyni.30 Hann telur
ennfremur að mikilvægasti arfur þeirra
ætti í raun að vera sá að vera af góðu
fólki kominn. Að endingu segir
Guðmundur:31
A síðust árum hefir og víða sú skoðun
komið í ljós, að menning og gifta þjóð-
anna sje að mestu bundin við norrænt
kyn og að afturforin sje vís, ef það
hverfúr og blóð þess blandast svo, að
það njóti sín ekki. Þannig er það ofar-
lega í Bandaríkjamönnum að banna
Suður-Evrópuþjóðum að flyþa inn í
landið, en menn af norrænu kyni eru
þeim kærkomnir. Þeir em besta varan,
sem Norðurálfan býr til, segja þeir.
Tveimur árum síðar ritaði hann í sarna rit
um umfangsmiklar mælingar sem hann
hafði gert á eitt þúsund íslenskum karl-
mönnum; hæð þeirra, limaburði, höfuð-
lagi, beinvexti og fleira. Þetta vom sams-
konar mælingar og gerðar voru í erlend-
um ættgengisrannsóknum.
Guðmundur telur nauðsynlegt að
mæla menn reglulega, til dæmis með
fimmtíu ára millibili. Þannig væri hægt
að kanna „hvort kynið sje að batna eða
spillast, hvort lifnaðarhættir manna sjeu í
ijettu lagi eða ekki, hvort börnin nái
eðlilegum þroska o.s. frv.“32 Sannað væri
að góðir og illir eiginleikar gengu í erfðir
og þess vegna væri mögulegt fyrir hveija
þjóð að bæta kyn sitt.
Samfara mælingunum skýrði hann frá
samanburði þeirra við athuganir sínar á
Landnámu þar sem hann telur, eins og
margir aðrir, að landnámsmenn hafa
verið mjög kynsæla menn af höfðingja-
ættum. Utkoma þessara rannsókna studdi
enn frekar fyrri hugmyndir um ágæti Is-
lendinga sem áttu því að þakka að hafa
„orðið fýrir þeim fágætu forlögum að
lifa hjer einangruð í þúsund ár og að
Konur af mismunandi kynþáttum. Talið frá vinstri, kona af norrænu kyni, þá kona frá Eystrasaltsríkjunum og loks samísk kona.
68 SAGNIR